78% ónæmi náð: Um tvær vikur í afléttingu allra takmarkana Snorri Másson skrifar 15. júní 2021 17:09 Svandís Svavarsdóttir talar um að aflétta öllum takmörkunum í lok júní. Vísir/Vilhelm Hlutfall fullorðinna Íslendinga sem eru ónæmir fyrir Covid-19 er komið upp í 78,1%, þ.e. þeirra sem eru annaðhvort komnir með fyrsta skammt bóluefnis eða ónæmi vegna sýkingar. Heilbrigðisráðuneytið gaf út fyrr á þessu ári að þegar 75% fólks væri komið með fyrsta skammt yrði öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands aflétt. Á skýringarmynd með þeim áformum er meira að segja miðað við 280.000 en ekki 295.000, sem er fjöldinn í bólusetningarhópnum á boluefni.is. Miðað við töflu stjórnvalda eru því í raun um 83% Íslendinga komnir með ónæmi. Ísland er í þriðja sæti á heimsvísu yfir fjölda sem hefur fengið fyrstu bólusetningu, samanber Our World In Data. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudaginn að „í lok júní“ væri stefnt að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Ráðherra kynnti þá tilslakanir sem tóku gildi í dag, þar sem 300 mega koma saman. „Við erum að slaka í áttina að því að geta bara slakað alveg,“ sagði Svandís. Ef stjórnvöldum tekst að aflétta öllum takmörkunum fyrir lok mánaðar stenst tafla þeirra enn, enda er þar talað um að ráðist verði í það í „síðari hluta júní.“ Heilbrigðisráðherra hefur því 15 daga. „Ef allt heldur áfram að ganga svona vel þá mun það líka verða þannig að við getum losað um takmarkanir innanlands um mánaðamótin,“ sagði Svandís. Ráðherra bætti því við að strax 25. júní hefðu allir gjaldgengir Íslendingar fengið boð í fyrstu sprautuna af bóluefni. Mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á öðru en að skipuleggjendur stórra viðburða, svo sem Þjóðhátíðar og Menningarnætur, geti miðað við að blása til góðrar veislu. „Ráðherra hefur svo sem boðað að það yrði,“ segir Þórólfur. Hann nefnir þó að ráðherra eigi eftir að fá frá honum tillögur um afléttingar fyrir næstu mánaðamót. Góður gangur sé þó í bólusetningu og við á réttri leið. „Ef þetta gengur allt svona sé ég bara fyrir mér að við getum haldið áfram að létta innanlands og reynt að halda öllu öruggu á landamærum. Við ættum líka að geta létt á aðgerðum þar,“ segir Þórólfur. „Það eru mjög margir fullbólusettir og áfram mikill gangur í bólusetningu. Við ættum að vera komin með mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur.“ Sóttvarnalæknir er bjartsýnn. „Mér finnst þetta líta bara mjög vel út.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54 Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gaf út fyrr á þessu ári að þegar 75% fólks væri komið með fyrsta skammt yrði öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands aflétt. Á skýringarmynd með þeim áformum er meira að segja miðað við 280.000 en ekki 295.000, sem er fjöldinn í bólusetningarhópnum á boluefni.is. Miðað við töflu stjórnvalda eru því í raun um 83% Íslendinga komnir með ónæmi. Ísland er í þriðja sæti á heimsvísu yfir fjölda sem hefur fengið fyrstu bólusetningu, samanber Our World In Data. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudaginn að „í lok júní“ væri stefnt að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Ráðherra kynnti þá tilslakanir sem tóku gildi í dag, þar sem 300 mega koma saman. „Við erum að slaka í áttina að því að geta bara slakað alveg,“ sagði Svandís. Ef stjórnvöldum tekst að aflétta öllum takmörkunum fyrir lok mánaðar stenst tafla þeirra enn, enda er þar talað um að ráðist verði í það í „síðari hluta júní.“ Heilbrigðisráðherra hefur því 15 daga. „Ef allt heldur áfram að ganga svona vel þá mun það líka verða þannig að við getum losað um takmarkanir innanlands um mánaðamótin,“ sagði Svandís. Ráðherra bætti því við að strax 25. júní hefðu allir gjaldgengir Íslendingar fengið boð í fyrstu sprautuna af bóluefni. Mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á öðru en að skipuleggjendur stórra viðburða, svo sem Þjóðhátíðar og Menningarnætur, geti miðað við að blása til góðrar veislu. „Ráðherra hefur svo sem boðað að það yrði,“ segir Þórólfur. Hann nefnir þó að ráðherra eigi eftir að fá frá honum tillögur um afléttingar fyrir næstu mánaðamót. Góður gangur sé þó í bólusetningu og við á réttri leið. „Ef þetta gengur allt svona sé ég bara fyrir mér að við getum haldið áfram að létta innanlands og reynt að halda öllu öruggu á landamærum. Við ættum líka að geta létt á aðgerðum þar,“ segir Þórólfur. „Það eru mjög margir fullbólusettir og áfram mikill gangur í bólusetningu. Við ættum að vera komin með mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur.“ Sóttvarnalæknir er bjartsýnn. „Mér finnst þetta líta bara mjög vel út.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54 Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira
Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54
Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56