78% ónæmi náð: Um tvær vikur í afléttingu allra takmarkana Snorri Másson skrifar 15. júní 2021 17:09 Svandís Svavarsdóttir talar um að aflétta öllum takmörkunum í lok júní. Vísir/Vilhelm Hlutfall fullorðinna Íslendinga sem eru ónæmir fyrir Covid-19 er komið upp í 78,1%, þ.e. þeirra sem eru annaðhvort komnir með fyrsta skammt bóluefnis eða ónæmi vegna sýkingar. Heilbrigðisráðuneytið gaf út fyrr á þessu ári að þegar 75% fólks væri komið með fyrsta skammt yrði öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands aflétt. Á skýringarmynd með þeim áformum er meira að segja miðað við 280.000 en ekki 295.000, sem er fjöldinn í bólusetningarhópnum á boluefni.is. Miðað við töflu stjórnvalda eru því í raun um 83% Íslendinga komnir með ónæmi. Ísland er í þriðja sæti á heimsvísu yfir fjölda sem hefur fengið fyrstu bólusetningu, samanber Our World In Data. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudaginn að „í lok júní“ væri stefnt að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Ráðherra kynnti þá tilslakanir sem tóku gildi í dag, þar sem 300 mega koma saman. „Við erum að slaka í áttina að því að geta bara slakað alveg,“ sagði Svandís. Ef stjórnvöldum tekst að aflétta öllum takmörkunum fyrir lok mánaðar stenst tafla þeirra enn, enda er þar talað um að ráðist verði í það í „síðari hluta júní.“ Heilbrigðisráðherra hefur því 15 daga. „Ef allt heldur áfram að ganga svona vel þá mun það líka verða þannig að við getum losað um takmarkanir innanlands um mánaðamótin,“ sagði Svandís. Ráðherra bætti því við að strax 25. júní hefðu allir gjaldgengir Íslendingar fengið boð í fyrstu sprautuna af bóluefni. Mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á öðru en að skipuleggjendur stórra viðburða, svo sem Þjóðhátíðar og Menningarnætur, geti miðað við að blása til góðrar veislu. „Ráðherra hefur svo sem boðað að það yrði,“ segir Þórólfur. Hann nefnir þó að ráðherra eigi eftir að fá frá honum tillögur um afléttingar fyrir næstu mánaðamót. Góður gangur sé þó í bólusetningu og við á réttri leið. „Ef þetta gengur allt svona sé ég bara fyrir mér að við getum haldið áfram að létta innanlands og reynt að halda öllu öruggu á landamærum. Við ættum líka að geta létt á aðgerðum þar,“ segir Þórólfur. „Það eru mjög margir fullbólusettir og áfram mikill gangur í bólusetningu. Við ættum að vera komin með mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur.“ Sóttvarnalæknir er bjartsýnn. „Mér finnst þetta líta bara mjög vel út.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54 Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gaf út fyrr á þessu ári að þegar 75% fólks væri komið með fyrsta skammt yrði öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands aflétt. Á skýringarmynd með þeim áformum er meira að segja miðað við 280.000 en ekki 295.000, sem er fjöldinn í bólusetningarhópnum á boluefni.is. Miðað við töflu stjórnvalda eru því í raun um 83% Íslendinga komnir með ónæmi. Ísland er í þriðja sæti á heimsvísu yfir fjölda sem hefur fengið fyrstu bólusetningu, samanber Our World In Data. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudaginn að „í lok júní“ væri stefnt að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Ráðherra kynnti þá tilslakanir sem tóku gildi í dag, þar sem 300 mega koma saman. „Við erum að slaka í áttina að því að geta bara slakað alveg,“ sagði Svandís. Ef stjórnvöldum tekst að aflétta öllum takmörkunum fyrir lok mánaðar stenst tafla þeirra enn, enda er þar talað um að ráðist verði í það í „síðari hluta júní.“ Heilbrigðisráðherra hefur því 15 daga. „Ef allt heldur áfram að ganga svona vel þá mun það líka verða þannig að við getum losað um takmarkanir innanlands um mánaðamótin,“ sagði Svandís. Ráðherra bætti því við að strax 25. júní hefðu allir gjaldgengir Íslendingar fengið boð í fyrstu sprautuna af bóluefni. Mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á öðru en að skipuleggjendur stórra viðburða, svo sem Þjóðhátíðar og Menningarnætur, geti miðað við að blása til góðrar veislu. „Ráðherra hefur svo sem boðað að það yrði,“ segir Þórólfur. Hann nefnir þó að ráðherra eigi eftir að fá frá honum tillögur um afléttingar fyrir næstu mánaðamót. Góður gangur sé þó í bólusetningu og við á réttri leið. „Ef þetta gengur allt svona sé ég bara fyrir mér að við getum haldið áfram að létta innanlands og reynt að halda öllu öruggu á landamærum. Við ættum líka að geta létt á aðgerðum þar,“ segir Þórólfur. „Það eru mjög margir fullbólusettir og áfram mikill gangur í bólusetningu. Við ættum að vera komin með mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur.“ Sóttvarnalæknir er bjartsýnn. „Mér finnst þetta líta bara mjög vel út.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54 Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54
Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56