Jú, auðvitað á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu Bjarki Eiríksson skrifar 21. júní 2021 12:31 Þann 19. júní síðastliðinn skrifar Þórarinn Hjartarson grein sem ber nafnið Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þar sem hann fullyrðir m.a. að stjórnmálamenn nýti sér vanlíðan ungs fólks með ,,fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig standa á við loforðin.” Hafa ber í huga við athugun þessarar fullyrðingar að í júní 2020 samþykkti Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, frumvarp Viðreisnar sem kveður á um niðurgreiðslu sálfræðikostnaðar og leiddi þar með í lög að þessi lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónusta ætti að vera niðurgreidd til jafns við aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo að þeir sem á henni þurfa að halda eigi auðveldara að sækja sér hjálp, án þess að það höggvi skarð í heimilisbókhaldið. Það að almenningi sé tryggt opnara aðgengi að sálfræðiþjónustu með greiðsluþátttöku hins opinbera þýðir ekki að eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu muni stóraukast. Sömu rökum var beitt þegar til stóð að niðurgreiða kostnað við sjúkraþjálfun án þess þó að þær dómsdagsspár rættust. Hins vegar dróst nýgengi örorku vegna stoðkerfisvanda saman við það að greiða niður þessa heilbrigðisþjónustu. Þórarinn minnist einnig á að ,,Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það.” Það er hárrétt að sé ekki sett þak á greiðsluþátttöku gætu lögin reynst samfélaginu bjarnargreiði. Með frumvarpinu er ekki kveðið á um niðurgreiðslu að fullu eða ótakmarkað. Það eru settar ákveðnar girðingar um það. Ráðherra skal setja reglugerð sem kveður á um það hvert hámark yrði og hve hátt hlutfall yrði niðurgreitt. Það er alveg á tæru. Annars leikur mér forvitni á að vita hverjir það eru sem Þórarni finnst þurfa nauðsynlega á sálfræðiþjónusu að halda. Við erum öll sammála um að þegar við veikjumst eða finnum fyrir verkjum lengur en okkur þykir eðlilegt þá leitum við til læknis, og fáum við tannpínu hittum við tannlækni. Þegar við finnum ekki fyrir verkjum, veikindum eða tannpínu þá erum við ekki að hitta sérfræðinga að óþörfu og hvers vegna ætti það að vera öðruvísi þegar kemur að sálfræðiþjónustu? Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við þurfum að gefa andlegri líðan okkar og heilsu meiri gaum. Ég fer með bílinn minn reglulega í olíuskipti og yfirferð til að koma í veg fyrir að ákveðnir hlutir geti skemmt hann eða orðið til þess að bíllinn minn bili, ég fer ekki bara með hann á verkstæði eingöngu þegar vélin er úrbrædd. Ég reyni að mæta í ræktina reglulega til að halda skrokknum mínum heilbrigðum til að fyrirbyggja að þegar hann bregðist mér eftir því sem árunum fjölgar. Forvirkar aðgerðir virka og geta sparað ríkinu gríðarlega fjármuni til lengri tíma. Meirihluti örorkubóta eru greiddar út vegna andlegrar örorku. Það er raunveruleikinn og með auknu aðgengi að samtalsmeðferðum getum við sem samfélag reynt að snúa við blaðinu og fjárfest í geðheilbrigði almennings. Það er nefnilega ódýrara bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt að fyrirbyggja heilsubrest, hvort sem hann er af líkamlegum eða andlegum toga. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Bjarki Eiríksson Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Þann 19. júní síðastliðinn skrifar Þórarinn Hjartarson grein sem ber nafnið Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þar sem hann fullyrðir m.a. að stjórnmálamenn nýti sér vanlíðan ungs fólks með ,,fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig standa á við loforðin.” Hafa ber í huga við athugun þessarar fullyrðingar að í júní 2020 samþykkti Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, frumvarp Viðreisnar sem kveður á um niðurgreiðslu sálfræðikostnaðar og leiddi þar með í lög að þessi lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónusta ætti að vera niðurgreidd til jafns við aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo að þeir sem á henni þurfa að halda eigi auðveldara að sækja sér hjálp, án þess að það höggvi skarð í heimilisbókhaldið. Það að almenningi sé tryggt opnara aðgengi að sálfræðiþjónustu með greiðsluþátttöku hins opinbera þýðir ekki að eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu muni stóraukast. Sömu rökum var beitt þegar til stóð að niðurgreiða kostnað við sjúkraþjálfun án þess þó að þær dómsdagsspár rættust. Hins vegar dróst nýgengi örorku vegna stoðkerfisvanda saman við það að greiða niður þessa heilbrigðisþjónustu. Þórarinn minnist einnig á að ,,Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það.” Það er hárrétt að sé ekki sett þak á greiðsluþátttöku gætu lögin reynst samfélaginu bjarnargreiði. Með frumvarpinu er ekki kveðið á um niðurgreiðslu að fullu eða ótakmarkað. Það eru settar ákveðnar girðingar um það. Ráðherra skal setja reglugerð sem kveður á um það hvert hámark yrði og hve hátt hlutfall yrði niðurgreitt. Það er alveg á tæru. Annars leikur mér forvitni á að vita hverjir það eru sem Þórarni finnst þurfa nauðsynlega á sálfræðiþjónusu að halda. Við erum öll sammála um að þegar við veikjumst eða finnum fyrir verkjum lengur en okkur þykir eðlilegt þá leitum við til læknis, og fáum við tannpínu hittum við tannlækni. Þegar við finnum ekki fyrir verkjum, veikindum eða tannpínu þá erum við ekki að hitta sérfræðinga að óþörfu og hvers vegna ætti það að vera öðruvísi þegar kemur að sálfræðiþjónustu? Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við þurfum að gefa andlegri líðan okkar og heilsu meiri gaum. Ég fer með bílinn minn reglulega í olíuskipti og yfirferð til að koma í veg fyrir að ákveðnir hlutir geti skemmt hann eða orðið til þess að bíllinn minn bili, ég fer ekki bara með hann á verkstæði eingöngu þegar vélin er úrbrædd. Ég reyni að mæta í ræktina reglulega til að halda skrokknum mínum heilbrigðum til að fyrirbyggja að þegar hann bregðist mér eftir því sem árunum fjölgar. Forvirkar aðgerðir virka og geta sparað ríkinu gríðarlega fjármuni til lengri tíma. Meirihluti örorkubóta eru greiddar út vegna andlegrar örorku. Það er raunveruleikinn og með auknu aðgengi að samtalsmeðferðum getum við sem samfélag reynt að snúa við blaðinu og fjárfest í geðheilbrigði almennings. Það er nefnilega ódýrara bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt að fyrirbyggja heilsubrest, hvort sem hann er af líkamlegum eða andlegum toga. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun