Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-1 | Þriðja árið í röð sem Valskonur slá Eyjakonur út úr bikarnum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. júní 2021 21:23 Elín Metta skoraði eina mark leiksins. vísir/elín björg Valur er komið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu eftir 1-0 sigur í Vestmannaeyjum. Er þetta þriðja árið í röð sem Valur slær ÍBV út í bikarnum. Mikil stemmning var á vellinum enda Orkumótið í gangi og vel mætt. Þetta var heldur tíðindalítill fyrri hálfleikur á Hásteinsvelli í kvöld. ÍBV voru meira með boltann í fyrri hálfleik og voru aðeins nokkrar mínútur búnar þegar að Delaney Baie Pridham komst ein í gegn en skaut beint í hendurnar á Söndru Sigurðardóttur. ÍBV voru að koma sér í mjög góð færi í fyrri hálfleiknum en boltinn endaði annað hvort yfir, framhjá eða beint á Söndru. Staðan í fyrri hálfleik því 0-0. Valskonur gerðu sóknarsinnaða skiptingu í hálfleiknum og settu Fanndísi Friðriksdóttur inn fyrir Clarissu Larisey. Þá komst líf í sóknarleik Valskvenna sem urðu mun ákveðnari á boltann og fóru að skapa færi. Það dró til tíðinda um miðbik síðari hálfleiks þegar að Ásdís Karen keyrir upp kantinn, sendir inn í teig og Elín Metta skallar boltann í netið, 1-0 fyrir Val. Það kveikti í ÍBV sem hélt áfram að sækja á líkt og í fyrri hálfleik en enn og aftur vantaði herslumuninn til að koma boltanum í netið. Á fyrstu mínútu í uppbótatíma fær Elín Metta sitt fyrsta gula spjald í leiknum fyrir ýta við Hönnu og eflaust fyrir að tefja leikinn. Tveimur mínútum seinna tók hún mjög svipað brot, dómarinn beint í vasann og teygir sig í gula og rauða fylgdi beint á eftir. Hún verður því ekki með Val í næsta leik. Meira gerist ekki í þessum leik og lokatölur því 1-0 og Valskonur komnar áfram. Andri Ólafsson: Það vantar stöðuleika í okkar leik Andri Ólafsson, þjálfari ÍBVVísir: Elín Björg Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir leikinn gegn Valskonum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. „Þetta gekk alveg í dag. Við erum bara ekki að klára færin okkar og þær skora eftir fyrirgjöf eins og þær gerðu síðast. Þetta var pínu klaufagangur og mögulega smá óheppni.“ ÍBV voru mun meira með boltann og voru að skapa sér töluvert meira af færum. „Í byrjun fengum við góð færi og reynum aldrei á markmanninn, þetta er alltaf beint á hana. Það sem fer framhjá henni fer í stöngina eða eitthvað annað. Mér fannst þetta alveg ganga þokkalega. Þær sköpuðu ekki neitt allan leikinn, eitt skot og fyrirgjöf. Þótt að Valur hafi verið að spila einn af sínum betri leikjum í sumar fannst mér við vera með þær.“ „Það vantar stöðuleika í okkar leik og þetta er alltof mikill rússibani, upp og niður. Það er aðallega það sem að við þurfum að fókusa á.“ Auður Scheving, aðalmarkmaður ÍBV fékk ekki að spila í kvöld en hún er á láni frá Val. Inn kom Hrafnhildur Hjaltalín sem stóð sig vel í markinu. „Hrafnhildur átti flottan leik. Sirrí spilaði síðast á móti Val og átti líka flottan leik. Valur er með gott lið og erfitt að eiga við þær, sérstaklega fram á við. Þær hafa staðið sig vel.“ Það er stutt í næsta deildarleik hjá ÍBV og vill Andri sjá breytingar fyrir þann leik. „Ég vill fara að sjá sigur. Það er óþolandi að tapa fótboltaleikjum. Það er stefnt á sigur á móti Þrótti og ekkert annað,“ sagði Andri að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn Valur ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Benedikt: Maður veit aldrei þegar maður er að mæta ÍBV Valskonur komu sér áfram eftir eins marks sigur á ÍBV í 8-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna á Hásteinsvelli í dag. Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna kvenna í leikslok. 24. júní 2021 20:55
Valur er komið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu eftir 1-0 sigur í Vestmannaeyjum. Er þetta þriðja árið í röð sem Valur slær ÍBV út í bikarnum. Mikil stemmning var á vellinum enda Orkumótið í gangi og vel mætt. Þetta var heldur tíðindalítill fyrri hálfleikur á Hásteinsvelli í kvöld. ÍBV voru meira með boltann í fyrri hálfleik og voru aðeins nokkrar mínútur búnar þegar að Delaney Baie Pridham komst ein í gegn en skaut beint í hendurnar á Söndru Sigurðardóttur. ÍBV voru að koma sér í mjög góð færi í fyrri hálfleiknum en boltinn endaði annað hvort yfir, framhjá eða beint á Söndru. Staðan í fyrri hálfleik því 0-0. Valskonur gerðu sóknarsinnaða skiptingu í hálfleiknum og settu Fanndísi Friðriksdóttur inn fyrir Clarissu Larisey. Þá komst líf í sóknarleik Valskvenna sem urðu mun ákveðnari á boltann og fóru að skapa færi. Það dró til tíðinda um miðbik síðari hálfleiks þegar að Ásdís Karen keyrir upp kantinn, sendir inn í teig og Elín Metta skallar boltann í netið, 1-0 fyrir Val. Það kveikti í ÍBV sem hélt áfram að sækja á líkt og í fyrri hálfleik en enn og aftur vantaði herslumuninn til að koma boltanum í netið. Á fyrstu mínútu í uppbótatíma fær Elín Metta sitt fyrsta gula spjald í leiknum fyrir ýta við Hönnu og eflaust fyrir að tefja leikinn. Tveimur mínútum seinna tók hún mjög svipað brot, dómarinn beint í vasann og teygir sig í gula og rauða fylgdi beint á eftir. Hún verður því ekki með Val í næsta leik. Meira gerist ekki í þessum leik og lokatölur því 1-0 og Valskonur komnar áfram. Andri Ólafsson: Það vantar stöðuleika í okkar leik Andri Ólafsson, þjálfari ÍBVVísir: Elín Björg Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir leikinn gegn Valskonum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. „Þetta gekk alveg í dag. Við erum bara ekki að klára færin okkar og þær skora eftir fyrirgjöf eins og þær gerðu síðast. Þetta var pínu klaufagangur og mögulega smá óheppni.“ ÍBV voru mun meira með boltann og voru að skapa sér töluvert meira af færum. „Í byrjun fengum við góð færi og reynum aldrei á markmanninn, þetta er alltaf beint á hana. Það sem fer framhjá henni fer í stöngina eða eitthvað annað. Mér fannst þetta alveg ganga þokkalega. Þær sköpuðu ekki neitt allan leikinn, eitt skot og fyrirgjöf. Þótt að Valur hafi verið að spila einn af sínum betri leikjum í sumar fannst mér við vera með þær.“ „Það vantar stöðuleika í okkar leik og þetta er alltof mikill rússibani, upp og niður. Það er aðallega það sem að við þurfum að fókusa á.“ Auður Scheving, aðalmarkmaður ÍBV fékk ekki að spila í kvöld en hún er á láni frá Val. Inn kom Hrafnhildur Hjaltalín sem stóð sig vel í markinu. „Hrafnhildur átti flottan leik. Sirrí spilaði síðast á móti Val og átti líka flottan leik. Valur er með gott lið og erfitt að eiga við þær, sérstaklega fram á við. Þær hafa staðið sig vel.“ Það er stutt í næsta deildarleik hjá ÍBV og vill Andri sjá breytingar fyrir þann leik. „Ég vill fara að sjá sigur. Það er óþolandi að tapa fótboltaleikjum. Það er stefnt á sigur á móti Þrótti og ekkert annað,“ sagði Andri að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn Valur ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Benedikt: Maður veit aldrei þegar maður er að mæta ÍBV Valskonur komu sér áfram eftir eins marks sigur á ÍBV í 8-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna á Hásteinsvelli í dag. Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna kvenna í leikslok. 24. júní 2021 20:55
Eiður Benedikt: Maður veit aldrei þegar maður er að mæta ÍBV Valskonur komu sér áfram eftir eins marks sigur á ÍBV í 8-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna á Hásteinsvelli í dag. Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna kvenna í leikslok. 24. júní 2021 20:55
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti