Skattaparadís Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. júní 2021 11:31 Þegar Panamaskjölin komust í fjölmiðla og myndir af íslenskum ráðherrum voru dregnar upp í blöðum og á skjám út um allan heim, skammaðist þjóðin sín. Báðir eru þó enn á Alþingi Íslendinga, annar formaður stjórnmálaflokks en hinn fjármálaráðherra og yfirmaður skattamála. Við áttum heimsmet í fjölda kennitala í Panamaskjölunum. En við áttum hins vegar ekki heimsmet í úrvinnslu málanna enda of fátt starfsfólk hjá Ríkisskattstjóra og Skattrannsóknarstjóra til að takast á við þessi flóknu mál og tvíverknaður innbyggður í kerfinu. Samherjaskjölin eru einnig dæmi um flókin efnahagsbrot sem ná til margra landa. Á meðan til eru skattaskjól og leiðir greiðar til skattsvika verður fé skotið undan skatti. Jafnvel þó að samfélagið skaffi fyrirtækjum vegi, hafnir, flugvelli, menntað starfsfólk, heilbrigðisþjónustu og löggæslu, þá virðast sumir samborgarar okkar telja að aðrir eigi að bera hitann og þungann af þeim fjárfestingum. Sumir eigendur fyrirtækja, jafnvel þeir sem fénýta auðlindir þjóðarinnar, virðast telja að gróði eigi að renna óskiptur til eigenda fyrirtækjanna. Talið er að skattsvik séu um 80 -100 milljarðar króna á ári hverju hér á landi. Með bættu skatteftirliti og skattrannsóknum gæti stór hluti þeirrar fjárhæðar gengið til heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála, húsnæðis- og barnabóta og til að draga úr skerðingum bótakerfisins og leysa fólk úr fátækrargildru. Skattsvikarar vilja láta aðra bera sinn hlut af kostnaði við rekstur velferðarkerfisins, en njóta sjálfir góðs af því. Og stjórnvöld spila með, með veiku opinberu skatteftirliti. Auk þess veldur tvíverknaður því að of langur tími fer í rannsókn og fullvinnslu mála þannig að mál fyrnast eða sektir verða minni en ella. Í stað þess að styrkja embætti Skattrannsóknarstjóra líkt og almannahagsmunir krefjast, ákváðu núverandi stjórnarflokkar nú á dögunum að draga tennurnar úr skattrannsóknum með því að renna embætti Skattrannsóknarstjóra undir Skattinn með mildari sektum fyrir skattsvik og óvissu um hver eigi að rannsaka alvarlegustu skattalagabrotin. Þessari veikingu á skattrannsóknum mótmæltum við í Samfylkingunni harðlega og lögðum þess í stað til að embætti Skattrannsóknarstjóra yrði eflt og fengi ákæruvald til að styrkja og hraða vinnslu mála. Fólk sem felur peningana sína og eignir fyrir Skattinum hefur tekið lögin í sínar hendur og sagt sig úr lögum við samfélagið. Draumar okkar jafnaðarmanna og hugsjónir eru um velferðarsamfélag sem er fyrir alla. Það er hlutverk okkar að vinna gegn ranglæti og spillingu og verja almannahagsmuni gegn rótgrónum sérhagsmunum hér á landi. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þegar Panamaskjölin komust í fjölmiðla og myndir af íslenskum ráðherrum voru dregnar upp í blöðum og á skjám út um allan heim, skammaðist þjóðin sín. Báðir eru þó enn á Alþingi Íslendinga, annar formaður stjórnmálaflokks en hinn fjármálaráðherra og yfirmaður skattamála. Við áttum heimsmet í fjölda kennitala í Panamaskjölunum. En við áttum hins vegar ekki heimsmet í úrvinnslu málanna enda of fátt starfsfólk hjá Ríkisskattstjóra og Skattrannsóknarstjóra til að takast á við þessi flóknu mál og tvíverknaður innbyggður í kerfinu. Samherjaskjölin eru einnig dæmi um flókin efnahagsbrot sem ná til margra landa. Á meðan til eru skattaskjól og leiðir greiðar til skattsvika verður fé skotið undan skatti. Jafnvel þó að samfélagið skaffi fyrirtækjum vegi, hafnir, flugvelli, menntað starfsfólk, heilbrigðisþjónustu og löggæslu, þá virðast sumir samborgarar okkar telja að aðrir eigi að bera hitann og þungann af þeim fjárfestingum. Sumir eigendur fyrirtækja, jafnvel þeir sem fénýta auðlindir þjóðarinnar, virðast telja að gróði eigi að renna óskiptur til eigenda fyrirtækjanna. Talið er að skattsvik séu um 80 -100 milljarðar króna á ári hverju hér á landi. Með bættu skatteftirliti og skattrannsóknum gæti stór hluti þeirrar fjárhæðar gengið til heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála, húsnæðis- og barnabóta og til að draga úr skerðingum bótakerfisins og leysa fólk úr fátækrargildru. Skattsvikarar vilja láta aðra bera sinn hlut af kostnaði við rekstur velferðarkerfisins, en njóta sjálfir góðs af því. Og stjórnvöld spila með, með veiku opinberu skatteftirliti. Auk þess veldur tvíverknaður því að of langur tími fer í rannsókn og fullvinnslu mála þannig að mál fyrnast eða sektir verða minni en ella. Í stað þess að styrkja embætti Skattrannsóknarstjóra líkt og almannahagsmunir krefjast, ákváðu núverandi stjórnarflokkar nú á dögunum að draga tennurnar úr skattrannsóknum með því að renna embætti Skattrannsóknarstjóra undir Skattinn með mildari sektum fyrir skattsvik og óvissu um hver eigi að rannsaka alvarlegustu skattalagabrotin. Þessari veikingu á skattrannsóknum mótmæltum við í Samfylkingunni harðlega og lögðum þess í stað til að embætti Skattrannsóknarstjóra yrði eflt og fengi ákæruvald til að styrkja og hraða vinnslu mála. Fólk sem felur peningana sína og eignir fyrir Skattinum hefur tekið lögin í sínar hendur og sagt sig úr lögum við samfélagið. Draumar okkar jafnaðarmanna og hugsjónir eru um velferðarsamfélag sem er fyrir alla. Það er hlutverk okkar að vinna gegn ranglæti og spillingu og verja almannahagsmuni gegn rótgrónum sérhagsmunum hér á landi. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun