Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 14:01 Aðför stjórnvalda í Hong Kong að frjálsum fjölmiðlum hefur verið harðlega mótmælt af lýðræðissinnum. Getty/May James Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. Lýðræðissinnar hræðast að þetta marki enn eitt skrefið í átt að því að fjölmiðlafrelsi verði ekkert í héraðinu. Greint er frá þessu á vef Guardian. Dagblaðið og stofnandi þess, Jimmy Lai, urðu ákveðið merk Lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong og þyrnir í síðu yfirvalda og lögreglu Hong Kong. Yfirvöld hafa beint spjótum sínum að útgáfunni í nokkurn tíma en þjóðaröryggislögreglan réðst inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku og gerði þar húsleit. Á sama tíma voru allir bankareikningar og eignir blaðsins frystar. Það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn og greindi ritstjórn blaðsins, sem hefur verið gefið út í 26 ár, síðdegis í dag að hætt verði að uppfæra vefsíðuna á miðnætti og síðasta útgáfa blaðsins fari í prent í nótt. Stjórn blaðsins hafði áður tilkynnt að útgáfu yrði hætt ekki seinna en á laugardag en ritstjórnin tók ákvörðun um að hætta hið snarasta vegna áhyggja um öryggi starfsmanna. Skoðanagreinahöfundur hjá blaðinu var handtekinn fyrr í dag og var þar vísað til umdeildra öryggislaga, sem sett voru á fót að frumkvæði kínverskra stjórnvalda í fyrra. Þá voru fimm stjórnendur á blaðinu handteknir í síðustu viku, þar á meðal ritstjóri blaðsins og framkvæmdastjóri þess. Þeir hafa þegar verið ákærðir fyrir að hafa í samráði við erlend öfl ógnað þjóðaröryggi. Hong Kong Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Lýðræðissinnar hræðast að þetta marki enn eitt skrefið í átt að því að fjölmiðlafrelsi verði ekkert í héraðinu. Greint er frá þessu á vef Guardian. Dagblaðið og stofnandi þess, Jimmy Lai, urðu ákveðið merk Lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong og þyrnir í síðu yfirvalda og lögreglu Hong Kong. Yfirvöld hafa beint spjótum sínum að útgáfunni í nokkurn tíma en þjóðaröryggislögreglan réðst inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku og gerði þar húsleit. Á sama tíma voru allir bankareikningar og eignir blaðsins frystar. Það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn og greindi ritstjórn blaðsins, sem hefur verið gefið út í 26 ár, síðdegis í dag að hætt verði að uppfæra vefsíðuna á miðnætti og síðasta útgáfa blaðsins fari í prent í nótt. Stjórn blaðsins hafði áður tilkynnt að útgáfu yrði hætt ekki seinna en á laugardag en ritstjórnin tók ákvörðun um að hætta hið snarasta vegna áhyggja um öryggi starfsmanna. Skoðanagreinahöfundur hjá blaðinu var handtekinn fyrr í dag og var þar vísað til umdeildra öryggislaga, sem sett voru á fót að frumkvæði kínverskra stjórnvalda í fyrra. Þá voru fimm stjórnendur á blaðinu handteknir í síðustu viku, þar á meðal ritstjóri blaðsins og framkvæmdastjóri þess. Þeir hafa þegar verið ákærðir fyrir að hafa í samráði við erlend öfl ógnað þjóðaröryggi.
Hong Kong Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46
Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04