„Miðflokkurinn mætti gufa upp mér að meinalausu“ Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2021 11:24 Inga Sælan á þinginu. Þó hún taki ekki mikið mark á nýrri könnun hvað Flokk fólksins varðar kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé að ströggla, reyndar mætti sá flokkur gufa upp Ingu að meinalausu. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokksins gefur lítið fyrir nýja könnun um fylgi flokkanna. Nema henni kemur ekki á óvart að Miðflokkurinn skuli ekki sjá til sólar. Miðflokkurinn er á mörkum þess að detta af þingi samkvæmt könnun á fylgi stjórnmálaflokka sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Miðflokkurinn mældist með fimm prósenta fylgi og er þannig á mörkum þess að detta út af þingi en til að fá jöfnunarmönnum úthluta er þröskuldurinn fimm prósent á landsvísu. Í síðustu kosningum hlaut Miðflokkurinn 10,9 prósent. Ekki náðist í formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun. Aldrei fundið annan eins meðbyr Hins vegar var engan bilbug að finna á Ingu þó Flokkur fólksins mælist ekki inni á þingi ef kosningar fara svo sem könnunin segir til um. Hann mælist aðeins með 4,2 prósent sem þýðir að hann mun þurrkast út af þingi. „Við erum bjartsýn og brosandi og höfum fulla trú á því að fólk dæmi okkur af verkum okkar,“ segir Inga. Hún hefur ekki séð könnunina en þetta er algerlega á skjön við hennar upplifun; hún finnur mikinn meðbyr með flokknum og merkir það á flokksstarfinu. „Aldrei fundið eins mikinn meðbyr.“ Inga segir að nú sé talsvert meiri tími til undirbúnings en var 2017 og þau séu að reima á sig skóna, og setja þar á fallega slaufu. „Bjartsýni og bros. Flokkur fólksins er búinn að skjóta rótum. Það er bara þannig.“ Lágt risið á Miðflokknum að mati Ingu Flokkur fólksins hlaut í þingkosningum 2017 6,9 prósentum og fékk fjóra menn á þing. Í miðju Klausturmálinu voru hins vegar tveir þeirra reknir, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, og gengu þeir til liðs við Miðflokkinn. Þó Inga Sæland telji könnunina hvað Flokk fólksins varðar varla gefa rétta mynd af stöðunni kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé í basli. „Við sjáum þetta með Gunnar Braga Sveinsson, hann er hættur,“ segir Inga sem situr við hlið hans á þinginu og segir að það sé miklu léttara yfir honum eftir að sú ákvörðun lá fyrir. Hún telur það skarð fyrir skildi fyrir Sigmund Davíð, hann þurfi nú að finna sér annan vængmann. „Ég held að þeir eigi eftir að finna fyrir Klausturmálinu alveg uppá nýtt. Við sjáum hvernig dómsstóll götunnar er að taka á fólki, þýðir ekkert að malda í móinn ef því er að skipta. Kemur mér ekkert á óvart og ég yrði rosalega glöð ef hann gufar bara upp, Miðflokkurinn. Það væri mér alveg að meinalausu.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Miðflokkurinn er á mörkum þess að detta af þingi samkvæmt könnun á fylgi stjórnmálaflokka sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Miðflokkurinn mældist með fimm prósenta fylgi og er þannig á mörkum þess að detta út af þingi en til að fá jöfnunarmönnum úthluta er þröskuldurinn fimm prósent á landsvísu. Í síðustu kosningum hlaut Miðflokkurinn 10,9 prósent. Ekki náðist í formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun. Aldrei fundið annan eins meðbyr Hins vegar var engan bilbug að finna á Ingu þó Flokkur fólksins mælist ekki inni á þingi ef kosningar fara svo sem könnunin segir til um. Hann mælist aðeins með 4,2 prósent sem þýðir að hann mun þurrkast út af þingi. „Við erum bjartsýn og brosandi og höfum fulla trú á því að fólk dæmi okkur af verkum okkar,“ segir Inga. Hún hefur ekki séð könnunina en þetta er algerlega á skjön við hennar upplifun; hún finnur mikinn meðbyr með flokknum og merkir það á flokksstarfinu. „Aldrei fundið eins mikinn meðbyr.“ Inga segir að nú sé talsvert meiri tími til undirbúnings en var 2017 og þau séu að reima á sig skóna, og setja þar á fallega slaufu. „Bjartsýni og bros. Flokkur fólksins er búinn að skjóta rótum. Það er bara þannig.“ Lágt risið á Miðflokknum að mati Ingu Flokkur fólksins hlaut í þingkosningum 2017 6,9 prósentum og fékk fjóra menn á þing. Í miðju Klausturmálinu voru hins vegar tveir þeirra reknir, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, og gengu þeir til liðs við Miðflokkinn. Þó Inga Sæland telji könnunina hvað Flokk fólksins varðar varla gefa rétta mynd af stöðunni kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé í basli. „Við sjáum þetta með Gunnar Braga Sveinsson, hann er hættur,“ segir Inga sem situr við hlið hans á þinginu og segir að það sé miklu léttara yfir honum eftir að sú ákvörðun lá fyrir. Hún telur það skarð fyrir skildi fyrir Sigmund Davíð, hann þurfi nú að finna sér annan vængmann. „Ég held að þeir eigi eftir að finna fyrir Klausturmálinu alveg uppá nýtt. Við sjáum hvernig dómsstóll götunnar er að taka á fólki, þýðir ekkert að malda í móinn ef því er að skipta. Kemur mér ekkert á óvart og ég yrði rosalega glöð ef hann gufar bara upp, Miðflokkurinn. Það væri mér alveg að meinalausu.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01