Misstrangar reglur á samfélagsmiðlum um áróður fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2021 07:01 Nafnlausir hópar eins og „Kosningar“ og „Jæja“ hafa verið öflugar í að dreifa stjórnmálaáróðri á samfélagsmiðlum. Bæði Facebook og Google gera nú strangari kröfur um keyptar færslur og auglýsingar en þeir gerðu fyrir síðustu þingkosningar. Vísir/Ragnar Erfiðara gæti verið fyrir nafnlausa hulduhópa að dreifa áróðri á Facebook í aðdraganga Alþingiskosninganna í september en undanfarin ár vegna nýlegra starfsreglna um gegnsæi. Minni hömlur eru á slíkan áróður á Youtube. Nafnlaus áróður sem hulduhópar hafa dreift á samfélagsmiðlum hefur verið áberandi fyrir kosningar á Íslandi frá þvi fyrir Alþingiskosningarnar árið 2016. Í mörgum tilfellum hafa síður eins og „Kosningar“, „Kosningavaktin“, „Jæja“ og fleiri greitt samfélagsmiðlum til að færslur og áróðursmyndbönd þeirra birtist á tímalínu Facebook-notenda eða sem auglýsingar fyrir Youtube-myndbönd. Nær ómögulegt hefur verið að nálgast upplýsingar um hver stendur að þessum síðum og hópum. Í sumum tilfellum virðist töluverð vinna hafa verið lögð í áróðurinn sem er yfirleitt harkaleg gagnrýni á tiltekna stjórnmálaflokka. Þannig hafa „Kosningar“ til dæmis beint spjótum sínum að vinstri flokkunum en „Jæja“ herjað á Sjálfstæðisflokkinn, ýmsar valdastofnanir í samfélaginu og Vinstri græn frá vinstri. Í skýrslu sem forsætisráðherra lét gera um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis sem kom út árið 2018 sagði að engar vísbendingar væru um að erlendir aðilar hefðu staðið að kosningabaráttu á samfélagsmiðlum eða að nafnalausar auglýsingar hafi verið ólöglegar. Niðurstaðan var að vandséð væri hvað stjórnvöld gætu gert til þess að nálgast hver stæði að hulduhópunum sem dreifa áróðri á samfélagsmiðlum. Alþingiskosningarnar í september verða þær fyrstu frá því að alþjóðleg tæknifyrirtæki eins og Google, Facebook og fleiri féllust á að setja sér starfsreglur vegna upplýsingaóreiðu að kröfu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins árið 2018. Tilgangur þeirra er meðal annars að vinna gegn upplýsingafalsi, auka gegnsæi pólitískra auglýsinga og skoðanaauglýsinga á samfélagsmiðlum og auka sýnileika trúverðugra heimilda á kostnað misvísandi áróðurs. Google leyfir meira pukur en Facebook Starfsreglurnar ættu að setja einhverjar hindranir í veg þeirra sem standa að hulduhópunum sem hafa rekið kosningaáróður í skjóli nafnleyndar á Íslandi. Facebook hefur þannig opnað sérstakan upplýsingavef um auglýsingar sem birtast á miðlinum sem nefnist Ad Library. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um hver fjármagnar auglýsingakaup, hversu miklum fjármunum hefur verið eytt í auglýsingar og að hverjum þeim hefur verið beint sjö ár aftur í tímann. Þeir sem vilja borga fyrir dreifingu á pólitískum auglýsingum eða skoðunum um samfélagsmál á Facebook geta því ekki lengur gert það án þess að veita upplýsingar um sig. „Ef einhver sem er ekki stjórnmálaflokkur en er með skoðanaauglýsingu ætlar að fara af stað með einhverja herferð [á Facebook] þá kemur það fram í Ad Library en það er miklu þrengra hjá Google. Þar gildir þetta um stjórmálaflokkana og einstaka stjórnmálamenn en ekki svona breitt eins og hjá Facebook,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Þettta misræmi helgast af því að tæknifyrirtækin tóku starfsreglurnar upp sjálfviljug en þau hafa einnig túlkað leiðbeininingar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um þær með ólíkum hætti. Þannig gengur Google, sem á meðal annars Youtube, til dæmis töluvert skemur í að krefjast gegnsæis af auglýsendum sínum en Facebook. Á Google er þó nú hægt er að nálgast upplýsingar um hver kaupir auglýsingu og hvar hann er staðsettur í heiminum með því að smella á þar til gerðan hnapp við keypar leitarniðurstöður í leitarvél Google og Youtube-myndbönd. Auglýsingar hulduhópa á Youtube voru nokkuð algengar fyrir þingkosningarnar árið 2016 og 2017. Miðað við núverandi starfsreglur Google virðast hóparnir geta haldið uppteknum hætti í haust. Starfsreglurnar gilda aðeins um keyptar færslur og auglýsingar en ekki almennar færslur á Facebook eða myndbönd á Youtube. Elfa Ýr segir að slíkt efni geti engu að síður farið mjög víða. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Fjölmiðlanefnd Vilja auka gegnsæið enn frekar Starfsreglur sem alþjóðlegu tæknifyrirtækin samþykktu áttu allt frá upphafi að ná til allra ríkja evrópska efnahagssvæðisins, þar á meðal til Íslands. Það er hins vegar aðeins nýlega sem Facebook og Google, umsvifamestu miðlarnir hér á landi, leyfðu Íslandi að sigla með. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og fjölmiðlanefnd vinna nú að því að starfsreglur fleiri miðla nái einnig til starfsemi þeirra á Íslandi. Miðlar eins og Twitter, TikTok og Microsoft láta þær enn ekki taka til landsins. „Mikilvægt er að starfsemi fyrrgreindra fyrirtækja á Íslandi falli einnig reglurnar enda geti almenningur með því móti fundið upplýsingar um hverjir standi að baki efni sem birtist á samfélagsmiðlum, t.d. pólitískum auglýsingum og skoðanaauglýsingum, fengið upplýsingar um dreifingu falsfrétta og upplýsingar um ráðstafanir fyrirtækjanna til að sporna gegn ólöglegu efni,“ sagði í tilkynningu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér í síðustu viku. Framkvæmdastjórn ESB gaf út leiðbeiningar um hvernig hún vill að tæknifyrirtækin styrki starfsreglur sínar um upplýsingafals enn frekar í maí. Þar er meðal annars kallað eftir því að fleiri samfélagsmiðlafyrirtæki setji sér slíkar reglur og að þau geti deilt upplýsingum sín á milli um í heiðarlega auglýsendur. Þá er einnig lagt til að miðlarnir bæti enn gegnsæi um staðsetningu auglýsinga og bannið notendur sem deila kerfisbundið upplýsingum sem sýnt hefur verið fram á að séu rangar. Notendur ættu einnig að fá frekari tól í hendur til að átta sig á efninu sem er deilt á samfélagsmiðlunum og til að tilkynna um upplýsingafals. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00 Nafnlaus áróður skýtur aftur upp kollinum í tengslum við kjaradeilu Hulduhópur kaupir auglýsingu á Facebook þar sem gefið er í skyn í að verkalýðsleiðtogar séu strengjabrúður stofnanda Sósíalistaflokksins. 27. febrúar 2019 11:15 Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30 Ætla að vinna gegn óhróðri og undirróðursstarfsemi Framkvæmdastjórar allra flokka í nefnd um fjármál stjórnmálaflokka segja mikilvægt að kosningabarátta sé málefnaleg og reglum samkvæm. 17. apríl 2018 15:43 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
Nafnlaus áróður sem hulduhópar hafa dreift á samfélagsmiðlum hefur verið áberandi fyrir kosningar á Íslandi frá þvi fyrir Alþingiskosningarnar árið 2016. Í mörgum tilfellum hafa síður eins og „Kosningar“, „Kosningavaktin“, „Jæja“ og fleiri greitt samfélagsmiðlum til að færslur og áróðursmyndbönd þeirra birtist á tímalínu Facebook-notenda eða sem auglýsingar fyrir Youtube-myndbönd. Nær ómögulegt hefur verið að nálgast upplýsingar um hver stendur að þessum síðum og hópum. Í sumum tilfellum virðist töluverð vinna hafa verið lögð í áróðurinn sem er yfirleitt harkaleg gagnrýni á tiltekna stjórnmálaflokka. Þannig hafa „Kosningar“ til dæmis beint spjótum sínum að vinstri flokkunum en „Jæja“ herjað á Sjálfstæðisflokkinn, ýmsar valdastofnanir í samfélaginu og Vinstri græn frá vinstri. Í skýrslu sem forsætisráðherra lét gera um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis sem kom út árið 2018 sagði að engar vísbendingar væru um að erlendir aðilar hefðu staðið að kosningabaráttu á samfélagsmiðlum eða að nafnalausar auglýsingar hafi verið ólöglegar. Niðurstaðan var að vandséð væri hvað stjórnvöld gætu gert til þess að nálgast hver stæði að hulduhópunum sem dreifa áróðri á samfélagsmiðlum. Alþingiskosningarnar í september verða þær fyrstu frá því að alþjóðleg tæknifyrirtæki eins og Google, Facebook og fleiri féllust á að setja sér starfsreglur vegna upplýsingaóreiðu að kröfu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins árið 2018. Tilgangur þeirra er meðal annars að vinna gegn upplýsingafalsi, auka gegnsæi pólitískra auglýsinga og skoðanaauglýsinga á samfélagsmiðlum og auka sýnileika trúverðugra heimilda á kostnað misvísandi áróðurs. Google leyfir meira pukur en Facebook Starfsreglurnar ættu að setja einhverjar hindranir í veg þeirra sem standa að hulduhópunum sem hafa rekið kosningaáróður í skjóli nafnleyndar á Íslandi. Facebook hefur þannig opnað sérstakan upplýsingavef um auglýsingar sem birtast á miðlinum sem nefnist Ad Library. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um hver fjármagnar auglýsingakaup, hversu miklum fjármunum hefur verið eytt í auglýsingar og að hverjum þeim hefur verið beint sjö ár aftur í tímann. Þeir sem vilja borga fyrir dreifingu á pólitískum auglýsingum eða skoðunum um samfélagsmál á Facebook geta því ekki lengur gert það án þess að veita upplýsingar um sig. „Ef einhver sem er ekki stjórnmálaflokkur en er með skoðanaauglýsingu ætlar að fara af stað með einhverja herferð [á Facebook] þá kemur það fram í Ad Library en það er miklu þrengra hjá Google. Þar gildir þetta um stjórmálaflokkana og einstaka stjórnmálamenn en ekki svona breitt eins og hjá Facebook,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Þettta misræmi helgast af því að tæknifyrirtækin tóku starfsreglurnar upp sjálfviljug en þau hafa einnig túlkað leiðbeininingar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um þær með ólíkum hætti. Þannig gengur Google, sem á meðal annars Youtube, til dæmis töluvert skemur í að krefjast gegnsæis af auglýsendum sínum en Facebook. Á Google er þó nú hægt er að nálgast upplýsingar um hver kaupir auglýsingu og hvar hann er staðsettur í heiminum með því að smella á þar til gerðan hnapp við keypar leitarniðurstöður í leitarvél Google og Youtube-myndbönd. Auglýsingar hulduhópa á Youtube voru nokkuð algengar fyrir þingkosningarnar árið 2016 og 2017. Miðað við núverandi starfsreglur Google virðast hóparnir geta haldið uppteknum hætti í haust. Starfsreglurnar gilda aðeins um keyptar færslur og auglýsingar en ekki almennar færslur á Facebook eða myndbönd á Youtube. Elfa Ýr segir að slíkt efni geti engu að síður farið mjög víða. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Fjölmiðlanefnd Vilja auka gegnsæið enn frekar Starfsreglur sem alþjóðlegu tæknifyrirtækin samþykktu áttu allt frá upphafi að ná til allra ríkja evrópska efnahagssvæðisins, þar á meðal til Íslands. Það er hins vegar aðeins nýlega sem Facebook og Google, umsvifamestu miðlarnir hér á landi, leyfðu Íslandi að sigla með. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og fjölmiðlanefnd vinna nú að því að starfsreglur fleiri miðla nái einnig til starfsemi þeirra á Íslandi. Miðlar eins og Twitter, TikTok og Microsoft láta þær enn ekki taka til landsins. „Mikilvægt er að starfsemi fyrrgreindra fyrirtækja á Íslandi falli einnig reglurnar enda geti almenningur með því móti fundið upplýsingar um hverjir standi að baki efni sem birtist á samfélagsmiðlum, t.d. pólitískum auglýsingum og skoðanaauglýsingum, fengið upplýsingar um dreifingu falsfrétta og upplýsingar um ráðstafanir fyrirtækjanna til að sporna gegn ólöglegu efni,“ sagði í tilkynningu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér í síðustu viku. Framkvæmdastjórn ESB gaf út leiðbeiningar um hvernig hún vill að tæknifyrirtækin styrki starfsreglur sínar um upplýsingafals enn frekar í maí. Þar er meðal annars kallað eftir því að fleiri samfélagsmiðlafyrirtæki setji sér slíkar reglur og að þau geti deilt upplýsingum sín á milli um í heiðarlega auglýsendur. Þá er einnig lagt til að miðlarnir bæti enn gegnsæi um staðsetningu auglýsinga og bannið notendur sem deila kerfisbundið upplýsingum sem sýnt hefur verið fram á að séu rangar. Notendur ættu einnig að fá frekari tól í hendur til að átta sig á efninu sem er deilt á samfélagsmiðlunum og til að tilkynna um upplýsingafals.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00 Nafnlaus áróður skýtur aftur upp kollinum í tengslum við kjaradeilu Hulduhópur kaupir auglýsingu á Facebook þar sem gefið er í skyn í að verkalýðsleiðtogar séu strengjabrúður stofnanda Sósíalistaflokksins. 27. febrúar 2019 11:15 Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30 Ætla að vinna gegn óhróðri og undirróðursstarfsemi Framkvæmdastjórar allra flokka í nefnd um fjármál stjórnmálaflokka segja mikilvægt að kosningabarátta sé málefnaleg og reglum samkvæm. 17. apríl 2018 15:43 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00
Nafnlaus áróður skýtur aftur upp kollinum í tengslum við kjaradeilu Hulduhópur kaupir auglýsingu á Facebook þar sem gefið er í skyn í að verkalýðsleiðtogar séu strengjabrúður stofnanda Sósíalistaflokksins. 27. febrúar 2019 11:15
Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30
Ætla að vinna gegn óhróðri og undirróðursstarfsemi Framkvæmdastjórar allra flokka í nefnd um fjármál stjórnmálaflokka segja mikilvægt að kosningabarátta sé málefnaleg og reglum samkvæm. 17. apríl 2018 15:43