Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júní 2021 16:10 Búist er við mikilli aðsókn á tjaldsvæði landsins í sumar. Vísir Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Vísir greindi frá því í gær að framboð ferðavagna væri af skornum skammti. Það virðist því stefna í stórt ferðasumar á Íslandi. Tjalda.is sem hefur verið leiðandi upplýsingavefur fyrir tjaldsvæði um land allt, hefur nú sameinað krafta sína með Parka.is og býður nú upp á bókunarþjónustu fyrir tjaldsvæði. „Nú eru nokkur tjaldsvæði byrjuð að hólfaskipta svæðunum sínum og bjóða fólki upp á að forbóka og vera þá bara búin að skipuleggja ferðalagið sitt og bóka bara allt fríið sitt á netinu fyrirfram, bara eins og að bóka hótelherbergi,“ segir Arna Haraldsson, markaðsráðgjafi hjá Tjalda.is. „Svolítið íslenskt að æða bara af stað“ Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri hjá Tjalda.is segir ákveðna tjaldmenningu ríkja hjá Íslendingum. „Þetta er náttúrlega svolítið íslenskt að bara æða af stað og ekkert planað og ætlast til þess að það sé bara pláss fyrir mann alls staðar.“ „Okkur finnst svolítið bara að við eigum þetta og við megum bara gera það sem við viljum af því við eigum þetta allt saman,“ segir Arna. Þau Arna og Ívar mæla þó með því að fólk bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Síðasta sumar hafi fólk lent í því að mæta á full tjaldsvæði og þurft að koma sér fyrir á bílastæðum. Arna segir Íslendinga skiptast í tvo hópa. „Það eru þeir sem vilja hafa þetta niðurnjörvað og vilja vita hvert þeir eru að fara og að hverju þau ganga. Svo eru það hin sem vilja kannski bara fá að slökkva á heilanum þegar þau fara í frí.“ Hún hvetur fólk þó til þess að kíkja í símann nokkrum klukkustundum áður en lagt er af stað til þess að kanna hvort einhver pláss séu laus. „Frekar en að keyra í einhverju stresskasti með grenjandi krakka og svo bara kemur maður að fullu svæði og allir orðnir svangir.“ Fjörutíu tjaldsvæði forbókanleg í sumar Þau Ívar og Arna segja rafmagn vera helsta áhyggjumálið á tjaldsvæðum í dag, en Ívar segir að slegist sé um það. „Rafmagn er af skornum skammti á þessum svæðum. Það eru kannski tuttugu staurar á svæði sem tekur hundrað gistieiningar. Þannig það er alltaf verið að slást um það. Þannig að núna ertu líka að bóka rafmagnið og taka það frá.“ Bókunarkerfi Tjalda.is var búið til sem eins konar svar við ástandinu sem myndaðist á tjaldsvæðum þegar Covid-19 gekk yfir síðasta sumar. „Þá lentirðu í því að tjaldsvæðin voru með fjöldatakmarkanir. Þannig að þá voru búin til hólf og allt í einu máttirðu bara ekkert troða þér hvar sem er.“ Ívar segir bókunarkerfið því hafa verið búið til af hreinni nauðsyn. Einn sem stendur er hægt að bóka á fjórtán tjaldsvæðum inni á Tjalda.is, en sextán bætast við með útilegukortinu. Þá reiknar Ívar með að forbókanleg tjaldsvæði í kerfinu verði orðin fjörutíu í sumar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að framboð ferðavagna væri af skornum skammti. Það virðist því stefna í stórt ferðasumar á Íslandi. Tjalda.is sem hefur verið leiðandi upplýsingavefur fyrir tjaldsvæði um land allt, hefur nú sameinað krafta sína með Parka.is og býður nú upp á bókunarþjónustu fyrir tjaldsvæði. „Nú eru nokkur tjaldsvæði byrjuð að hólfaskipta svæðunum sínum og bjóða fólki upp á að forbóka og vera þá bara búin að skipuleggja ferðalagið sitt og bóka bara allt fríið sitt á netinu fyrirfram, bara eins og að bóka hótelherbergi,“ segir Arna Haraldsson, markaðsráðgjafi hjá Tjalda.is. „Svolítið íslenskt að æða bara af stað“ Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri hjá Tjalda.is segir ákveðna tjaldmenningu ríkja hjá Íslendingum. „Þetta er náttúrlega svolítið íslenskt að bara æða af stað og ekkert planað og ætlast til þess að það sé bara pláss fyrir mann alls staðar.“ „Okkur finnst svolítið bara að við eigum þetta og við megum bara gera það sem við viljum af því við eigum þetta allt saman,“ segir Arna. Þau Arna og Ívar mæla þó með því að fólk bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Síðasta sumar hafi fólk lent í því að mæta á full tjaldsvæði og þurft að koma sér fyrir á bílastæðum. Arna segir Íslendinga skiptast í tvo hópa. „Það eru þeir sem vilja hafa þetta niðurnjörvað og vilja vita hvert þeir eru að fara og að hverju þau ganga. Svo eru það hin sem vilja kannski bara fá að slökkva á heilanum þegar þau fara í frí.“ Hún hvetur fólk þó til þess að kíkja í símann nokkrum klukkustundum áður en lagt er af stað til þess að kanna hvort einhver pláss séu laus. „Frekar en að keyra í einhverju stresskasti með grenjandi krakka og svo bara kemur maður að fullu svæði og allir orðnir svangir.“ Fjörutíu tjaldsvæði forbókanleg í sumar Þau Ívar og Arna segja rafmagn vera helsta áhyggjumálið á tjaldsvæðum í dag, en Ívar segir að slegist sé um það. „Rafmagn er af skornum skammti á þessum svæðum. Það eru kannski tuttugu staurar á svæði sem tekur hundrað gistieiningar. Þannig það er alltaf verið að slást um það. Þannig að núna ertu líka að bóka rafmagnið og taka það frá.“ Bókunarkerfi Tjalda.is var búið til sem eins konar svar við ástandinu sem myndaðist á tjaldsvæðum þegar Covid-19 gekk yfir síðasta sumar. „Þá lentirðu í því að tjaldsvæðin voru með fjöldatakmarkanir. Þannig að þá voru búin til hólf og allt í einu máttirðu bara ekkert troða þér hvar sem er.“ Ívar segir bókunarkerfið því hafa verið búið til af hreinni nauðsyn. Einn sem stendur er hægt að bóka á fjórtán tjaldsvæðum inni á Tjalda.is, en sextán bætast við með útilegukortinu. Þá reiknar Ívar með að forbókanleg tjaldsvæði í kerfinu verði orðin fjörutíu í sumar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07