Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júní 2021 12:45 Umfangsmikil leit stendur yfir í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. „Staðan er þannig að nú fer að líða í að það fer að verða sólarhringur í að maðurinn varð viðskila. Þannig að við erum búin að kalla út björgunarsveitir á öllu Suðurlandi, alveg austur fyrir Höfn, á öllu höfuðborgarsvæðinu og Norður- og Vesturlandi,“ segir Jónas Guðmundsson í vettvangsstjórn Landsbjargar. Aðstæður í gær voru erfiðar og skyggni slæmt, en töluvert betri í dag. Aðspurður segir hann svæðið ekki erfitt yfirferðar. „Það er kannski ekki erfitt, þetta eru frekar lág fjöll, nokkur hundruð metrar, en hins vegar er alltaf erfitt að finna týndan aðila. Viðkomandi gæti legið einhvers staðar, verið búinn að hjúfra sig saman og svo framvegis. Þannig að leit er alltaf erfið sem slík,“ útskýrir Jónas. Skoða hvort maðurinn hafi farið út á hraunið Fjölgað verður í leitarhópnum síðar í dag og búist er við að 200 manns muni taka þátt í leitinni. Að auki er notast við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir svæðið. „Í upphafi lögðum við áherslu á svæðið umhverfis gosstöðvarnar en eftir því sem tíminn líður þá stækkar auðvitað leitarsvæðið, því maður veit ekki hvernig týnt fólk hagar sér. Sumir setjast niður og bíða, sem er betri kostur, en aðrir labba og freista þess að komast til byggða.“ Jónas segir að maðurinn hafi verið ágætlega búinn. „Hann er ekkert illa búinn en ekkert vel búinn heldur.“ Ekki er útilokað að maðurinn hafi farið út á hraunið. „Auðvitað er það ein af þeim sviðsmyndum sem við erum að skoða en göngum ekki út frá því.” Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59 Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Staðan er þannig að nú fer að líða í að það fer að verða sólarhringur í að maðurinn varð viðskila. Þannig að við erum búin að kalla út björgunarsveitir á öllu Suðurlandi, alveg austur fyrir Höfn, á öllu höfuðborgarsvæðinu og Norður- og Vesturlandi,“ segir Jónas Guðmundsson í vettvangsstjórn Landsbjargar. Aðstæður í gær voru erfiðar og skyggni slæmt, en töluvert betri í dag. Aðspurður segir hann svæðið ekki erfitt yfirferðar. „Það er kannski ekki erfitt, þetta eru frekar lág fjöll, nokkur hundruð metrar, en hins vegar er alltaf erfitt að finna týndan aðila. Viðkomandi gæti legið einhvers staðar, verið búinn að hjúfra sig saman og svo framvegis. Þannig að leit er alltaf erfið sem slík,“ útskýrir Jónas. Skoða hvort maðurinn hafi farið út á hraunið Fjölgað verður í leitarhópnum síðar í dag og búist er við að 200 manns muni taka þátt í leitinni. Að auki er notast við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir svæðið. „Í upphafi lögðum við áherslu á svæðið umhverfis gosstöðvarnar en eftir því sem tíminn líður þá stækkar auðvitað leitarsvæðið, því maður veit ekki hvernig týnt fólk hagar sér. Sumir setjast niður og bíða, sem er betri kostur, en aðrir labba og freista þess að komast til byggða.“ Jónas segir að maðurinn hafi verið ágætlega búinn. „Hann er ekkert illa búinn en ekkert vel búinn heldur.“ Ekki er útilokað að maðurinn hafi farið út á hraunið. „Auðvitað er það ein af þeim sviðsmyndum sem við erum að skoða en göngum ekki út frá því.”
Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59 Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24
Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59
Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52