Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2021 08:01 Stuðningsmaður Þýskalands hljóp inn á Allianz leikvanginn með regnbogafána á meðan þjóðsöngur Ungverjalands var í gangi. getty/Matthias Hangst Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. Dieter Reiter, borgarstjóri München, vildi regnbogalýsa Allianz leikvanginn til að sýna hinsegin samfélaginu stuðning og gagnrýna lög sem voru nýlega samþykkt í Ungverjalandi og þrengja að réttindum hinsegin fólks. Stuðningsmenn Þýskalands voru margir hverjir skreyttir regnbogalitunum í gær og Manuel Neuer, fyrirliði þýska liðsins, var með regnbogabandið sitt sem UEFA íhugaði að rannsaka og sekta Þjóðverja fyrir. Þegar þjóðsöngur Ungverja ómaði hljóp einn stuðningsmaður Þýskalands svo inn á Allianz leikvanginn með regnbogafána. Hann stillti sér upp fyrir framan ungversku leikmennina og hélt fánanum á lofti áður en öryggisverðir færðu hann í burtu. Klippa: Hljóp inn á með regnbogafána Uppátækið vakti mikla gleði hjá áhorfendum á vellinum sem klöppuðu stuðningsmanninum lof í lófa. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Þjóðverjar lentu tvisvar sinnum undir en komu til baka og jöfnunarmark Leons Goretzka tryggði liðinu 2. sæti F-riðils. Í sextán liða úrslitunum mætir Þýskaland Englandi á Wembley. Ungverjaland er hins vegar úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn stórþjóðunum í dauðariðlinum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hinsegin Þýskaland Ungverjaland Tengdar fréttir Þjóðverjar áfram eftir tvær endurkomur Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. 23. júní 2021 20:53 Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. 23. júní 2021 09:31 UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. 22. júní 2021 11:31 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Dieter Reiter, borgarstjóri München, vildi regnbogalýsa Allianz leikvanginn til að sýna hinsegin samfélaginu stuðning og gagnrýna lög sem voru nýlega samþykkt í Ungverjalandi og þrengja að réttindum hinsegin fólks. Stuðningsmenn Þýskalands voru margir hverjir skreyttir regnbogalitunum í gær og Manuel Neuer, fyrirliði þýska liðsins, var með regnbogabandið sitt sem UEFA íhugaði að rannsaka og sekta Þjóðverja fyrir. Þegar þjóðsöngur Ungverja ómaði hljóp einn stuðningsmaður Þýskalands svo inn á Allianz leikvanginn með regnbogafána. Hann stillti sér upp fyrir framan ungversku leikmennina og hélt fánanum á lofti áður en öryggisverðir færðu hann í burtu. Klippa: Hljóp inn á með regnbogafána Uppátækið vakti mikla gleði hjá áhorfendum á vellinum sem klöppuðu stuðningsmanninum lof í lófa. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Þjóðverjar lentu tvisvar sinnum undir en komu til baka og jöfnunarmark Leons Goretzka tryggði liðinu 2. sæti F-riðils. Í sextán liða úrslitunum mætir Þýskaland Englandi á Wembley. Ungverjaland er hins vegar úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn stórþjóðunum í dauðariðlinum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hinsegin Þýskaland Ungverjaland Tengdar fréttir Þjóðverjar áfram eftir tvær endurkomur Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. 23. júní 2021 20:53 Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. 23. júní 2021 09:31 UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. 22. júní 2021 11:31 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Þjóðverjar áfram eftir tvær endurkomur Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. 23. júní 2021 20:53
Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. 23. júní 2021 09:31
UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. 22. júní 2021 11:31