Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um að ræða árekstur tveggja bifreiða. Lítið var um slys á fólki, en einn hlaut minniháttar áverka. Slökkviliðinu barst útkall rétt eftir klukkan níu í kvöld.
Lögregla stýrði umferð um svæðið rétt eftir slysið.
