Ísland ekki með í fyrstu tilnefningum Biden til sendiherra Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 12:43 Jeffrey Ross Gunter sagði af sér sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi eftir að Donald Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember. Eftirmaður hans hefur enn ekki verið tilnefndur. Twitter bandaríska sendiráðsins Fyrstu tilnefningar Joes Biden Bandaríkjaforseta til sendiherraembætta voru gerðar opinberar á þriðjudag en sendiherraefni fyrir Ísland er ekki á meðal þeirra. Biden tilnefnir meðal annars flughetju sem fulltrúa sinn gagnvar Alþjóðaflugmálastofnuninni. Sendiherralaust hefur verið í bandaríska sendiráðinu á Íslandi frá því að Jeffrey Ross Gunter yfirgaf landið 21. janúar, daginn eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum. Venja er að pólitískt skipaðir sendiherrar segi af sér við stjórnarskipti. Gunter var nokkuð umdeildur. Hann var húðlæknir í Kaliforníu sem lagði fé í kosningasjóði Donalds Trump árið 2016 og var verðlaunaður með sendiherrastöðunni. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að Gunter hefði farið fram á að fá að bera skotvopn á Íslandi öryggis síns vegna. Þá hafi hann skipt ótt og títt um næstráðendur í sendiráðinu þar sem hann taldi marga þeirra ekki nógu hliðholla Trump. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að krefjast þess að Gunter yrði kallaður heim. Enn verður bið á að eftirmaður Gunter verði skipaður því ekkert sendiherraefni fyrir Ísland var á lista Biden í vikunni. Washington Post segir að stjórn Biden hafi meðal annars verið sein til að tilkynna um tilnefningar sínar til pólitískt skipaðra embætta vegna álitamála um fjölbreytni sendiherraefnanna. Margir vinir, bandamenn og bakhjarlar Biden, sem er oft sá hópur sem hlýtur tilnefningar sem þessar, séu flestir hvítir karlar en stjórnin vilji fjölbreytni í kyni og kynþætti sendiherra sinna. Á meðan enginn sendiherra hefur verið skipaður á Íslandi er Harry Kamian starfandi sendiherra samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu. Sullenberger flugstjóri varð að þjóðhetju þegar honum tókst að lenda Airbus A320-farþegaþotu í Hudson-ánni árið 2009. Allir 155 sem voru um borð komust lífs af.Vísir/EPA „Sully“ flugstjóri tilnefndur Af þeim sem Biden tilnefndi til sendiherraembætta á þriðjudag er helst að nefna Thomas R. Nides, fyrrverandi embættismann í utanríkisráðnuneytinu, sem á að verða sendiherra í Ísrael, Julie Smith, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Biden, er tilnefnd sendifulltrúi gagnvart Norðuratlantshafsbandalaginu, og Ken Salazar, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem er tilnefndur sendiherra í Mexíkó. Þá tilnefndi Biden C.B. „Sully“ Sullenberger, flugmanninn sem lenti farþegaþotu í Hudson-ánni í New York þegar báðir hreyflar hennar brugðust skömmu eftir flugtak árið 2009, sem sendiherra við ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Búist er við því að Biden kynni fleiri tilnefningar til sendiherra og fleiri embætta á næstu vikum, þar á meðal fyrir Kína, Indland og Japan. Talið er að Biden ætli sér að tilnefndi Cindy McCain, ekkju Johns McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, sem fulltrúa Bandaríkjastjórnar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Sendiherralaust hefur verið í bandaríska sendiráðinu á Íslandi frá því að Jeffrey Ross Gunter yfirgaf landið 21. janúar, daginn eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum. Venja er að pólitískt skipaðir sendiherrar segi af sér við stjórnarskipti. Gunter var nokkuð umdeildur. Hann var húðlæknir í Kaliforníu sem lagði fé í kosningasjóði Donalds Trump árið 2016 og var verðlaunaður með sendiherrastöðunni. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að Gunter hefði farið fram á að fá að bera skotvopn á Íslandi öryggis síns vegna. Þá hafi hann skipt ótt og títt um næstráðendur í sendiráðinu þar sem hann taldi marga þeirra ekki nógu hliðholla Trump. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að krefjast þess að Gunter yrði kallaður heim. Enn verður bið á að eftirmaður Gunter verði skipaður því ekkert sendiherraefni fyrir Ísland var á lista Biden í vikunni. Washington Post segir að stjórn Biden hafi meðal annars verið sein til að tilkynna um tilnefningar sínar til pólitískt skipaðra embætta vegna álitamála um fjölbreytni sendiherraefnanna. Margir vinir, bandamenn og bakhjarlar Biden, sem er oft sá hópur sem hlýtur tilnefningar sem þessar, séu flestir hvítir karlar en stjórnin vilji fjölbreytni í kyni og kynþætti sendiherra sinna. Á meðan enginn sendiherra hefur verið skipaður á Íslandi er Harry Kamian starfandi sendiherra samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu. Sullenberger flugstjóri varð að þjóðhetju þegar honum tókst að lenda Airbus A320-farþegaþotu í Hudson-ánni árið 2009. Allir 155 sem voru um borð komust lífs af.Vísir/EPA „Sully“ flugstjóri tilnefndur Af þeim sem Biden tilnefndi til sendiherraembætta á þriðjudag er helst að nefna Thomas R. Nides, fyrrverandi embættismann í utanríkisráðnuneytinu, sem á að verða sendiherra í Ísrael, Julie Smith, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Biden, er tilnefnd sendifulltrúi gagnvart Norðuratlantshafsbandalaginu, og Ken Salazar, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem er tilnefndur sendiherra í Mexíkó. Þá tilnefndi Biden C.B. „Sully“ Sullenberger, flugmanninn sem lenti farþegaþotu í Hudson-ánni í New York þegar báðir hreyflar hennar brugðust skömmu eftir flugtak árið 2009, sem sendiherra við ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Búist er við því að Biden kynni fleiri tilnefningar til sendiherra og fleiri embætta á næstu vikum, þar á meðal fyrir Kína, Indland og Japan. Talið er að Biden ætli sér að tilnefndi Cindy McCain, ekkju Johns McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, sem fulltrúa Bandaríkjastjórnar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46