„Alls ekki óþekkt að svona staða komi upp“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2021 19:35 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Vísir/Arnar Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Stofnmat Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í dag sýnir að stofnstærðin hefur verið ofmetin á undanförnum árum. Viðviðmiðunarstofn árið 2020 var þannig ofmetinn um nítján prósent miðað við núverandi mat. Ráðlagður heildarafli lækkar því úr rúmum 256 þúsund tonnum í tæp 223 þúsund tonn. „Það er alls ekki óþekkt að svona staða komi upp. Það er að fiskistofnar séu ofmetnir og það gerðist því miður líka hjá okkur í kringum 2000. En þetta er alls ekki ólíkt því sem er að gerast í Barentshafinu og í Norðursjónum akkúrat núna með þorskstofna þar. Þetta er að gerast víða en meginástæðan nú fyrir þessu ofmati hjá okkur er að samsetning veiðistofnsins hefur breyst mikið á síðustu tíu árum," segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Forsendur fyrir stofnmælingum hafi verið rangar. „Þetta tekur svolítinn tíma að átta sig á því einfaldlega vegna þess að við erum að vinna með gögn núna sem eru utan þess sem við höfum áður séð. Forsendurnar sem við gáfum okkur þær eru því miður ekki réttar og það er það sem er stærri hlutinn í þessu.” Þorskstofninn hafi engu að síður ekki verið stærri í fjörutíu ár. „En á sama tíma og við segjum þetta og menn eflaust tjá þetta á mjög neikvæðan hátt þá megum við ekki gleyma því að uppbyggingin á þorskstofninn hefur samt sem áður leitt okkur á þann stað sem við erum í dag.” Þorsteinn bendir á að aflaregla stjórnvalda gerir ráð fyrir óvæntum breytingum. „Sagan hefur sagt að svona hlutir gerast og munu örugglega gerast áfram þó allir sem vinna við þetta vonist til að þetta gerist ekki á þeirra vakt en engu að síður er það bara staðreyndin ef þú horfir á sögu stofna í flestum fiskistofnum sem við erum að vinna við og sem nágrannar okkar eru að vinna við, því miður.” SFS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst af stöðu hafrannsókna hérlendis og úrbóta krafist. Þá verði að bregðast við fyrirvaralausum samdrætti meðákvörðunum sem ekki verði léttvægar. „Auðvitað eru viðbrögðin blendin en ég held að þeir sem til málanna þekkja og það gera bæði atvinnuveganefnd, ráðherra og SFS, þeir sjá hvernig hlutirnir liggja,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Stofnmat Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í dag sýnir að stofnstærðin hefur verið ofmetin á undanförnum árum. Viðviðmiðunarstofn árið 2020 var þannig ofmetinn um nítján prósent miðað við núverandi mat. Ráðlagður heildarafli lækkar því úr rúmum 256 þúsund tonnum í tæp 223 þúsund tonn. „Það er alls ekki óþekkt að svona staða komi upp. Það er að fiskistofnar séu ofmetnir og það gerðist því miður líka hjá okkur í kringum 2000. En þetta er alls ekki ólíkt því sem er að gerast í Barentshafinu og í Norðursjónum akkúrat núna með þorskstofna þar. Þetta er að gerast víða en meginástæðan nú fyrir þessu ofmati hjá okkur er að samsetning veiðistofnsins hefur breyst mikið á síðustu tíu árum," segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Forsendur fyrir stofnmælingum hafi verið rangar. „Þetta tekur svolítinn tíma að átta sig á því einfaldlega vegna þess að við erum að vinna með gögn núna sem eru utan þess sem við höfum áður séð. Forsendurnar sem við gáfum okkur þær eru því miður ekki réttar og það er það sem er stærri hlutinn í þessu.” Þorskstofninn hafi engu að síður ekki verið stærri í fjörutíu ár. „En á sama tíma og við segjum þetta og menn eflaust tjá þetta á mjög neikvæðan hátt þá megum við ekki gleyma því að uppbyggingin á þorskstofninn hefur samt sem áður leitt okkur á þann stað sem við erum í dag.” Þorsteinn bendir á að aflaregla stjórnvalda gerir ráð fyrir óvæntum breytingum. „Sagan hefur sagt að svona hlutir gerast og munu örugglega gerast áfram þó allir sem vinna við þetta vonist til að þetta gerist ekki á þeirra vakt en engu að síður er það bara staðreyndin ef þú horfir á sögu stofna í flestum fiskistofnum sem við erum að vinna við og sem nágrannar okkar eru að vinna við, því miður.” SFS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst af stöðu hafrannsókna hérlendis og úrbóta krafist. Þá verði að bregðast við fyrirvaralausum samdrætti meðákvörðunum sem ekki verði léttvægar. „Auðvitað eru viðbrögðin blendin en ég held að þeir sem til málanna þekkja og það gera bæði atvinnuveganefnd, ráðherra og SFS, þeir sjá hvernig hlutirnir liggja,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14
Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26