„Ekki vera fimmtugur, fullur og prófa þetta“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2021 20:01 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. vísir/vilhelm/egill Nokkrir leita á bráðamóttöku landspítalans á hverjum degi vegna rafskútuslysa, flestir með andlitsáverka eða áverka á handleggjum. Um fjörutíu prósent slasaðra hafa verið undir áhrifum áfengis. Síðusu misseri hafa reglulega verið sagðar fréttir af rafskútuslysum í Reykjavík. Um helgina fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til að mynda tvær tilkynningar með nokkurra mínútna millibili um rafskútuslys en í örðu slysanna var notandinn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna. „Þetta eru nokkrir á hverjum degi sem koma út af þessum slysum,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Hvernig eru þessi slys? „langoftast er það þannig að fólk missir jafnvægi á hjólinu eða dettur eða rekst á gangstéttarbrún og fellur af því en þá yfirleitt ekki á mjög miklum hraða.“ Áverkar á andliti og handleggjum algengast Fólk hafi ekki fengið lífshættulega áverka hér á landi. „En að sjálfsögðu geta þetta verið skurðir sem geta skilið eftir sig lýti í andliti eða beinbrot sem geta haft óþægilegar afleiðingar fyrir viðkomandi,“ segir Hjalti Már og bætir við að flestir slasist á handleggjum eða í andliti. Þá eru rafskútuslysin meira áberandi um helgar. „Í nákvæmri skráningu sem við vorum með síðasta sumar þá reyndust fjörutíu prósent þeirra sem slösuðust á rafskútum undir áhrifum áfengis, meðal fullorðinna. Ég vil túlka það þannig að það séu ekki rafskúturnar sem eru vandamálið heldur áfengið. Ekki vera fimmtugur fullur að prófa þetta um miðja nótt,“ segir Hjalti. Wind og Hopp eru vinsælar leigur á markaði í dag.Vísir/Kolbeinn Tumi Mælir með hjálmanotkun Það er ekki skylda að vera með hjálm á rafskútu. „Ég mæli með því að nota þá er flestir þessara áverka eru andlitsáverkar sem hjólahjálmur ver þig ekki fyrir en slíkur hjálmur myndi verja þig fyrir alvarlegustu formunum af heilaáverkum. En ég mæli með því að fólk noti hjálma en það á alls ekki að gera það að lögbroti að nota þennan vistvæna samgöngumáta án hjálma,“ segir Hjalti. Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Síðusu misseri hafa reglulega verið sagðar fréttir af rafskútuslysum í Reykjavík. Um helgina fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til að mynda tvær tilkynningar með nokkurra mínútna millibili um rafskútuslys en í örðu slysanna var notandinn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna. „Þetta eru nokkrir á hverjum degi sem koma út af þessum slysum,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Hvernig eru þessi slys? „langoftast er það þannig að fólk missir jafnvægi á hjólinu eða dettur eða rekst á gangstéttarbrún og fellur af því en þá yfirleitt ekki á mjög miklum hraða.“ Áverkar á andliti og handleggjum algengast Fólk hafi ekki fengið lífshættulega áverka hér á landi. „En að sjálfsögðu geta þetta verið skurðir sem geta skilið eftir sig lýti í andliti eða beinbrot sem geta haft óþægilegar afleiðingar fyrir viðkomandi,“ segir Hjalti Már og bætir við að flestir slasist á handleggjum eða í andliti. Þá eru rafskútuslysin meira áberandi um helgar. „Í nákvæmri skráningu sem við vorum með síðasta sumar þá reyndust fjörutíu prósent þeirra sem slösuðust á rafskútum undir áhrifum áfengis, meðal fullorðinna. Ég vil túlka það þannig að það séu ekki rafskúturnar sem eru vandamálið heldur áfengið. Ekki vera fimmtugur fullur að prófa þetta um miðja nótt,“ segir Hjalti. Wind og Hopp eru vinsælar leigur á markaði í dag.Vísir/Kolbeinn Tumi Mælir með hjálmanotkun Það er ekki skylda að vera með hjálm á rafskútu. „Ég mæli með því að nota þá er flestir þessara áverka eru andlitsáverkar sem hjólahjálmur ver þig ekki fyrir en slíkur hjálmur myndi verja þig fyrir alvarlegustu formunum af heilaáverkum. En ég mæli með því að fólk noti hjálma en það á alls ekki að gera það að lögbroti að nota þennan vistvæna samgöngumáta án hjálma,“ segir Hjalti.
Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira