Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2021 21:21 Ólafía Kristín Norðfjörð. Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. Ólafía tók áður inn kvíðalyf og þegar hún sótti fyrst um inngöngu haustið 2019 var umsókn hennar hafnað vegna þessa. Hún hefur starfað sem lögreglukona frá byrjun árs 2019. Hún sagði frá því að umsókn hennar hefði verið samþykkt á Facebook fyrr í kvöld. Í samtali við Vísi segir hún lögreglumenn ekki eiga að skammast sín fyrir að leita sér hjálpar ef þörf sé á. Ólafía segir það hafa tekið á að berjast fyrir þessu í tæp tvö ár og dagurinn hafi verið tilfinningaþrunginn. „Það voru gerðar breytingar á inntökuferlinu sem gerðu það að verkum að í rauninni var maður metinn meira sem einstaklingur. Eins og þetta var áður, um leið og sást að ég var að taka inn lyf eða hafði sótt mér aðstoð hvað varðar andlega heilsu, var manni eiginlega bolað út,“ segir Ólafía. „Núna í dag er þetta þannig að maður fær meiri séns, myndi ég segja, til að sýna hver þú ert.“ Þetta segir hún góða breytingu og telur hún þetta vera betra til framtíðar. Ólafía segir það hafa vakið spurningar hjá henni að hún fékk að vinna sem lögreglukona en ekki mennta sig sem slík. Eins og hún mætti ekki leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan. Hún segir það ákveðið tabú að ræða um andlega heilsu lögreglumanna. Það sé þó mjög mikilvægt að slík umræða sé opin og ætti það í raun við allar starfsstéttir. „Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir að leita okkur aðstoðar ef það gerist eitthvað og sækjast eftir aðstoðinni. Það hjálpar okkur.“ Hún segir lögreglumenn og konur mega sýna veikleika án þess að verða dæmd. Sjá eining: Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Ólafía segir baráttuna hafa verið langa en hún hafi verið þess virði. Nú fái hún loksins að gera það sem hana langi að gera og hún sjái framtíðina hjá lögreglunni. „Vonandi verður þetta til þess að fleiri opni augun fyrir því að það er allt í lagi að vera lögreglumaður og leita sér aðstoðar ef maður þarf þess. Það þarf ekki að vera eitthvað feimnismál.“ Lögreglan Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Ólafía tók áður inn kvíðalyf og þegar hún sótti fyrst um inngöngu haustið 2019 var umsókn hennar hafnað vegna þessa. Hún hefur starfað sem lögreglukona frá byrjun árs 2019. Hún sagði frá því að umsókn hennar hefði verið samþykkt á Facebook fyrr í kvöld. Í samtali við Vísi segir hún lögreglumenn ekki eiga að skammast sín fyrir að leita sér hjálpar ef þörf sé á. Ólafía segir það hafa tekið á að berjast fyrir þessu í tæp tvö ár og dagurinn hafi verið tilfinningaþrunginn. „Það voru gerðar breytingar á inntökuferlinu sem gerðu það að verkum að í rauninni var maður metinn meira sem einstaklingur. Eins og þetta var áður, um leið og sást að ég var að taka inn lyf eða hafði sótt mér aðstoð hvað varðar andlega heilsu, var manni eiginlega bolað út,“ segir Ólafía. „Núna í dag er þetta þannig að maður fær meiri séns, myndi ég segja, til að sýna hver þú ert.“ Þetta segir hún góða breytingu og telur hún þetta vera betra til framtíðar. Ólafía segir það hafa vakið spurningar hjá henni að hún fékk að vinna sem lögreglukona en ekki mennta sig sem slík. Eins og hún mætti ekki leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan. Hún segir það ákveðið tabú að ræða um andlega heilsu lögreglumanna. Það sé þó mjög mikilvægt að slík umræða sé opin og ætti það í raun við allar starfsstéttir. „Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir að leita okkur aðstoðar ef það gerist eitthvað og sækjast eftir aðstoðinni. Það hjálpar okkur.“ Hún segir lögreglumenn og konur mega sýna veikleika án þess að verða dæmd. Sjá eining: Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Ólafía segir baráttuna hafa verið langa en hún hafi verið þess virði. Nú fái hún loksins að gera það sem hana langi að gera og hún sjái framtíðina hjá lögreglunni. „Vonandi verður þetta til þess að fleiri opni augun fyrir því að það er allt í lagi að vera lögreglumaður og leita sér aðstoðar ef maður þarf þess. Það þarf ekki að vera eitthvað feimnismál.“
Lögreglan Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira