Partýsprengja um helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2021 10:15 Skál fyrir þér, We are the champions og Djamm í kvöld eru lög sem munu eflaust hljóma í einhverjum útskriftarveislum um helgina á milli þess sem korkurinn flýgur úr flöskunum. Vísir/vilhelm Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. Því til viðbótar eru afmæli, brúðkaup, steggjanir og gæsanir skipulagðar um allt land. Það má því reikna með því að vínið flæði og timburmenn á sunnudeginum verði mögulega sögulegir, hvað fjölda timburmanna varðar í það minnsta. Við bætist auðvitað uppsöfnuð partýþörf eftir kórónuveiruárið 2020. Árið þar sem fresta þurfti stórafmælum, brúðkaupum og veislum af öllum toga. Nú þegar slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum og góður gangur er í bólusetningum er víða komið að því að blása til veislu. Finna fyrir veislunum í Vínbúðinni Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir starfsfólkið finna vel fyrir veislustandi í sumar. Reikna má með að margir leggi leið sína í vínbúðirnar í dag að versla inn fyrir morgundaginn. Hvítvínið verður örugglega flæðandi víða um helgina.Vísir/Vilhelm „Við sjáum það sem gerist í dag ekki fyrr en á morgun,“ segir Sigrún Ósk. Starfsfólkið hafi þó fundið fyrir auknu álagi. Koma verði í ljós hvort fólk sé búið að gera ráðstafanir fyrir veislur morgundagsins eða örtröð verði í dag. En veislutímabilið sé svo sannarlega hafið. „Þau hafa fundið fyrir því í veisluþjónustunni að það eru veislur fram undan. Það er uppsöfnuð veisluþörf,“ segir Sigrún Ósk. Háskólaútskriftunum fylgi auðvitað fjöldi veisla. Allt uppbókað um helgina Þegar skipuleggja á flotta veislu eru margir sem stækka húsnæðið sitt með því að henda upp tjaldi í garðinn. Einhverjir fylgdust með nágrönnum sínum nýta frídaginn í gær til að setja upp tjald í garðinum. Seglagerðin er á meðal þeirra sem leigja út tjöld. Björgvin Barðdal, seglasaumari hjá Seglagerðinni, finnur sannarlega fyrir veisluhöldum helgarinnar. Fjölmargir nemendur við Háskóla Íslands útskrifast á morgun.Vísir/vilhelm „Þessi helgi er öll uppbókuð og sú næsta líka,“ segir Björgvin. Tjöldin eru af öllum stærðum og gerðum, svo eru bekkir, borð og fleira sem fólk næli sér í fyrir veislur. Leiga á slíkum búnaði í kórónuveirufaraldrinum hafi verið engin, eðli máls samkvæmt, en nú sé allt á uppleið. „Flestum er boðið í fjórar til fimm veislur um helgina, með kostum og göllum,“ segir Björgvin. Háskólar Áfengi og tóbak Næturlíf Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Því til viðbótar eru afmæli, brúðkaup, steggjanir og gæsanir skipulagðar um allt land. Það má því reikna með því að vínið flæði og timburmenn á sunnudeginum verði mögulega sögulegir, hvað fjölda timburmanna varðar í það minnsta. Við bætist auðvitað uppsöfnuð partýþörf eftir kórónuveiruárið 2020. Árið þar sem fresta þurfti stórafmælum, brúðkaupum og veislum af öllum toga. Nú þegar slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum og góður gangur er í bólusetningum er víða komið að því að blása til veislu. Finna fyrir veislunum í Vínbúðinni Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir starfsfólkið finna vel fyrir veislustandi í sumar. Reikna má með að margir leggi leið sína í vínbúðirnar í dag að versla inn fyrir morgundaginn. Hvítvínið verður örugglega flæðandi víða um helgina.Vísir/Vilhelm „Við sjáum það sem gerist í dag ekki fyrr en á morgun,“ segir Sigrún Ósk. Starfsfólkið hafi þó fundið fyrir auknu álagi. Koma verði í ljós hvort fólk sé búið að gera ráðstafanir fyrir veislur morgundagsins eða örtröð verði í dag. En veislutímabilið sé svo sannarlega hafið. „Þau hafa fundið fyrir því í veisluþjónustunni að það eru veislur fram undan. Það er uppsöfnuð veisluþörf,“ segir Sigrún Ósk. Háskólaútskriftunum fylgi auðvitað fjöldi veisla. Allt uppbókað um helgina Þegar skipuleggja á flotta veislu eru margir sem stækka húsnæðið sitt með því að henda upp tjaldi í garðinn. Einhverjir fylgdust með nágrönnum sínum nýta frídaginn í gær til að setja upp tjald í garðinum. Seglagerðin er á meðal þeirra sem leigja út tjöld. Björgvin Barðdal, seglasaumari hjá Seglagerðinni, finnur sannarlega fyrir veisluhöldum helgarinnar. Fjölmargir nemendur við Háskóla Íslands útskrifast á morgun.Vísir/vilhelm „Þessi helgi er öll uppbókuð og sú næsta líka,“ segir Björgvin. Tjöldin eru af öllum stærðum og gerðum, svo eru bekkir, borð og fleira sem fólk næli sér í fyrir veislur. Leiga á slíkum búnaði í kórónuveirufaraldrinum hafi verið engin, eðli máls samkvæmt, en nú sé allt á uppleið. „Flestum er boðið í fjórar til fimm veislur um helgina, með kostum og göllum,“ segir Björgvin.
Háskólar Áfengi og tóbak Næturlíf Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira