Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. júní 2021 20:24 Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. Auglýsingin er heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu. Skilaboðin sjálf taka aðeins lítinn hluta hennar en mestan hluta síðnanna taka svo lógó og langur listi yfir fyrirtæki og samtök sem eru sögð styðja boðskapinn. Þar má finna nafn Rauða krossins sem kannast ekkert við að hafa gefið fíkniefnalögreglunni leyfi fyrir þessu. Enda eru skilaboð auglýsingarinnar í hrópandi ósamræmi við þann boðskap sem Rauði krossinn hefur hingað til verið að boða um skaðaminnkun, með verkefninu Frú Ragnheiði og stuðningi við ýmis frumvörp á þingi um bæði neyslurými og afglæpavæðingu fíkniefna. Nýlega birti félag fíkniefnalögreglumanna auglýsingu í @morgunblad. Þar kom nafn Rauða krossins fram án okkar samþykkis. Það þykir okkur mjög miður enda skilaboð auglýsingarinnar alls ekki í anda áherslu Rauða krossins á skaðaminnkandi og mannúðlega nálgun.— Rauði krossinn - Icelandic Red Cross (@raudikrossinn) June 21, 2021 „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Höfðu hafnað boði um þátttöku „Ég sá þessa auglýsingu bara þegar það fór af stað einhver umræða um hana og þá rákum við augun í að okkar nafn væri þarna. Við höfum fengið beiðni eins og mörg fyrirtæki og samtök um að styrkja þessa auglýsingu sem við höfum alltaf hafnað,“ segir hann. Rauði krossinn hefur haft samband við Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna og fengið staðfestingu á því að nafn samtakanna hafi verið á auglýsingunni fyrir slysni. Gunnlaugur segir mikilvægt að árétta að Rauði krossinn styðji ekki skilaboðin eða framsetninguna sem fíkniefnalögreglan gefur út með auglýsingunni: Hér má sjá heilsíðuauglýsinguna. skjáskot/morgunblaðið „KANNABISNEYSLA … byrjar oft á saklausu fikti. Endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða“ segir á fyrri síðu auglýsingarinnar. „Við viljum koma í veg fyrir það. Kannabis er LÍKA HÆTTULEGT fíkniefni,“ segir svo á þeirri seinni. Undir báðum yfirlýsingum má finna fjöldann allan af fyrirtækjum og samtökum sem virðast styðja boðskapinn, til dæmis sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg og Kópavog og ríkisfyrirtæki á borð við Vegagerðina og Vínbúðina. Lögreglan Kannabis Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Auglýsingin er heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu. Skilaboðin sjálf taka aðeins lítinn hluta hennar en mestan hluta síðnanna taka svo lógó og langur listi yfir fyrirtæki og samtök sem eru sögð styðja boðskapinn. Þar má finna nafn Rauða krossins sem kannast ekkert við að hafa gefið fíkniefnalögreglunni leyfi fyrir þessu. Enda eru skilaboð auglýsingarinnar í hrópandi ósamræmi við þann boðskap sem Rauði krossinn hefur hingað til verið að boða um skaðaminnkun, með verkefninu Frú Ragnheiði og stuðningi við ýmis frumvörp á þingi um bæði neyslurými og afglæpavæðingu fíkniefna. Nýlega birti félag fíkniefnalögreglumanna auglýsingu í @morgunblad. Þar kom nafn Rauða krossins fram án okkar samþykkis. Það þykir okkur mjög miður enda skilaboð auglýsingarinnar alls ekki í anda áherslu Rauða krossins á skaðaminnkandi og mannúðlega nálgun.— Rauði krossinn - Icelandic Red Cross (@raudikrossinn) June 21, 2021 „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Höfðu hafnað boði um þátttöku „Ég sá þessa auglýsingu bara þegar það fór af stað einhver umræða um hana og þá rákum við augun í að okkar nafn væri þarna. Við höfum fengið beiðni eins og mörg fyrirtæki og samtök um að styrkja þessa auglýsingu sem við höfum alltaf hafnað,“ segir hann. Rauði krossinn hefur haft samband við Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna og fengið staðfestingu á því að nafn samtakanna hafi verið á auglýsingunni fyrir slysni. Gunnlaugur segir mikilvægt að árétta að Rauði krossinn styðji ekki skilaboðin eða framsetninguna sem fíkniefnalögreglan gefur út með auglýsingunni: Hér má sjá heilsíðuauglýsinguna. skjáskot/morgunblaðið „KANNABISNEYSLA … byrjar oft á saklausu fikti. Endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða“ segir á fyrri síðu auglýsingarinnar. „Við viljum koma í veg fyrir það. Kannabis er LÍKA HÆTTULEGT fíkniefni,“ segir svo á þeirri seinni. Undir báðum yfirlýsingum má finna fjöldann allan af fyrirtækjum og samtökum sem virðast styðja boðskapinn, til dæmis sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg og Kópavog og ríkisfyrirtæki á borð við Vegagerðina og Vínbúðina.
Lögreglan Kannabis Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira