Ungt fólk á rétt að verða ekki leiksoppar – Skaðleg stefnumörkun stjórnmálanna Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 29. júní 2021 14:31 Vill einhver vera viljalaus og láta aðra stjórna sér? Ef svarið er ,,nei“ er mikilvægt að það sé nokkuð öruggt að svo sé ekki en það kann að vera dulið hver vill í raun vel og hver ekki. Í pistli Jóhanns Páls Jóhannssonar hér á visi.is 28. júlí 2021 fjallaði hann um að kynslóðakapallinn yrði að ganga upp og vísaði til greinaraðar bresku fréttaveitunnar ,,the Guardian“ um aldamótakynslóðina, greinarraðar frá árinu 2016. Þar fullyrðir hann, með tilvísun í framangreinda umfjöllun bresku fréttaveitunnar, að einstaklingar, fæddir 1980 til 1995, standi mun verr fjárhagslega en flestir aðrar kynslóðir einstaklinga sem fæddust fyrr. Vísaði Jóhann Páll í Angel Gurría ,,framkvæmdastjóra OECD“ í þessu samhengi. Reyndar var um að ræða fyrrverandi framkvæmdastjóra OECD en framkvæmdastjóri OECD í dag er Mathias Cormann sem tók við 1. júní 2021 og mun starfa í embætti næstu 5 árin. Einnig vitnaði Jóhann í greinargerð sem fjármálaráðuneytið á Íslandi lét taka sama að beiðni þingflokks Samfylkingarinnar árið 2016 þar sem kom fram að ,,aukning hinna eldri hefur verið miklu meiri en aukningin hjá yngri hópum undanfarna áratugi og hlutur ungs fólks í heildartekjum samfélagsins fer lækkandi.“. Því má einnig geta að sú grein, sem vísað er í hjá bresku fréttaveitunni hér að framan, er einnig frá árinu 2016. Hér er því Jóhann að nýta heimildir sem eru um eða yfir 5 ára gamlar. Á þessum gögnum og vangaveltum ríður hann af stað og áréttar réttilega að leiguverð hafi hækkað mikið og að ungt fólk eigi erfiðara með að safna fyrir íbúðarkaupum, að ungt fólk þurfi að skuldsetja sig mikið og að yfirvöld hafi ekki staðið við loforð sem gefin voru í lífskjarasamningi árið 2018. Allt þetta bras hafi svo valdið því að hinir eldri eignuðust meira en hinir yngri, að tryggja ætti námsmönnum atvinnuleysisbætur og að ,,brjálaður“ húsnæðismarkaður væri að sliga hagkerfi ungs fólks. Samhliða er telur Jóhann Páll að grænar lausnir, með tilsvarandi loftslagsmarkmiðum og fjárfestingum hins opinbera, gætu bjargað komandi kynslóðum undan oki og örbyrgð. Hinn ,,brjálaði“ leigumarkaður hafi hækkað langt umfram laun og nú þyrfti að byggja upp leiguhúsnæði, hagkvæmt leiguhúsnæði fyrir lágtekjufólk, endurskoða húsaleigulögin og auka réttindi leigjenda. Óhætt er að segja að þrátt fyrir talsverða fjölmiðlareynslu Jóhanns Páls, góðan vilja og talsverða menntun á sviði stjórnmálahagfræði og sagnfræði virðist sem hann láti fjölmarga þætti hér rekast hvora á aðra. Látum vera að þrátta um smáatriðin er tengjast gömlum fréttum, röngum tilvitnunum og frekar takmarkaðri gagnaöflun. En það sem Jóhann Páll lætur vera að benda á er t.a.m. eftirfarandi: Borgarlínuverkefni Samfylkingarinnar (allt að 5 sinnum dýrara en létt borgarlína - BRT Lite) o.fl. ásamt þéttingu byggðar hefur komið ungu fólki afar illa, sérstaklega þeirri kynslóð sem Jóhann Páll virðist hér ætla að standa vörð um. Allt þetta brölt hefur hækkað lóða- og íbúðaverð langt umfram það sem eðlilegt mætti telja. Að verkalýðshreyfingin sé svo blind á stöðu efnahagsmála að ætlast til þess að lífskjarasamningar standist eftir COVID-19 og þær hremmingar á heimsvísu er afar bagalegt. Sjá má að Jóhann Páll lætur alveg vera að skoða sögulegt samhengi og almenna hagfræði þegar kemur að samhengi hlutanna í þeim efnum. Svo virðist sem þessi hreyfing sé á annarri vegferð en þeirri að stuðla að friði á vinnumarkaði, auka kaupmátt og lágmarka atvinnuleysi. Stytting vinnuvikunnar er eitt fyrirbæri sem farið hefur verið í og aðeins leitt til meiri frítíma fyrir þá sem hafði ófáa frítíma fyrir. Þetta eykur kostnað hins opinbera og gerir bæði fyrirtækjum og stofnunum það eitt að þurfa að hækka laun sem lítið eða ekkert er hægt að koma í veg fyrir og fáir ef nokkur hefur efni á. Slíku er öllu velt út í verðlagið og fólk bætir við sig vinnu sem þarf á því að halda. Að auka rétt leigjenda á kostnað leigusala mun auka áhættu leigusala og það mun aðeins leiða til hærri leigu. Sjálfsagt er að bæta hag leigjenda en það verður að vera í samræmi við áhættuna sem um er að tefla. Aukin áhætta fer saman með kröfu um aukna ávöxtun til að dekka megi þá áhættu sem lögð er til grundvallar lagabreytingum. Jóhann Páll virðist láta sér í léttu rúmi liggja þetta augljósa samhengi. Undanfarin misseri hefur ungt fólk á Íslandi mátt vissulega búa við betri kjör. Skjaldborg ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var aldrei nokkur einasta skjaldborg heldur var um að ræða ógnarstjórn. Sú stjórn beinlínis stuðlaði að rýrnun eigna almennings, braut lög og jafnvel stjórnarskrá með því að ganga á eignarréttinn, ekki einu sinni heldur ítrekað. Sú ríkisstjórn leita m.a. bónar hjá sambandi sem er komið á vonarvöl í dag þar sem fulltrúar stærstu ríkjanna, Frakka og Þjóðverja, fá ekki að hitta Pútín að máli lengur einir og óstuddir af ESB. Þarna vildi vinstri stjórn ,,selja Ísland“ og stóran hluta af fullveldi þjóðarinnar fyrir lítið. ICESAVE var ein af þeim tilraunum og við viljum ekki annað eins. Unga fólkið á betra skilið en slíka áhættusækni og að það sé í sífellu sneitt að fullveldinu. Hagsmunir ungs fólks, sem og annara, hafa ávallt rýrnað undir ógnarstjórnum frá vinstri. Slíkar stjórnir samanstanda oftar en ekki af einstaklingum sem enga eða takmarkaða reynslu hefur af atvinnurekstri og rýra þekkingu á hve alvarleg áhrif geta orðið af óvönduðum lagasetningum. Slíkt býr til kostnað, hækkandi skatta og tilsvarandi kjaraskerðingar og áhættu fyrir ungar kynslóðir. Sagan kennir að hvaða kynslóð sem er getur orðið undir í slíku aftakaveðri stjórnmálanna . Aldamótakynslóðin á betra skilið en vinstri stjórn og má ekki verða að leiksoppi þeirra. Tryggjum að ungt fólk geti allt eignast þak yfir höfuðið á hagkvæmu verði. Við eigum að standa vörð um unga fólkið rétt eins og eldri borgara og hvern þann sem vill leggja að mörkum og hefur lagt mikið að mörkum. Að lokum skal áréttað að í dag, m.v. mars 2021, er um 8,1% atvinnuleysi á evrusvæðinu en á Íslandi um 7,2%. Séu tölur varðandi atvinnuleysi ungs fólks skoðaðar er það nú um 17,2% á evrusvæðinu (24% í Svíþjóð reyndar og um 38% á Spáni) en um 13,5% á Íslandi. Á þeim tímum sem aldamótakynslóðin var á aldrinum í kringum 16 til 25 ára rauk atvinnuleysi á evrusvæðinu að meðaltali úr um 15% (2008) í yfir 24% (2013). Samkvæmt þessu hentar stefna Samfylkingarinnar ungu fólki afar illa. Sama á reyndar við um stefnu systurflokks Samfylkingarinnar, þ.e. Viðreisnar. Stefna þessara flokka getur beinlínis valdið ungu fólki varanlegum fjárhagslegum skaða. Það sýna tölurnar frá hagstofu ESB (Eurostat, 54/2021 – 30. apríl 2021). Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Vill einhver vera viljalaus og láta aðra stjórna sér? Ef svarið er ,,nei“ er mikilvægt að það sé nokkuð öruggt að svo sé ekki en það kann að vera dulið hver vill í raun vel og hver ekki. Í pistli Jóhanns Páls Jóhannssonar hér á visi.is 28. júlí 2021 fjallaði hann um að kynslóðakapallinn yrði að ganga upp og vísaði til greinaraðar bresku fréttaveitunnar ,,the Guardian“ um aldamótakynslóðina, greinarraðar frá árinu 2016. Þar fullyrðir hann, með tilvísun í framangreinda umfjöllun bresku fréttaveitunnar, að einstaklingar, fæddir 1980 til 1995, standi mun verr fjárhagslega en flestir aðrar kynslóðir einstaklinga sem fæddust fyrr. Vísaði Jóhann Páll í Angel Gurría ,,framkvæmdastjóra OECD“ í þessu samhengi. Reyndar var um að ræða fyrrverandi framkvæmdastjóra OECD en framkvæmdastjóri OECD í dag er Mathias Cormann sem tók við 1. júní 2021 og mun starfa í embætti næstu 5 árin. Einnig vitnaði Jóhann í greinargerð sem fjármálaráðuneytið á Íslandi lét taka sama að beiðni þingflokks Samfylkingarinnar árið 2016 þar sem kom fram að ,,aukning hinna eldri hefur verið miklu meiri en aukningin hjá yngri hópum undanfarna áratugi og hlutur ungs fólks í heildartekjum samfélagsins fer lækkandi.“. Því má einnig geta að sú grein, sem vísað er í hjá bresku fréttaveitunni hér að framan, er einnig frá árinu 2016. Hér er því Jóhann að nýta heimildir sem eru um eða yfir 5 ára gamlar. Á þessum gögnum og vangaveltum ríður hann af stað og áréttar réttilega að leiguverð hafi hækkað mikið og að ungt fólk eigi erfiðara með að safna fyrir íbúðarkaupum, að ungt fólk þurfi að skuldsetja sig mikið og að yfirvöld hafi ekki staðið við loforð sem gefin voru í lífskjarasamningi árið 2018. Allt þetta bras hafi svo valdið því að hinir eldri eignuðust meira en hinir yngri, að tryggja ætti námsmönnum atvinnuleysisbætur og að ,,brjálaður“ húsnæðismarkaður væri að sliga hagkerfi ungs fólks. Samhliða er telur Jóhann Páll að grænar lausnir, með tilsvarandi loftslagsmarkmiðum og fjárfestingum hins opinbera, gætu bjargað komandi kynslóðum undan oki og örbyrgð. Hinn ,,brjálaði“ leigumarkaður hafi hækkað langt umfram laun og nú þyrfti að byggja upp leiguhúsnæði, hagkvæmt leiguhúsnæði fyrir lágtekjufólk, endurskoða húsaleigulögin og auka réttindi leigjenda. Óhætt er að segja að þrátt fyrir talsverða fjölmiðlareynslu Jóhanns Páls, góðan vilja og talsverða menntun á sviði stjórnmálahagfræði og sagnfræði virðist sem hann láti fjölmarga þætti hér rekast hvora á aðra. Látum vera að þrátta um smáatriðin er tengjast gömlum fréttum, röngum tilvitnunum og frekar takmarkaðri gagnaöflun. En það sem Jóhann Páll lætur vera að benda á er t.a.m. eftirfarandi: Borgarlínuverkefni Samfylkingarinnar (allt að 5 sinnum dýrara en létt borgarlína - BRT Lite) o.fl. ásamt þéttingu byggðar hefur komið ungu fólki afar illa, sérstaklega þeirri kynslóð sem Jóhann Páll virðist hér ætla að standa vörð um. Allt þetta brölt hefur hækkað lóða- og íbúðaverð langt umfram það sem eðlilegt mætti telja. Að verkalýðshreyfingin sé svo blind á stöðu efnahagsmála að ætlast til þess að lífskjarasamningar standist eftir COVID-19 og þær hremmingar á heimsvísu er afar bagalegt. Sjá má að Jóhann Páll lætur alveg vera að skoða sögulegt samhengi og almenna hagfræði þegar kemur að samhengi hlutanna í þeim efnum. Svo virðist sem þessi hreyfing sé á annarri vegferð en þeirri að stuðla að friði á vinnumarkaði, auka kaupmátt og lágmarka atvinnuleysi. Stytting vinnuvikunnar er eitt fyrirbæri sem farið hefur verið í og aðeins leitt til meiri frítíma fyrir þá sem hafði ófáa frítíma fyrir. Þetta eykur kostnað hins opinbera og gerir bæði fyrirtækjum og stofnunum það eitt að þurfa að hækka laun sem lítið eða ekkert er hægt að koma í veg fyrir og fáir ef nokkur hefur efni á. Slíku er öllu velt út í verðlagið og fólk bætir við sig vinnu sem þarf á því að halda. Að auka rétt leigjenda á kostnað leigusala mun auka áhættu leigusala og það mun aðeins leiða til hærri leigu. Sjálfsagt er að bæta hag leigjenda en það verður að vera í samræmi við áhættuna sem um er að tefla. Aukin áhætta fer saman með kröfu um aukna ávöxtun til að dekka megi þá áhættu sem lögð er til grundvallar lagabreytingum. Jóhann Páll virðist láta sér í léttu rúmi liggja þetta augljósa samhengi. Undanfarin misseri hefur ungt fólk á Íslandi mátt vissulega búa við betri kjör. Skjaldborg ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var aldrei nokkur einasta skjaldborg heldur var um að ræða ógnarstjórn. Sú stjórn beinlínis stuðlaði að rýrnun eigna almennings, braut lög og jafnvel stjórnarskrá með því að ganga á eignarréttinn, ekki einu sinni heldur ítrekað. Sú ríkisstjórn leita m.a. bónar hjá sambandi sem er komið á vonarvöl í dag þar sem fulltrúar stærstu ríkjanna, Frakka og Þjóðverja, fá ekki að hitta Pútín að máli lengur einir og óstuddir af ESB. Þarna vildi vinstri stjórn ,,selja Ísland“ og stóran hluta af fullveldi þjóðarinnar fyrir lítið. ICESAVE var ein af þeim tilraunum og við viljum ekki annað eins. Unga fólkið á betra skilið en slíka áhættusækni og að það sé í sífellu sneitt að fullveldinu. Hagsmunir ungs fólks, sem og annara, hafa ávallt rýrnað undir ógnarstjórnum frá vinstri. Slíkar stjórnir samanstanda oftar en ekki af einstaklingum sem enga eða takmarkaða reynslu hefur af atvinnurekstri og rýra þekkingu á hve alvarleg áhrif geta orðið af óvönduðum lagasetningum. Slíkt býr til kostnað, hækkandi skatta og tilsvarandi kjaraskerðingar og áhættu fyrir ungar kynslóðir. Sagan kennir að hvaða kynslóð sem er getur orðið undir í slíku aftakaveðri stjórnmálanna . Aldamótakynslóðin á betra skilið en vinstri stjórn og má ekki verða að leiksoppi þeirra. Tryggjum að ungt fólk geti allt eignast þak yfir höfuðið á hagkvæmu verði. Við eigum að standa vörð um unga fólkið rétt eins og eldri borgara og hvern þann sem vill leggja að mörkum og hefur lagt mikið að mörkum. Að lokum skal áréttað að í dag, m.v. mars 2021, er um 8,1% atvinnuleysi á evrusvæðinu en á Íslandi um 7,2%. Séu tölur varðandi atvinnuleysi ungs fólks skoðaðar er það nú um 17,2% á evrusvæðinu (24% í Svíþjóð reyndar og um 38% á Spáni) en um 13,5% á Íslandi. Á þeim tímum sem aldamótakynslóðin var á aldrinum í kringum 16 til 25 ára rauk atvinnuleysi á evrusvæðinu að meðaltali úr um 15% (2008) í yfir 24% (2013). Samkvæmt þessu hentar stefna Samfylkingarinnar ungu fólki afar illa. Sama á reyndar við um stefnu systurflokks Samfylkingarinnar, þ.e. Viðreisnar. Stefna þessara flokka getur beinlínis valdið ungu fólki varanlegum fjárhagslegum skaða. Það sýna tölurnar frá hagstofu ESB (Eurostat, 54/2021 – 30. apríl 2021). Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar