Nú eru því aðeins útibú bankans við Smáratorg og Bíldshöfða eftir á höfuðborgarsvæðinu, auk Fyrirtækjatorgs bankans við Borgartún 19.
Bæði útibú bankans í Kringlunni og við Borgartún 18 lokuðu tímabundið þegar kórónuveirufaraldurinn skall á en hvorugt útibúanna hefur opnað síðan þá.
Óvíst er hvað mun opna í fyrrverandi húsnæði bankans í Kringlunni en hraðbankarnir sem þar voru hafa verið færðir til og eru nú staðsettir fyrir utan World Class í Kringlunni.