Taugalífræðingur frá Harvard hljóp sig inn í Ólympíulið Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 12:30 Gabby Thomas fagnar sigri í 200 metra hlaupinu mikilvæga um helgina. AP/Ashley Landis Hún er búin að klára Harvard skólann, er í masternámi og næst á dagskrá er að vinna Ólympíugull í Tókýó eftir 36 daga. Gabrielle Thomas eða Gabby Thomas eins og flestir þekkja hana náði sögulegu hlaupi í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna um helgina. Það hefur bara ein kona hlaupið 200 metra hlaup hraðar en Gabby Thomas gerði og það er heimsmethafinn Florence Griffith Joyner. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Gabby Thomas hljóp tvö hundruð metrana á á 21,61 sekúndu sem er þriðji besti tími sögunnar. Florence Griffith Joyner, FloJo, á tvo bestu tíma sögunnar sem báðir komu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, FloJo kom þá í mark á 21,56 sekúndum í undanúrslitum og á 21,34 sekúndum í úrslitaleiknum. Hin 24 ára gamla Gabby Thomas er svo sannarlega að blómstra þessa dagana innan og utan íþróttanna. Hún er í masternámi í faraldsfræði í University of Texas eftir að hafa útskrifast sem taugalífræðingur úr Harvard vorið 2019. View this post on Instagram A post shared by Gabrielle Thomas (@gabbythomas) Thomas hefur samt gengið í gegnum ýmislegt á síðustu mánuðum því læknar fundu æxli hjá henni fyrr á árinu. Sem betur fer reyndist það ekki vera illkynja. „Ég hafði áhyggjur af því að ég væri ekki á réttum stað andlega vitandi það að ég gæti verið með krabbamein. Sem betur fer þá fundu þeir það út að það væri góðkynja rétt áður en ég lagði í hann. Ég kom því hingað með hreinan huga og góða einbeitingu,“ sagði Gabrielle Thomas. „Ég man eftir því að ég sagði við guð: Ef ég er heilbrigð þá ætla ég að vinna úrtökumótið. Ef þetta er ekki krabbamein þá ætla ég að vinna. Það var einmitt það sem ég gerði,“ sagði Thomas. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Gabrielle Thomas eða Gabby Thomas eins og flestir þekkja hana náði sögulegu hlaupi í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna um helgina. Það hefur bara ein kona hlaupið 200 metra hlaup hraðar en Gabby Thomas gerði og það er heimsmethafinn Florence Griffith Joyner. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Gabby Thomas hljóp tvö hundruð metrana á á 21,61 sekúndu sem er þriðji besti tími sögunnar. Florence Griffith Joyner, FloJo, á tvo bestu tíma sögunnar sem báðir komu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, FloJo kom þá í mark á 21,56 sekúndum í undanúrslitum og á 21,34 sekúndum í úrslitaleiknum. Hin 24 ára gamla Gabby Thomas er svo sannarlega að blómstra þessa dagana innan og utan íþróttanna. Hún er í masternámi í faraldsfræði í University of Texas eftir að hafa útskrifast sem taugalífræðingur úr Harvard vorið 2019. View this post on Instagram A post shared by Gabrielle Thomas (@gabbythomas) Thomas hefur samt gengið í gegnum ýmislegt á síðustu mánuðum því læknar fundu æxli hjá henni fyrr á árinu. Sem betur fer reyndist það ekki vera illkynja. „Ég hafði áhyggjur af því að ég væri ekki á réttum stað andlega vitandi það að ég gæti verið með krabbamein. Sem betur fer þá fundu þeir það út að það væri góðkynja rétt áður en ég lagði í hann. Ég kom því hingað með hreinan huga og góða einbeitingu,“ sagði Gabrielle Thomas. „Ég man eftir því að ég sagði við guð: Ef ég er heilbrigð þá ætla ég að vinna úrtökumótið. Ef þetta er ekki krabbamein þá ætla ég að vinna. Það var einmitt það sem ég gerði,“ sagði Thomas.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira