Fingur Hafliða - Um skaðabætur til forna Eva Hauksdóttir skrifar 26. júní 2021 10:01 Miskabætur eru skaðabætur fyrir tjón sem ekki er fjárhagslegs eðlis, t.d. lýti eftir áverka, tilfinningaleg áföll og mannorðshnekki. Fyrir skömmu skrifaði ég pistil um það hvernig neikvætt viðhorf til miskabóta virðast hafa rutt sér til rúms. Miskabætur eru engin nútímaleið til að friða grenjuskjóður sem af stjórnarskrárlegri nauðsyn verður að veita aðgang að dómstólum þótt dómurum kunni að þykja tilefnið ómerkilegt, heldur forn og mikilvæg aðferð til að ljúka deilumálum. Heildstæð löggjöf um skaðabætur utan samninga var ekki sett fyrr en með skaðabótalögum nr. 50/1993. Skaðabætur hafa samt sem áður verið greiddar frá fornu fari og þrátt fyrir augljós vandkvæði við mat á ófjárhagslegu tjóni hafa miskabætur, í svipuðum skilningi þeim sem liggur 26. gr. skbl. til grundvallar, tíðkast á Íslandi allt frá landnámi. Árið 1120 varð sá atburður á Alþingi að Þorgils Oddason á Staðarhóli í Saurbæ hjó þrjá fingur af Hafliða Mássyni, þeim er Hafliðaskrá er kennd við. Forsagan er dæmigerð Íslendingasaga; frændum þeirra Hafliða og Þorgils kom ekki saman og útistöður leiddu til vígaferla. Nú átti að gera út um málin á Alþingi en hvorugur gekk til þings í sáttahug. Þorgils hafði áður viðrað áform sín um að höggva Hafliða og Hafliði reið til þings með miklu fjölmenni, staðráðinn í því að hleypa upp dómnum. Báðir mættu vopnaðir til dómsins. Menn reyndu að halda fjarlægð á milli þeirra en Þorgils slæmdi öxi sinni yfir öxl eins þeirra sem stóð í vegi hans. Lagið kom á skaft axar Hafliða og hjó af honum löngutöng alla og framan af baugfingi og litlafingri. Hægt var að græða tvo fingur á hann, þannig að þeir lágu upp í lófann. Þriðja fingrinum varð ekki bjargað og ekki annað til ráða en að græða fyrir stúfinn. [1] Eftir ýmsa atburði sem ekki verða raktir hér, tókst að sætta Hafliða og Þorgils og var hluti þess skilmála að Hafliði fengi sjálfdæmi um áverka sína. Hann gerði gríðarlegar kröfur um greiðslu í reiðufé, löndum og lausafé. Ómögulegt er að segja til um hversu há krafan yrði að núvirði en hún hefur í öllu falli verið töluvert hærri en sú krafa sem gerð var í máli sem dæmt var í Hæstarétti þann 24. janúar 2008 (Hrd. 453/2007). Ákærði var m.a. sakfelldur fyrir hlutdeild í því að klippa litla fingur af manni við miðkjúku með greinaklippum. Miskabótakrafa brotaþola hljóðaði upp á eina milljón króna og var fallist á hana.[2] Viðbrögð manna við bótakröfu Hafliða Mássonar benda til þess að hún hafi þótt úr öllu hófi því Böðvar Ásbjarnarson sakaði Hafliða um sviksemi og Skafta Þórarinssyni varð að orði það sem haft er að orðtæki síðan; „Dýrr myndi Hafliði allr, ef svá skyldi hverr limr.“ Hafliði bar það hinsvegar af sér að fégirni hefði ráðið kröfunni.[3] Hvað gekk Hafliða til með þessari himinháu kröfu ef ekki einskær fégirni? Hvaða rök bjuggu að baki bótakröfum á þjóðveldisöld? Skaðabótasjónarmið Eflaust hefur fégjald vegna líkamstjóns á miðöldum að nokkru leyti verið hugsað líkt og skaðabætur vegna örorku nú á dögum, sem og missi framfæranda þegar mannfall varð, þ.e.a.s. bætur vegna fjártjóns. Því til stuðnings má benda á að í Grágás voru ákvæði um svokölluð niðgjöld; staðlaðar bætur sem frændur vígamanns skyldu greiða niðjum þess er veginn var í fimm ættliði í hlutfalli við skyldleika, auk sérstakra bóta til nánustu ættingja í karllegg. Að vísu virðist reglum um niðgjöld ekki hafa verið framfylgt enda erfitt í framkvæmd, heldur fóru menn fremur þá leið að semja um manngjöld, þ.e. bætur sem nánustu ættingjar deildu sjálfir sín á milli. Hvort sem reglum var fylgt eður ei segir það sitt, um þau sjónarmið sem lágu að baki, að þeir sem áttu rétt á niðgjöldum voru hinir sömu ættingjar og notið höfðu framfærslu- og verndarskyldu hins vegna.[4] Kannski höfðu þjáningar og læknisfræðilegur miski áhrif á ákvörðun fégjalds vegna líkamstjóns en slíkar hugmyndir eru lítt til umræðu í hinum fornu ritum og verður ekki úr því skorið hér. Hinsvegar er greinilegt að við ákvörðun um fégjald vegna líkamstjóns og mannfalls höfðu tvö sjónarmið mikið vægi; annarsvegar refsisjónarmið og hinsvegar hugmyndin um sæmd. Refsikennd viðurlög Í Íslendingasögum er gerður greinarmunur á fésektum og fébótum þótt oft sé skorið úr um hvorttveggja í senn. Menn virðast einnig hafa getað keypt sig undan refsingu. Við sættir var þannig oft áskilið að með greiðslu manngjalda skyldi refsing falla niður og fékk sá seki í framhaldinu sýknuleyfi. Svipað fyrirkomulag mun hafa tíðkast á Sturlungaöld.[5] Einar Arnórsson hefur bent á frásögn í Bjarnar sögu Hítdælakappa í þessu sambandi. Þar kemur fram að Þórður Kolbeinsson, banamaður Bjarnar, skyldi greiða þrjú hundruð silfurs til sýknu sér auk þess fjár sem Ásgrímur, bróðir Bjarnar, hafði þegar krafist sjálfum sér til handa.[6] Sektarféð rann ekki í sameiginlegan sjóð eins og sektargreiðslur nú á dögum, heldur var það greitt bótakrefjanda.[7] Manngjöld réðust að nokkru af því hvort hinn vegni hafði verið saklaus.[8] Hafa því sjónarmið um eigin sök spilað inn í ákvörðun miskabóta handa ættingjum, rétt eins og á við um miskabætur á grundvelli 2. mgr. 26. gr. skbl. nú á tímum. Ekki er annað að sjá en að við sættir milli Hafliða og Þorgils falli niður þær afleiðingar sem sektardómurinn átti að hafa, í þessu tilviki var það skóggangur. Hluti þess mikla fjár sem Hafliði kaus sér vegna fingurhöggsins hefur því vafalítið verið hugsaður sem sektarfé. Samt sem áður bendir hin fleyga athugasemd Skafta Þórarinssonar til þess að krafa Hafliða hafi verið of há til þess að hún verði skýrð eingöngu sem refsigjald og bætur fyrir líkamstjón.[9] Sæmdarbætur Hafliði Másson var voldugasti höfðingi sinnar samtíðar.[10] Hann var lögfróður maður og þegar deilur hans og Þorgils Oddasonar hófust vann hann að því í félagi við Bergþór Hrafnsson lögsögumann að skrásetja lög þjóðveldisins, sem þá voru líklega að mestu leyti aðeins til í munnlegri geymd.[11] Ef til vill hefur áhugi Hafliða á lögum ráðið einhverju um þá afstöðu sem endurspeglast í svari hans við hneykslun stuðningsmanna Þorgils á hinni háu bótakröfu hans: Eigi myndi sjá tunga þá eftir mæla, ef þess þyrfti við, ok ferr þetta meir eftir því, sem vilja myndi Böðvarr Ásbjarnarson eða aðrir óvinir várir, er ek skal fé taka á mér, en ek hefða mér þenna hlut ætlat. Ok meir hefi ek þessa sætt gert eftir bæn vina minna en eftir fégirni einni saman.[12] Með öðrum orðum; sættin var fremur til þess fallin að þóknast óvinum Hafliða en honum sjálfum. Hann gekk til sátta fyrir orð vina sinna en sjálfur hefði hann fremur kosið að framfylgja sektardómi. Hermann Pálsson hefur bent á að sagan eigi sér hliðstæðu: Í deilunni virðist Hafliði hafa betri málstað, að því er bókstaf laganna varðar, og minnir slíkt á afstöðu Húnröðar, afa hans, sem röskri öld fyrr neitaði að þiggja bætur fyrir víg bróður síns, heldur krafðist hann þess, að vegendur yrðu dæmdir samkvæmt lögum og látnir gerast útlagar úr landi. Þannig varð réttlæti laganna talið mikilvægara en miskabætur, og var Húnröður þó fátækur maður. Lögin eru ekki einungis til refsingar sekum mönnum, heldur leggja þau öllum þegnum miklar skyldur á herðar.[13] Skyldunar sem lögin leggja mönnum á herðar eru ekki síst þær skyldur sem snúa að heiðri fjölskyldunnar. Sæmdin var lykilhugtak í samskiptum manna á þjóðveldisöld. Hefndin og sæmdin héldust í hendur, sá sem ekki stóð á rétti sínum var ekki álitinn friðsamur eða sáttfús, heldur lítilmenni. Þótt ekki hafi verið mælt fyrir um eiginlega hefndarskyldu í Grágás, leikur enginn vafi á því að Íslendingar á fyrri hluta miðalda töldu sér skylt að hefna frænda sinna og fóstbræðra. Og það viðhorf var ekki langsótt því samkvæmt Gulaþingslögum, sem að sögn Ara fróða Þorgilssonar voru fyrirmynd laga þjóðveldisins,[14] mátti ekki taka við fébótum oftar en þrisvar sinnum. Væri misgert við mann fjórða sinni, bar honum að hefna eða heita ódrengur ella.[15] Eina leiðin til að komast hjá því að rækja hefndarskylduna án þess að glata sæmd sinni, var sú að krefjast fébóta. Þótt fjárhæðin sem Hafliði krafðist beri e.t.v. að einhverju leyti vitni um virðingu hans fyrir lögunum, er sæmdarhugmyndin nærtækasta skýringin á því hversu þungt honum féll að ganga til sátta. Nánar um sæmd og miska Augljóst er að sæmdarhugmyndin vegur þungt í ákvörðun bóta vegna mannvíga og líkamstjóns í miðaldasamfélaginu. Mannvirðing og fjárráð fara saman, manngjöld fyrir frjálsan mann eru hærri en fyrir þræl, og höfðingja skal bæta hærra verði en venjulegan bónda. Orðspor þess er veginn var gat einnig haft áhrif á upphæð manngjalda eftir hann, burtséð frá stéttarstöðu hans.[16] Óbótamál mátti höfða vegna svívirðilegra glæpa. Slíkur dómur hafði í för með sér eignaupptöku og missi allra réttinda og þá sem höfðu unnið sér til óhelgi þurfti ekki að bæta þótt vegnir væru.[17] Miski, í skilningi miðaldasamfélagsins, felst ekki aðeins í því að missa kæran frænda eða fingur sína, einn eða fleiri, heldur ekki síður í auðmýkingunni sem felst í því að eiga harma sinna óhefnt. Hægt er að létta smáninni með því að láta misindismanninn borga. Sá sem verður fyrir meingjörð er því sæmdari sem bæturnar eru hærri og það eru hinum seka makleg málagjöld að missa sem mest fjár síns. Hefðu atburðir Þorgils sögu ok Hafliða gerst á okkar tímum hefði fingurmissir Hafliða sennilega verið metinn til 25% læknisfræðilegrar örorku samkvæmt miskatöflu Örorkunefndar.[18] Við höfum ekki forsendur til þess að segja til um hvernig fjárhagsleg öroka hans yrði metin í dag, til þess þyrftum við að hafa upplýsingar um aldur hans og tekjur, en ólíklegt verður að teljast að það hafi fyrst og fremst verið aflahæfi sem Hafliði hafði í huga við ákvörðun kröfunnar. Mun sennilegra er að krafan hafi að stórum hluta verið hugsuð líkt og miskabætur nú á tímum – bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, sem eiga fyrst og fremst að fela í sér viðurkenningu á því að bótakrefjandi hafi orðið fyrir ólögmætri meingjörð og vera þannig þolendum og fjölskyldum þeirra til nokkurra sárabóta og skaðvaldi refsikennd viðurlög. Ekki síst hefur markmiðið verið það að endurreisa æru Hafliða; gera honum fært að bera höfuðið hátt í þeirri fullvissu að samferðarmönnum hans dyldist ekki að þar færi maður sem léti ekki yfir sig ganga. Höfundur er lögmaður Þorgils saga ok Hafliða, sjá einkum 18. kafla. Sjá einnig dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra. 30. mars 2007 (S-270/2006). Þorgils saga ok Hafliða, sjá einkum 31. kafla. Um forsjár- og hefndarskyldu á víkingaöld, sjá t.d. Preben Meulengracht Sørensen: Saga og samfund. En indføring i oldislandsk litteratur. København 1977,bls. 32–33. Einar Arnórsson: „Niðgjöld — Manngjöld“. Tímarit lögfræðinga, 3. hefti. 1951, bls. 173-210, sjá bls. 191. Bjarnar saga Hítdælakappa, 34. kafli. Einar Arnórsson, fyrri tilv. bls. 192. Sama heimild, bls. 200 Skv. Einari Arnórssyni voru venjuleg manngjöld á bilinu 20-30 kýrverð og hinir mestu höfðingjar bættir allt að 240 kýrverðum, sjá fyrri tilv., bls. 189-191. Hermann Pálsson: „Konan á Breiðabólsstað í Vesturhópi“. Sunndagsblað Tímans, 19. ágúst 1962, sjá bls. 583. Páll Líndal: „Stutt samantekt um lagastörf Íslendinga á fyrri tíð, lagafræðslu og aðdraganda að skipulegu laganámi“. Úlfljótur – tímarit laganema, 3.- 4. tbl. 1983, bls 115-132, sjá bls. 118-119. Þorgils saga ok Hafliða, 31. kafli. Hermann Pálsson, fyrri tilv., bls. 597. Ari „fróði“ Þorgilsson: Íslendingabók, 2. kafli. Páll Sigurðsson: Lagavangur. Um forn lög og ný. Reykjavík 2012, bls. 119. Einar Arnórsson, fyrri tilv. bls. 202-203. Sama heimild, bls. 200. Vefsíða Innanríkisráðuneytisins: Miskatafla Örorkunefndar. www.innanrikisraduneyti.is/media/Utgafa/Ororkunefnd.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Miskabætur eru skaðabætur fyrir tjón sem ekki er fjárhagslegs eðlis, t.d. lýti eftir áverka, tilfinningaleg áföll og mannorðshnekki. Fyrir skömmu skrifaði ég pistil um það hvernig neikvætt viðhorf til miskabóta virðast hafa rutt sér til rúms. Miskabætur eru engin nútímaleið til að friða grenjuskjóður sem af stjórnarskrárlegri nauðsyn verður að veita aðgang að dómstólum þótt dómurum kunni að þykja tilefnið ómerkilegt, heldur forn og mikilvæg aðferð til að ljúka deilumálum. Heildstæð löggjöf um skaðabætur utan samninga var ekki sett fyrr en með skaðabótalögum nr. 50/1993. Skaðabætur hafa samt sem áður verið greiddar frá fornu fari og þrátt fyrir augljós vandkvæði við mat á ófjárhagslegu tjóni hafa miskabætur, í svipuðum skilningi þeim sem liggur 26. gr. skbl. til grundvallar, tíðkast á Íslandi allt frá landnámi. Árið 1120 varð sá atburður á Alþingi að Þorgils Oddason á Staðarhóli í Saurbæ hjó þrjá fingur af Hafliða Mássyni, þeim er Hafliðaskrá er kennd við. Forsagan er dæmigerð Íslendingasaga; frændum þeirra Hafliða og Þorgils kom ekki saman og útistöður leiddu til vígaferla. Nú átti að gera út um málin á Alþingi en hvorugur gekk til þings í sáttahug. Þorgils hafði áður viðrað áform sín um að höggva Hafliða og Hafliði reið til þings með miklu fjölmenni, staðráðinn í því að hleypa upp dómnum. Báðir mættu vopnaðir til dómsins. Menn reyndu að halda fjarlægð á milli þeirra en Þorgils slæmdi öxi sinni yfir öxl eins þeirra sem stóð í vegi hans. Lagið kom á skaft axar Hafliða og hjó af honum löngutöng alla og framan af baugfingi og litlafingri. Hægt var að græða tvo fingur á hann, þannig að þeir lágu upp í lófann. Þriðja fingrinum varð ekki bjargað og ekki annað til ráða en að græða fyrir stúfinn. [1] Eftir ýmsa atburði sem ekki verða raktir hér, tókst að sætta Hafliða og Þorgils og var hluti þess skilmála að Hafliði fengi sjálfdæmi um áverka sína. Hann gerði gríðarlegar kröfur um greiðslu í reiðufé, löndum og lausafé. Ómögulegt er að segja til um hversu há krafan yrði að núvirði en hún hefur í öllu falli verið töluvert hærri en sú krafa sem gerð var í máli sem dæmt var í Hæstarétti þann 24. janúar 2008 (Hrd. 453/2007). Ákærði var m.a. sakfelldur fyrir hlutdeild í því að klippa litla fingur af manni við miðkjúku með greinaklippum. Miskabótakrafa brotaþola hljóðaði upp á eina milljón króna og var fallist á hana.[2] Viðbrögð manna við bótakröfu Hafliða Mássonar benda til þess að hún hafi þótt úr öllu hófi því Böðvar Ásbjarnarson sakaði Hafliða um sviksemi og Skafta Þórarinssyni varð að orði það sem haft er að orðtæki síðan; „Dýrr myndi Hafliði allr, ef svá skyldi hverr limr.“ Hafliði bar það hinsvegar af sér að fégirni hefði ráðið kröfunni.[3] Hvað gekk Hafliða til með þessari himinháu kröfu ef ekki einskær fégirni? Hvaða rök bjuggu að baki bótakröfum á þjóðveldisöld? Skaðabótasjónarmið Eflaust hefur fégjald vegna líkamstjóns á miðöldum að nokkru leyti verið hugsað líkt og skaðabætur vegna örorku nú á dögum, sem og missi framfæranda þegar mannfall varð, þ.e.a.s. bætur vegna fjártjóns. Því til stuðnings má benda á að í Grágás voru ákvæði um svokölluð niðgjöld; staðlaðar bætur sem frændur vígamanns skyldu greiða niðjum þess er veginn var í fimm ættliði í hlutfalli við skyldleika, auk sérstakra bóta til nánustu ættingja í karllegg. Að vísu virðist reglum um niðgjöld ekki hafa verið framfylgt enda erfitt í framkvæmd, heldur fóru menn fremur þá leið að semja um manngjöld, þ.e. bætur sem nánustu ættingjar deildu sjálfir sín á milli. Hvort sem reglum var fylgt eður ei segir það sitt, um þau sjónarmið sem lágu að baki, að þeir sem áttu rétt á niðgjöldum voru hinir sömu ættingjar og notið höfðu framfærslu- og verndarskyldu hins vegna.[4] Kannski höfðu þjáningar og læknisfræðilegur miski áhrif á ákvörðun fégjalds vegna líkamstjóns en slíkar hugmyndir eru lítt til umræðu í hinum fornu ritum og verður ekki úr því skorið hér. Hinsvegar er greinilegt að við ákvörðun um fégjald vegna líkamstjóns og mannfalls höfðu tvö sjónarmið mikið vægi; annarsvegar refsisjónarmið og hinsvegar hugmyndin um sæmd. Refsikennd viðurlög Í Íslendingasögum er gerður greinarmunur á fésektum og fébótum þótt oft sé skorið úr um hvorttveggja í senn. Menn virðast einnig hafa getað keypt sig undan refsingu. Við sættir var þannig oft áskilið að með greiðslu manngjalda skyldi refsing falla niður og fékk sá seki í framhaldinu sýknuleyfi. Svipað fyrirkomulag mun hafa tíðkast á Sturlungaöld.[5] Einar Arnórsson hefur bent á frásögn í Bjarnar sögu Hítdælakappa í þessu sambandi. Þar kemur fram að Þórður Kolbeinsson, banamaður Bjarnar, skyldi greiða þrjú hundruð silfurs til sýknu sér auk þess fjár sem Ásgrímur, bróðir Bjarnar, hafði þegar krafist sjálfum sér til handa.[6] Sektarféð rann ekki í sameiginlegan sjóð eins og sektargreiðslur nú á dögum, heldur var það greitt bótakrefjanda.[7] Manngjöld réðust að nokkru af því hvort hinn vegni hafði verið saklaus.[8] Hafa því sjónarmið um eigin sök spilað inn í ákvörðun miskabóta handa ættingjum, rétt eins og á við um miskabætur á grundvelli 2. mgr. 26. gr. skbl. nú á tímum. Ekki er annað að sjá en að við sættir milli Hafliða og Þorgils falli niður þær afleiðingar sem sektardómurinn átti að hafa, í þessu tilviki var það skóggangur. Hluti þess mikla fjár sem Hafliði kaus sér vegna fingurhöggsins hefur því vafalítið verið hugsaður sem sektarfé. Samt sem áður bendir hin fleyga athugasemd Skafta Þórarinssonar til þess að krafa Hafliða hafi verið of há til þess að hún verði skýrð eingöngu sem refsigjald og bætur fyrir líkamstjón.[9] Sæmdarbætur Hafliði Másson var voldugasti höfðingi sinnar samtíðar.[10] Hann var lögfróður maður og þegar deilur hans og Þorgils Oddasonar hófust vann hann að því í félagi við Bergþór Hrafnsson lögsögumann að skrásetja lög þjóðveldisins, sem þá voru líklega að mestu leyti aðeins til í munnlegri geymd.[11] Ef til vill hefur áhugi Hafliða á lögum ráðið einhverju um þá afstöðu sem endurspeglast í svari hans við hneykslun stuðningsmanna Þorgils á hinni háu bótakröfu hans: Eigi myndi sjá tunga þá eftir mæla, ef þess þyrfti við, ok ferr þetta meir eftir því, sem vilja myndi Böðvarr Ásbjarnarson eða aðrir óvinir várir, er ek skal fé taka á mér, en ek hefða mér þenna hlut ætlat. Ok meir hefi ek þessa sætt gert eftir bæn vina minna en eftir fégirni einni saman.[12] Með öðrum orðum; sættin var fremur til þess fallin að þóknast óvinum Hafliða en honum sjálfum. Hann gekk til sátta fyrir orð vina sinna en sjálfur hefði hann fremur kosið að framfylgja sektardómi. Hermann Pálsson hefur bent á að sagan eigi sér hliðstæðu: Í deilunni virðist Hafliði hafa betri málstað, að því er bókstaf laganna varðar, og minnir slíkt á afstöðu Húnröðar, afa hans, sem röskri öld fyrr neitaði að þiggja bætur fyrir víg bróður síns, heldur krafðist hann þess, að vegendur yrðu dæmdir samkvæmt lögum og látnir gerast útlagar úr landi. Þannig varð réttlæti laganna talið mikilvægara en miskabætur, og var Húnröður þó fátækur maður. Lögin eru ekki einungis til refsingar sekum mönnum, heldur leggja þau öllum þegnum miklar skyldur á herðar.[13] Skyldunar sem lögin leggja mönnum á herðar eru ekki síst þær skyldur sem snúa að heiðri fjölskyldunnar. Sæmdin var lykilhugtak í samskiptum manna á þjóðveldisöld. Hefndin og sæmdin héldust í hendur, sá sem ekki stóð á rétti sínum var ekki álitinn friðsamur eða sáttfús, heldur lítilmenni. Þótt ekki hafi verið mælt fyrir um eiginlega hefndarskyldu í Grágás, leikur enginn vafi á því að Íslendingar á fyrri hluta miðalda töldu sér skylt að hefna frænda sinna og fóstbræðra. Og það viðhorf var ekki langsótt því samkvæmt Gulaþingslögum, sem að sögn Ara fróða Þorgilssonar voru fyrirmynd laga þjóðveldisins,[14] mátti ekki taka við fébótum oftar en þrisvar sinnum. Væri misgert við mann fjórða sinni, bar honum að hefna eða heita ódrengur ella.[15] Eina leiðin til að komast hjá því að rækja hefndarskylduna án þess að glata sæmd sinni, var sú að krefjast fébóta. Þótt fjárhæðin sem Hafliði krafðist beri e.t.v. að einhverju leyti vitni um virðingu hans fyrir lögunum, er sæmdarhugmyndin nærtækasta skýringin á því hversu þungt honum féll að ganga til sátta. Nánar um sæmd og miska Augljóst er að sæmdarhugmyndin vegur þungt í ákvörðun bóta vegna mannvíga og líkamstjóns í miðaldasamfélaginu. Mannvirðing og fjárráð fara saman, manngjöld fyrir frjálsan mann eru hærri en fyrir þræl, og höfðingja skal bæta hærra verði en venjulegan bónda. Orðspor þess er veginn var gat einnig haft áhrif á upphæð manngjalda eftir hann, burtséð frá stéttarstöðu hans.[16] Óbótamál mátti höfða vegna svívirðilegra glæpa. Slíkur dómur hafði í för með sér eignaupptöku og missi allra réttinda og þá sem höfðu unnið sér til óhelgi þurfti ekki að bæta þótt vegnir væru.[17] Miski, í skilningi miðaldasamfélagsins, felst ekki aðeins í því að missa kæran frænda eða fingur sína, einn eða fleiri, heldur ekki síður í auðmýkingunni sem felst í því að eiga harma sinna óhefnt. Hægt er að létta smáninni með því að láta misindismanninn borga. Sá sem verður fyrir meingjörð er því sæmdari sem bæturnar eru hærri og það eru hinum seka makleg málagjöld að missa sem mest fjár síns. Hefðu atburðir Þorgils sögu ok Hafliða gerst á okkar tímum hefði fingurmissir Hafliða sennilega verið metinn til 25% læknisfræðilegrar örorku samkvæmt miskatöflu Örorkunefndar.[18] Við höfum ekki forsendur til þess að segja til um hvernig fjárhagsleg öroka hans yrði metin í dag, til þess þyrftum við að hafa upplýsingar um aldur hans og tekjur, en ólíklegt verður að teljast að það hafi fyrst og fremst verið aflahæfi sem Hafliði hafði í huga við ákvörðun kröfunnar. Mun sennilegra er að krafan hafi að stórum hluta verið hugsuð líkt og miskabætur nú á tímum – bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, sem eiga fyrst og fremst að fela í sér viðurkenningu á því að bótakrefjandi hafi orðið fyrir ólögmætri meingjörð og vera þannig þolendum og fjölskyldum þeirra til nokkurra sárabóta og skaðvaldi refsikennd viðurlög. Ekki síst hefur markmiðið verið það að endurreisa æru Hafliða; gera honum fært að bera höfuðið hátt í þeirri fullvissu að samferðarmönnum hans dyldist ekki að þar færi maður sem léti ekki yfir sig ganga. Höfundur er lögmaður Þorgils saga ok Hafliða, sjá einkum 18. kafla. Sjá einnig dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra. 30. mars 2007 (S-270/2006). Þorgils saga ok Hafliða, sjá einkum 31. kafla. Um forsjár- og hefndarskyldu á víkingaöld, sjá t.d. Preben Meulengracht Sørensen: Saga og samfund. En indføring i oldislandsk litteratur. København 1977,bls. 32–33. Einar Arnórsson: „Niðgjöld — Manngjöld“. Tímarit lögfræðinga, 3. hefti. 1951, bls. 173-210, sjá bls. 191. Bjarnar saga Hítdælakappa, 34. kafli. Einar Arnórsson, fyrri tilv. bls. 192. Sama heimild, bls. 200 Skv. Einari Arnórssyni voru venjuleg manngjöld á bilinu 20-30 kýrverð og hinir mestu höfðingjar bættir allt að 240 kýrverðum, sjá fyrri tilv., bls. 189-191. Hermann Pálsson: „Konan á Breiðabólsstað í Vesturhópi“. Sunndagsblað Tímans, 19. ágúst 1962, sjá bls. 583. Páll Líndal: „Stutt samantekt um lagastörf Íslendinga á fyrri tíð, lagafræðslu og aðdraganda að skipulegu laganámi“. Úlfljótur – tímarit laganema, 3.- 4. tbl. 1983, bls 115-132, sjá bls. 118-119. Þorgils saga ok Hafliða, 31. kafli. Hermann Pálsson, fyrri tilv., bls. 597. Ari „fróði“ Þorgilsson: Íslendingabók, 2. kafli. Páll Sigurðsson: Lagavangur. Um forn lög og ný. Reykjavík 2012, bls. 119. Einar Arnórsson, fyrri tilv. bls. 202-203. Sama heimild, bls. 200. Vefsíða Innanríkisráðuneytisins: Miskatafla Örorkunefndar. www.innanrikisraduneyti.is/media/Utgafa/Ororkunefnd.pdf
Þorgils saga ok Hafliða, sjá einkum 18. kafla. Sjá einnig dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra. 30. mars 2007 (S-270/2006). Þorgils saga ok Hafliða, sjá einkum 31. kafla. Um forsjár- og hefndarskyldu á víkingaöld, sjá t.d. Preben Meulengracht Sørensen: Saga og samfund. En indføring i oldislandsk litteratur. København 1977,bls. 32–33. Einar Arnórsson: „Niðgjöld — Manngjöld“. Tímarit lögfræðinga, 3. hefti. 1951, bls. 173-210, sjá bls. 191. Bjarnar saga Hítdælakappa, 34. kafli. Einar Arnórsson, fyrri tilv. bls. 192. Sama heimild, bls. 200 Skv. Einari Arnórssyni voru venjuleg manngjöld á bilinu 20-30 kýrverð og hinir mestu höfðingjar bættir allt að 240 kýrverðum, sjá fyrri tilv., bls. 189-191. Hermann Pálsson: „Konan á Breiðabólsstað í Vesturhópi“. Sunndagsblað Tímans, 19. ágúst 1962, sjá bls. 583. Páll Líndal: „Stutt samantekt um lagastörf Íslendinga á fyrri tíð, lagafræðslu og aðdraganda að skipulegu laganámi“. Úlfljótur – tímarit laganema, 3.- 4. tbl. 1983, bls 115-132, sjá bls. 118-119. Þorgils saga ok Hafliða, 31. kafli. Hermann Pálsson, fyrri tilv., bls. 597. Ari „fróði“ Þorgilsson: Íslendingabók, 2. kafli. Páll Sigurðsson: Lagavangur. Um forn lög og ný. Reykjavík 2012, bls. 119. Einar Arnórsson, fyrri tilv. bls. 202-203. Sama heimild, bls. 200. Vefsíða Innanríkisráðuneytisins: Miskatafla Örorkunefndar. www.innanrikisraduneyti.is/media/Utgafa/Ororkunefnd.pdf
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun