Raisi sigurvegari í Íran Árni Sæberg skrifar 19. júní 2021 10:21 Ebrahim Raisi (t.h.) verður næsti forseti Írans eftir að sérstök kjörnefnd hafnaði mörgum þekktum frambjóðendum. Vísir/EPA Ebrahim Raisi bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Íran. Níutíu prósent atkvæða hafa verið talin og Raisi hefur hlotið rúmlega helming þeirra. Ebrahim Raisi er forseti Hæstaréttar Írans og er almennt talinn harðlínuíhaldsmaður. Frjálslyndir Íranir sniðgengu kosningarnar og hafa sakað kosningaryfirvöld um að haga kosningunum þannig að sigur Raisi væri tryggður. Einungis sjö frambjóðendum var leyft að taka þátt í kosningunum. Klerkaveldið, undir stjórn æðstaklerksins Ali Khomeini, hafnaði umbótasinnum og bandamönnum Hassans Rouhani, fráfarandi forseta Írans. Stjórnarskrá Írans kemur í veg fyrir að Rouhani geti sóst eftir endurkjöri sjálfur. Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem fékk ekki leyfi til að bjóða sig fram. Sá frambjóðandi sem talinn var líklegastur til að veita Raisi einhverja samkeppni um forsetaembættið er seðlabankastjórinn fyrrverandi, Abdolnasser Hemmati. Sigurlíkur hans voru takmarkaðar þar sem stuðningsmenn hans ákváðu að sniðganga kosningarnar. Raisi hefur verið sakaður um alvarleg mannréttindabrot í gegn um tíðina. Til að mynda er hann sagður ábyrgur fyrir aftökum pólitískra andstæðinga Khomeini árið 1988. Formlegar tölur um kjörsókn hafa ekki verið gefnar út en þegar hafa 90 prósent, eða alls 28 milljónir, atkvæða verið talin. Athygli vekur að 59 milljónir eru á kjörskrá í Íran og kjörsókn því ansi dræm. Íran Tengdar fréttir Íranir ganga að kjörborðinu Forsetakosningar fara fram í Íran í dag þar sem allir þeir fjórir sem til greina koma sem arftaki Hassan Rouhani eru taldir vera harðlínumenn. 18. júní 2021 06:26 Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Ebrahim Raisi er forseti Hæstaréttar Írans og er almennt talinn harðlínuíhaldsmaður. Frjálslyndir Íranir sniðgengu kosningarnar og hafa sakað kosningaryfirvöld um að haga kosningunum þannig að sigur Raisi væri tryggður. Einungis sjö frambjóðendum var leyft að taka þátt í kosningunum. Klerkaveldið, undir stjórn æðstaklerksins Ali Khomeini, hafnaði umbótasinnum og bandamönnum Hassans Rouhani, fráfarandi forseta Írans. Stjórnarskrá Írans kemur í veg fyrir að Rouhani geti sóst eftir endurkjöri sjálfur. Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem fékk ekki leyfi til að bjóða sig fram. Sá frambjóðandi sem talinn var líklegastur til að veita Raisi einhverja samkeppni um forsetaembættið er seðlabankastjórinn fyrrverandi, Abdolnasser Hemmati. Sigurlíkur hans voru takmarkaðar þar sem stuðningsmenn hans ákváðu að sniðganga kosningarnar. Raisi hefur verið sakaður um alvarleg mannréttindabrot í gegn um tíðina. Til að mynda er hann sagður ábyrgur fyrir aftökum pólitískra andstæðinga Khomeini árið 1988. Formlegar tölur um kjörsókn hafa ekki verið gefnar út en þegar hafa 90 prósent, eða alls 28 milljónir, atkvæða verið talin. Athygli vekur að 59 milljónir eru á kjörskrá í Íran og kjörsókn því ansi dræm.
Íran Tengdar fréttir Íranir ganga að kjörborðinu Forsetakosningar fara fram í Íran í dag þar sem allir þeir fjórir sem til greina koma sem arftaki Hassan Rouhani eru taldir vera harðlínumenn. 18. júní 2021 06:26 Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Íranir ganga að kjörborðinu Forsetakosningar fara fram í Íran í dag þar sem allir þeir fjórir sem til greina koma sem arftaki Hassan Rouhani eru taldir vera harðlínumenn. 18. júní 2021 06:26
Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01