BÍ telur FÍFL hafa haft sig að fífli Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2021 11:23 Sigríður Dögg segir að BÍ styrki ýmis félagasamtök, meðal annars þessi en ekki hafi legið fyrir neitt samþykki um framsetningu og samhengi sem auglýsingin talar inn í. Slíkt samræmist ekki hlutverki BÍ. Formaðurinn rannsakaði málið í gær og í morgun. Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands telur Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) hafa blekkt blaðamenn til þátttöku í umdeildri fíkniefnaauglýsingu. „Blaðamannafélag hefur styrkt ýmis félagasamtök í gegnum tíðina meðal annars Félag íslenskra fíknefnalögreglumanna um tíu þúsund krónur tvisvar á ári. Ekki kom fram í styrkbeiðninni hvers eðlis auglýsingin var. Enda samræmist það ekki hlutverki Blaðamannafélags Íslands að taka þátt í einhverju sem umdeilanlegt má heita,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi. Flokkspólitískt mál öðrum þræði Vísir greindi frá því í gærkvöldi að FÍFL notaði nafn Rauða krossins á Íslandi án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauðdaga“. „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Sigríður Dögg vísar til þess að aðferð og markmiði sé í þessu tilfelli ruglað saman. Eitt sé að vilja sporna við fæti gegn fíkniefnavá, annað sé að taka eindregna afstöðu með því hvaða aðferð sé farsælust í nálgun á þeim vanda. Öðrum þræði er um að ræða flokkspólitískt mál sem auglýsingin talar beint inn í og tengist frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur, sem er samstofna frumvarpi sem Píratar höfðu áður lagt fram, sem gengur út á afglæpavæðingu neysluskammta. Það frumvarp dagaði upp á þingi og tókst ekki að ljúka afgreiðslu þess áður en þingið fór í sumarfrí. Áður hafði Miðflokkurinn talað ákaft gegn frumvarpinu. Fjármunirnir fara til Íslenska lögregluforlagsins Sigríður Dögg segir fyrirliggjandi að BÍ muni ekki styrkja téða auglýsingastarfsemi FÍFL í framtíðinni að fenginni þessari reynslu. Hin umdeilda auglýsing. Fram eru að koma ýmsir aðilar sem eru sagðir styðja málstaðinn sem kannast ekki við að hafa skrifað undir neitt slíkt.skjáskot „Við höfum gengið úr skugga um í hvað þessir fjármunir sem við og fleiri höfum styrkt Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafa farið og komist að því að mikill meirihluti fjármuna fer til einkarekins fyrirtækis, Íslenska lögregluforlagsins, sem hefur þá einu starfsemi að safna þessum styrkjum. Og minniháttar útgáfustarfsemi aðra tengda ýmsum lögreglufélögum.“ Fimm milljónir brúttó per auglýsingu Þá segir formaður BÍ að hún hafi haft samband við FÍFL og fengið þær upplýsingar að engin starfsemi hafi verið undanfarin ár heldur hafi fjármunirnir sem þarna hafa safnast verið settir í sjóð. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur félagið verið endurvakið nýlega. „Ljóst er að fjármunir sem Blaðamannafélagið hefur styrkt þennan málstað um undanfarin ár hafa ekki verið nýttir á þann hátt sem gefið var upp í styrkbeiðninni. Sem var að efla forvarnir og því ljóst að við munum ekki styrkja birtingu þessara auglýsinga eftirleiðis,“ segir Sigríður Dögg. Að því gefnu að allir greiði fyrir styrktarlínur og lógó sem sjá má í auglýsingunni má slá á að þar hafi safnast brúttó um fimm milljónir króna en greitt er 10 þúsund krónur fyrir styrktarlínuna en 25 þúsund krónur fyrir lógóið. Opnuauglýsing í Morgunblaðinu kostar, en það er umsemjanlegt, um 300 þúsund krónur. Blaðið er jafnan í aldreifingu á fimmtudögum. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Blaðamannafélag hefur styrkt ýmis félagasamtök í gegnum tíðina meðal annars Félag íslenskra fíknefnalögreglumanna um tíu þúsund krónur tvisvar á ári. Ekki kom fram í styrkbeiðninni hvers eðlis auglýsingin var. Enda samræmist það ekki hlutverki Blaðamannafélags Íslands að taka þátt í einhverju sem umdeilanlegt má heita,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi. Flokkspólitískt mál öðrum þræði Vísir greindi frá því í gærkvöldi að FÍFL notaði nafn Rauða krossins á Íslandi án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauðdaga“. „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Sigríður Dögg vísar til þess að aðferð og markmiði sé í þessu tilfelli ruglað saman. Eitt sé að vilja sporna við fæti gegn fíkniefnavá, annað sé að taka eindregna afstöðu með því hvaða aðferð sé farsælust í nálgun á þeim vanda. Öðrum þræði er um að ræða flokkspólitískt mál sem auglýsingin talar beint inn í og tengist frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur, sem er samstofna frumvarpi sem Píratar höfðu áður lagt fram, sem gengur út á afglæpavæðingu neysluskammta. Það frumvarp dagaði upp á þingi og tókst ekki að ljúka afgreiðslu þess áður en þingið fór í sumarfrí. Áður hafði Miðflokkurinn talað ákaft gegn frumvarpinu. Fjármunirnir fara til Íslenska lögregluforlagsins Sigríður Dögg segir fyrirliggjandi að BÍ muni ekki styrkja téða auglýsingastarfsemi FÍFL í framtíðinni að fenginni þessari reynslu. Hin umdeilda auglýsing. Fram eru að koma ýmsir aðilar sem eru sagðir styðja málstaðinn sem kannast ekki við að hafa skrifað undir neitt slíkt.skjáskot „Við höfum gengið úr skugga um í hvað þessir fjármunir sem við og fleiri höfum styrkt Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafa farið og komist að því að mikill meirihluti fjármuna fer til einkarekins fyrirtækis, Íslenska lögregluforlagsins, sem hefur þá einu starfsemi að safna þessum styrkjum. Og minniháttar útgáfustarfsemi aðra tengda ýmsum lögreglufélögum.“ Fimm milljónir brúttó per auglýsingu Þá segir formaður BÍ að hún hafi haft samband við FÍFL og fengið þær upplýsingar að engin starfsemi hafi verið undanfarin ár heldur hafi fjármunirnir sem þarna hafa safnast verið settir í sjóð. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur félagið verið endurvakið nýlega. „Ljóst er að fjármunir sem Blaðamannafélagið hefur styrkt þennan málstað um undanfarin ár hafa ekki verið nýttir á þann hátt sem gefið var upp í styrkbeiðninni. Sem var að efla forvarnir og því ljóst að við munum ekki styrkja birtingu þessara auglýsinga eftirleiðis,“ segir Sigríður Dögg. Að því gefnu að allir greiði fyrir styrktarlínur og lógó sem sjá má í auglýsingunni má slá á að þar hafi safnast brúttó um fimm milljónir króna en greitt er 10 þúsund krónur fyrir styrktarlínuna en 25 þúsund krónur fyrir lógóið. Opnuauglýsing í Morgunblaðinu kostar, en það er umsemjanlegt, um 300 þúsund krónur. Blaðið er jafnan í aldreifingu á fimmtudögum.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10