„Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2021 12:16 Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands. VÍSIR Straumur var tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík í morgun og býst skrifstofustjóri borgarinnar við því að slökkt verði á stöðvunum út vikuna. Formaður Rafbílasambands Íslands segir þetta hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur og harmar að úrskurðurinn hafi valdið því að slökkva þurfti á stöðvunum. Forsaga málsins er sú að Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. „Það er búið að slökkva á stöðvunum. Við höfum sent Kærunefnd útboðsmála beiðni um frestun réttaráhrifa þannig að við getum haldið stöðvunum gangandi fyrir rafbílaeigendur þar til búið er að vinna úr málinu, hvernig sem það verður gert. Kærunefndin sendir þessa beiðni til kæranda, Ísorku og ON og óskar eftir umsögn þeirra, þau hafa frest til 30. júní til að skila umsögnum og eftir það fer kærunefndin yfir þessa beiðni,“ sagði Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Hann býst við því að stöðvarnar verði lokaðar út vikuna. „Vonandi ekki lengur en hugsanlega fram í byrjun næstu.“ Leiðinlegt að staðan bitni á rafbílaeigendum Formaður Rafbílasambands Íslands segir stöðuna hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur. „Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu, afhverju að þurfa að slökkva á stöðvunum af því að þessi úrskurður er ekki endanlegur? Hann er alltaf kæranlegur þannig það væri eðlilegast að þetta ætti ekki að bitna á rafbílaeigendum á meðan það væri verið að ljúka þessu máli,“ sagði Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands. Hann skilur þó stöðu borgarinnar enda á hún von á himinháum dagsektum hlíti borgin ekki úrskurðinum. Hann vonast til að aðilar leysi málin sem fyrst. „Það er mjög leiðinlegt að við skyldum vera komin þangað að þetta hafi svona neikvæð áhrif á svona mikinn fjölda fólks þannig eins og ég segi vonandi leysist þetta sem allra fyrst.“ Vistvænir bílar Bílar Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01 Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. „Það er búið að slökkva á stöðvunum. Við höfum sent Kærunefnd útboðsmála beiðni um frestun réttaráhrifa þannig að við getum haldið stöðvunum gangandi fyrir rafbílaeigendur þar til búið er að vinna úr málinu, hvernig sem það verður gert. Kærunefndin sendir þessa beiðni til kæranda, Ísorku og ON og óskar eftir umsögn þeirra, þau hafa frest til 30. júní til að skila umsögnum og eftir það fer kærunefndin yfir þessa beiðni,“ sagði Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Hann býst við því að stöðvarnar verði lokaðar út vikuna. „Vonandi ekki lengur en hugsanlega fram í byrjun næstu.“ Leiðinlegt að staðan bitni á rafbílaeigendum Formaður Rafbílasambands Íslands segir stöðuna hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur. „Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu, afhverju að þurfa að slökkva á stöðvunum af því að þessi úrskurður er ekki endanlegur? Hann er alltaf kæranlegur þannig það væri eðlilegast að þetta ætti ekki að bitna á rafbílaeigendum á meðan það væri verið að ljúka þessu máli,“ sagði Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands. Hann skilur þó stöðu borgarinnar enda á hún von á himinháum dagsektum hlíti borgin ekki úrskurðinum. Hann vonast til að aðilar leysi málin sem fyrst. „Það er mjög leiðinlegt að við skyldum vera komin þangað að þetta hafi svona neikvæð áhrif á svona mikinn fjölda fólks þannig eins og ég segi vonandi leysist þetta sem allra fyrst.“
Vistvænir bílar Bílar Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01 Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32
Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01
Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23