Húsnæðisvandinn Jón Pétursson og Brynjólfur Þorkell Brynjófsson skrifa 15. júní 2021 13:00 Um þróun byggðar og framtíðarsýn eru deildar meiningar. Á höfuðborgarsvæðinu hefur mikil áhersla verið á að þétta byggð gjarnan með þeim rökum að lítið sé til af byggingalandi. Þetta á við í sumum sveitarfélögum eins og Kópavogi og Seltjarnarnesi. Sé litið á höfuðborgarsvæðið í heild á þetta alls ekki við. Til þess að setja hlutina í samhengi, og án þess að ætlunin sé að gagnrýna þá er stunda golfíþróttina, er rétt að benda á að flatarmál golfvalla innan höfuðborgarsvæðisins er 50% meira en flatarmál Reykjavíkurflugvallar. Geldinganesið eitt og sér er 400 hektarar og nefna má að gríðarlegt landsvæði er óbyggt allt í kring um Úlfarsfell. Í dag er gjarnan miðað við að hægt sé að fara með byggð upp í 120 metra hæð yfir sjávarmál. Óbyggt land undir 120 metrum er að flatarmáli eftir sveitarfélögum: Garðabær 2286 ha, Kópavogsbær 299 ha, Mosfellsbær 3575 ha, Hafnarfjarðarkaupstaður 5221 ha, Seltjarnarneskaupstaður 60 ha, Reykjavíkurborg 6075 ha. Vitanlega er ekki hægt að byggja á öllu þessu landi fyrir því geta verið ýmsar ástæður sem ekki verða raktar hér. Það er hins vegar ekki hægt að bera fyrir sig skorti á landi þegar færð eru rök fyrir nauðsyn þéttingar byggðar. Hvernig kemurðu fimm fílum inn í Volkswagen bjöllu? Svarið við brandaranum tveir fram í og þrír aftur í er absúrd en minnir óneitanlega á annan brandara. Hvernig kemurðu borgarlínu fyrir í Reykjavík? Svarið við þeirri spurningu er: þrengja að umferð, neyða borgara til að leggja bílum, byggja dýr háhýsi sem næst vegstæðinu sem einungis efnafólk getur keypt. Sé markmið borgarlínu að draga úr mengun mun það markmið nást með tækniframförum. Ætli menn sér að draga úr umferð með því að vega að athafnarfrelsi er það óþarfi, „vinna að heiman“ mun leysa umferðarvanda að miklu leyti í framtíðinni svo ekki sé minnst á ljósastýringar og hreyfanlegan vinnutíma. Hver græðir mest á borgarlínu? Einföld spurning en flókið svar. Borgarlína er verkefni sem skattborgarar þurfa að leggja til meðgjöf í ár eða áratugi eftir að framkvæmd lýkur. Sú meðgjöf er fyrir utan beinan og afleiddan kostnað við framkvæmdina sjálfa. Þeir sem komast á spenann og hanna og byggja línuna munu eflaust hagnast vel. Vel að merkja er ekkert að því að menn græði það er hins vegar mest um vert að þeir sem borga brúsann af risaframkvæmd hafi eitthvað um hlutina það að segja. Það eru landsmenn allir. Hverjir tapa? Flókið svar en í einföldustu mynd tapa þeir sem eru að berjast við að koma yfir sig þaki. Ástæðan er í grunninn einföld. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, en skipulagsvald sem hefur það að markmiði að bjóða lítið land til bygginga, hefur mest áhrif á verð lóða og þar með húsnæðis. Húsnæði á skipulögðum þéttingasvæðum verður dýrt. Lögmálið um framboð og eftirspurn þekkja flestir. Með því að skapa umfram framboð lækkar verð. Verð á íbúðarhúsnæði og framboð hefur áhrif á leiguverð. Má þétta byggð? Að sjálfsögðu. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera fleira. Það verður að vera til nægjanlegt byggingarland undir hagkvæmar íbúðir. Einstaklingum þarf að standa til boða að geta byggt. Þeir sem vilja búa þétt og borga okurverð fyrir eignir þar mega hafa það val. Unga fólkið þar hins vegar að geta keypt eða leigt húsnæði á eðlilegu verði. Girðið ykkur í brók! Borgarmeirihluti Reykjavíkur og nágrannasveitafélögin eru ekki að þjóna hagsmunum íbúa. Allt of litlu landi er úthlutað. Draumsýn um að byggja borgarlínu með háhýsahverfum í kring um hana þjónar ekki hagsmunum ungs fólks og tekjulágra. Afleiðingarnar eru þær að ungt og efnaminna fólk flýr í auknum mæli af höfuðborgarsvæðinu. Jón Pétursson er fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson formaður Miðflokksdeildar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Húsnæðismál Jón Pétursson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um þróun byggðar og framtíðarsýn eru deildar meiningar. Á höfuðborgarsvæðinu hefur mikil áhersla verið á að þétta byggð gjarnan með þeim rökum að lítið sé til af byggingalandi. Þetta á við í sumum sveitarfélögum eins og Kópavogi og Seltjarnarnesi. Sé litið á höfuðborgarsvæðið í heild á þetta alls ekki við. Til þess að setja hlutina í samhengi, og án þess að ætlunin sé að gagnrýna þá er stunda golfíþróttina, er rétt að benda á að flatarmál golfvalla innan höfuðborgarsvæðisins er 50% meira en flatarmál Reykjavíkurflugvallar. Geldinganesið eitt og sér er 400 hektarar og nefna má að gríðarlegt landsvæði er óbyggt allt í kring um Úlfarsfell. Í dag er gjarnan miðað við að hægt sé að fara með byggð upp í 120 metra hæð yfir sjávarmál. Óbyggt land undir 120 metrum er að flatarmáli eftir sveitarfélögum: Garðabær 2286 ha, Kópavogsbær 299 ha, Mosfellsbær 3575 ha, Hafnarfjarðarkaupstaður 5221 ha, Seltjarnarneskaupstaður 60 ha, Reykjavíkurborg 6075 ha. Vitanlega er ekki hægt að byggja á öllu þessu landi fyrir því geta verið ýmsar ástæður sem ekki verða raktar hér. Það er hins vegar ekki hægt að bera fyrir sig skorti á landi þegar færð eru rök fyrir nauðsyn þéttingar byggðar. Hvernig kemurðu fimm fílum inn í Volkswagen bjöllu? Svarið við brandaranum tveir fram í og þrír aftur í er absúrd en minnir óneitanlega á annan brandara. Hvernig kemurðu borgarlínu fyrir í Reykjavík? Svarið við þeirri spurningu er: þrengja að umferð, neyða borgara til að leggja bílum, byggja dýr háhýsi sem næst vegstæðinu sem einungis efnafólk getur keypt. Sé markmið borgarlínu að draga úr mengun mun það markmið nást með tækniframförum. Ætli menn sér að draga úr umferð með því að vega að athafnarfrelsi er það óþarfi, „vinna að heiman“ mun leysa umferðarvanda að miklu leyti í framtíðinni svo ekki sé minnst á ljósastýringar og hreyfanlegan vinnutíma. Hver græðir mest á borgarlínu? Einföld spurning en flókið svar. Borgarlína er verkefni sem skattborgarar þurfa að leggja til meðgjöf í ár eða áratugi eftir að framkvæmd lýkur. Sú meðgjöf er fyrir utan beinan og afleiddan kostnað við framkvæmdina sjálfa. Þeir sem komast á spenann og hanna og byggja línuna munu eflaust hagnast vel. Vel að merkja er ekkert að því að menn græði það er hins vegar mest um vert að þeir sem borga brúsann af risaframkvæmd hafi eitthvað um hlutina það að segja. Það eru landsmenn allir. Hverjir tapa? Flókið svar en í einföldustu mynd tapa þeir sem eru að berjast við að koma yfir sig þaki. Ástæðan er í grunninn einföld. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, en skipulagsvald sem hefur það að markmiði að bjóða lítið land til bygginga, hefur mest áhrif á verð lóða og þar með húsnæðis. Húsnæði á skipulögðum þéttingasvæðum verður dýrt. Lögmálið um framboð og eftirspurn þekkja flestir. Með því að skapa umfram framboð lækkar verð. Verð á íbúðarhúsnæði og framboð hefur áhrif á leiguverð. Má þétta byggð? Að sjálfsögðu. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera fleira. Það verður að vera til nægjanlegt byggingarland undir hagkvæmar íbúðir. Einstaklingum þarf að standa til boða að geta byggt. Þeir sem vilja búa þétt og borga okurverð fyrir eignir þar mega hafa það val. Unga fólkið þar hins vegar að geta keypt eða leigt húsnæði á eðlilegu verði. Girðið ykkur í brók! Borgarmeirihluti Reykjavíkur og nágrannasveitafélögin eru ekki að þjóna hagsmunum íbúa. Allt of litlu landi er úthlutað. Draumsýn um að byggja borgarlínu með háhýsahverfum í kring um hana þjónar ekki hagsmunum ungs fólks og tekjulágra. Afleiðingarnar eru þær að ungt og efnaminna fólk flýr í auknum mæli af höfuðborgarsvæðinu. Jón Pétursson er fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson formaður Miðflokksdeildar Kópavogs.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar