Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2021 23:23 Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í Þjórsá í byggð. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. Hvammsvirkjun er áformuð neðan við bæinn Haga og sú fyrsta í Þjórsá í byggð. Núna hefur Landsvirkjun stigið ákveðið skref í þá átt að hefjast handa, - með umsókn um virkjunarleyfi til Orkustofnunar. „Raforkukerfið er að verða fullselt. Á sama tíma erum við að setja okkur mjög metnaðarfull markmið í orkuskiptum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Þannig að við teljum að það sé margt sem bendir til þess að það þurfi að koma ný orka svona 2025 til 2026, ekki síðar, inn í kerfið. Og ef það á að vera hægt þurfum við að taka ákvörðun á næsta ári.“ Skortur á flutningslínum er meðal þess sem þrýstir á Hvammsvirkjun. „Eins og staðan er í orkukerfinu núna þá þarf næsti virkjanakostur að vera á Suðurlandi, út af miklum takmörkunum sem eru í flutningskerfinu. Það er í raun offramboð sem er í orku á Norðurlandi,“ segir Hörður. Þá hefði vindorka verið fyrsti valkostur. „Við höfðum bundið vonir við að eiga möguleika á vindorku á Þjórsársvæðinu. En það eru ákveðin vonbrigði hjá okkur að við höfum ekki fengið tilskilin leyfi til þess. Þannig að þá er í raun Hvammsvirkjun eini kosturinn sem við höfum í stöðunni núna.“ Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Hvammsvirkjun yrði ríflega 90 megavött að stærð og áætlar Hörður að smíði hennar kosti milli 40 og 45 milljarða króna. Þá myndi virkjunin nýta bæði uppistöðulón og raflínur sem þegar eru til staðar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Engu að síður segir Hörður eðlilegt að slíkar stórframkvæmdir séu umdeildar. Farvegur Þjórsár lítur svona út í dag neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Svona mun svæðið líta út með lóninu sem myndast.Landsvirkjun „Og þær hafa áhrif í nærsamfélaginu. Það er alveg ljóst. En þarna erum við sem sagt mikið í manngerðu landslagi. Ekki uppi á hálendinu. Hálendið er viðkvæmara, eins og umræðan er í dag. Þannig að við bindum bara vonir við það að það náist þokkalega góð sátt, - ef og þegar verði tekin ákvörðun,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Hvammsvirkjun er áformuð neðan við bæinn Haga og sú fyrsta í Þjórsá í byggð. Núna hefur Landsvirkjun stigið ákveðið skref í þá átt að hefjast handa, - með umsókn um virkjunarleyfi til Orkustofnunar. „Raforkukerfið er að verða fullselt. Á sama tíma erum við að setja okkur mjög metnaðarfull markmið í orkuskiptum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Þannig að við teljum að það sé margt sem bendir til þess að það þurfi að koma ný orka svona 2025 til 2026, ekki síðar, inn í kerfið. Og ef það á að vera hægt þurfum við að taka ákvörðun á næsta ári.“ Skortur á flutningslínum er meðal þess sem þrýstir á Hvammsvirkjun. „Eins og staðan er í orkukerfinu núna þá þarf næsti virkjanakostur að vera á Suðurlandi, út af miklum takmörkunum sem eru í flutningskerfinu. Það er í raun offramboð sem er í orku á Norðurlandi,“ segir Hörður. Þá hefði vindorka verið fyrsti valkostur. „Við höfðum bundið vonir við að eiga möguleika á vindorku á Þjórsársvæðinu. En það eru ákveðin vonbrigði hjá okkur að við höfum ekki fengið tilskilin leyfi til þess. Þannig að þá er í raun Hvammsvirkjun eini kosturinn sem við höfum í stöðunni núna.“ Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Hvammsvirkjun yrði ríflega 90 megavött að stærð og áætlar Hörður að smíði hennar kosti milli 40 og 45 milljarða króna. Þá myndi virkjunin nýta bæði uppistöðulón og raflínur sem þegar eru til staðar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Engu að síður segir Hörður eðlilegt að slíkar stórframkvæmdir séu umdeildar. Farvegur Þjórsár lítur svona út í dag neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Svona mun svæðið líta út með lóninu sem myndast.Landsvirkjun „Og þær hafa áhrif í nærsamfélaginu. Það er alveg ljóst. En þarna erum við sem sagt mikið í manngerðu landslagi. Ekki uppi á hálendinu. Hálendið er viðkvæmara, eins og umræðan er í dag. Þannig að við bindum bara vonir við það að það náist þokkalega góð sátt, - ef og þegar verði tekin ákvörðun,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44
Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15