Jason Daði fékk höfuðverk og átti erfitt með andardrátt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 11:08 Jason Daði Svanþórsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Breiðabliki. vísir/vilhelm Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, segist hafa átt erfitt með andardrátt og fengið höfuðverk í leiknum gegn FH í gær. Jason kom Blikum í 2-0 á 23. mínútu. Tíu mínútum síðar lá hann eftir á vellinum. Vallarþulur á Kópavogsvelli óskaði eftir lækni og Jason var svo borinn af velli. Hann var í kjölfarið fluttur af Kópavogsvelli í sjúkrabíl. „Ég átti bara erfitt með andardrátt og var illt í hausnum,“ sagði Jason í samtali við Vísi. „Sjúkraþjálfarinn kom til mín, hjálpaði mér í gegnum þetta og það er allt í góðu núna,“ bætti Jason við en hann var alltaf með meðvitund. Jason fór í hjartamyndatöku í gær og niðurstöðurnar úr henni voru góðar. „Ég fór í myndatöku og það er allt í góðu með hjartað,“ sagði hann. Mosfellingurinn fór heim til sín eftir skoðun á spítala í gær og fer í frekari skoðun á næstu dögum. „Ég fékk hausverk og svima en get rosa lítið sagt hvað gerðist. Ég fer í fleiri rannsóknir en allt það sem ég fór í gær leit vel út. Ég á tíma hjá lækni á morgun,“ sagði Jason. Viðstöddum og þeim sem fylgdust með leiknum var eðlilega brugðið þegar Jason lá á vellinum enda aðeins rúm vika síðan Daninn Christian Eriksen fékk hjartaáfall í leik gegn Finnum á EM. „Ég náði ekki mikið að hugsa um það,“ sagði Jason aðspurður hvort atvikinu með Eriksen hefði skotið upp í kolli hans. Breiðablik vann leikinn gegn FH, 4-0, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. „Þetta voru mikilvægir þrír punktar og við vonum það besta,“ sagði Jason sem hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Blikar rústuðu FH-ingum og markið í toppslagnum á Dalvík Þrettán mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Þá fóru fjórar vítaspyrnur forgörðum. 21. júní 2021 09:01 „Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. 20. júní 2021 21:45 Góðar fréttir af Jasoni Daða Jason Daði Svanþórson, leikmaður Blika, var borinn af velli í leik Breiðabliks og FH í Pepsi Max deild karla í kvöld. 20. júní 2021 20:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Jason kom Blikum í 2-0 á 23. mínútu. Tíu mínútum síðar lá hann eftir á vellinum. Vallarþulur á Kópavogsvelli óskaði eftir lækni og Jason var svo borinn af velli. Hann var í kjölfarið fluttur af Kópavogsvelli í sjúkrabíl. „Ég átti bara erfitt með andardrátt og var illt í hausnum,“ sagði Jason í samtali við Vísi. „Sjúkraþjálfarinn kom til mín, hjálpaði mér í gegnum þetta og það er allt í góðu núna,“ bætti Jason við en hann var alltaf með meðvitund. Jason fór í hjartamyndatöku í gær og niðurstöðurnar úr henni voru góðar. „Ég fór í myndatöku og það er allt í góðu með hjartað,“ sagði hann. Mosfellingurinn fór heim til sín eftir skoðun á spítala í gær og fer í frekari skoðun á næstu dögum. „Ég fékk hausverk og svima en get rosa lítið sagt hvað gerðist. Ég fer í fleiri rannsóknir en allt það sem ég fór í gær leit vel út. Ég á tíma hjá lækni á morgun,“ sagði Jason. Viðstöddum og þeim sem fylgdust með leiknum var eðlilega brugðið þegar Jason lá á vellinum enda aðeins rúm vika síðan Daninn Christian Eriksen fékk hjartaáfall í leik gegn Finnum á EM. „Ég náði ekki mikið að hugsa um það,“ sagði Jason aðspurður hvort atvikinu með Eriksen hefði skotið upp í kolli hans. Breiðablik vann leikinn gegn FH, 4-0, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. „Þetta voru mikilvægir þrír punktar og við vonum það besta,“ sagði Jason sem hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Blikar rústuðu FH-ingum og markið í toppslagnum á Dalvík Þrettán mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Þá fóru fjórar vítaspyrnur forgörðum. 21. júní 2021 09:01 „Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. 20. júní 2021 21:45 Góðar fréttir af Jasoni Daða Jason Daði Svanþórson, leikmaður Blika, var borinn af velli í leik Breiðabliks og FH í Pepsi Max deild karla í kvöld. 20. júní 2021 20:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Blikar rústuðu FH-ingum og markið í toppslagnum á Dalvík Þrettán mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Þá fóru fjórar vítaspyrnur forgörðum. 21. júní 2021 09:01
„Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. 20. júní 2021 21:45
Góðar fréttir af Jasoni Daða Jason Daði Svanþórson, leikmaður Blika, var borinn af velli í leik Breiðabliks og FH í Pepsi Max deild karla í kvöld. 20. júní 2021 20:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45