Húsnæðisvandinn Jón Pétursson og Brynjólfur Þorkell Brynjófsson skrifa 15. júní 2021 13:00 Um þróun byggðar og framtíðarsýn eru deildar meiningar. Á höfuðborgarsvæðinu hefur mikil áhersla verið á að þétta byggð gjarnan með þeim rökum að lítið sé til af byggingalandi. Þetta á við í sumum sveitarfélögum eins og Kópavogi og Seltjarnarnesi. Sé litið á höfuðborgarsvæðið í heild á þetta alls ekki við. Til þess að setja hlutina í samhengi, og án þess að ætlunin sé að gagnrýna þá er stunda golfíþróttina, er rétt að benda á að flatarmál golfvalla innan höfuðborgarsvæðisins er 50% meira en flatarmál Reykjavíkurflugvallar. Geldinganesið eitt og sér er 400 hektarar og nefna má að gríðarlegt landsvæði er óbyggt allt í kring um Úlfarsfell. Í dag er gjarnan miðað við að hægt sé að fara með byggð upp í 120 metra hæð yfir sjávarmál. Óbyggt land undir 120 metrum er að flatarmáli eftir sveitarfélögum: Garðabær 2286 ha, Kópavogsbær 299 ha, Mosfellsbær 3575 ha, Hafnarfjarðarkaupstaður 5221 ha, Seltjarnarneskaupstaður 60 ha, Reykjavíkurborg 6075 ha. Vitanlega er ekki hægt að byggja á öllu þessu landi fyrir því geta verið ýmsar ástæður sem ekki verða raktar hér. Það er hins vegar ekki hægt að bera fyrir sig skorti á landi þegar færð eru rök fyrir nauðsyn þéttingar byggðar. Hvernig kemurðu fimm fílum inn í Volkswagen bjöllu? Svarið við brandaranum tveir fram í og þrír aftur í er absúrd en minnir óneitanlega á annan brandara. Hvernig kemurðu borgarlínu fyrir í Reykjavík? Svarið við þeirri spurningu er: þrengja að umferð, neyða borgara til að leggja bílum, byggja dýr háhýsi sem næst vegstæðinu sem einungis efnafólk getur keypt. Sé markmið borgarlínu að draga úr mengun mun það markmið nást með tækniframförum. Ætli menn sér að draga úr umferð með því að vega að athafnarfrelsi er það óþarfi, „vinna að heiman“ mun leysa umferðarvanda að miklu leyti í framtíðinni svo ekki sé minnst á ljósastýringar og hreyfanlegan vinnutíma. Hver græðir mest á borgarlínu? Einföld spurning en flókið svar. Borgarlína er verkefni sem skattborgarar þurfa að leggja til meðgjöf í ár eða áratugi eftir að framkvæmd lýkur. Sú meðgjöf er fyrir utan beinan og afleiddan kostnað við framkvæmdina sjálfa. Þeir sem komast á spenann og hanna og byggja línuna munu eflaust hagnast vel. Vel að merkja er ekkert að því að menn græði það er hins vegar mest um vert að þeir sem borga brúsann af risaframkvæmd hafi eitthvað um hlutina það að segja. Það eru landsmenn allir. Hverjir tapa? Flókið svar en í einföldustu mynd tapa þeir sem eru að berjast við að koma yfir sig þaki. Ástæðan er í grunninn einföld. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, en skipulagsvald sem hefur það að markmiði að bjóða lítið land til bygginga, hefur mest áhrif á verð lóða og þar með húsnæðis. Húsnæði á skipulögðum þéttingasvæðum verður dýrt. Lögmálið um framboð og eftirspurn þekkja flestir. Með því að skapa umfram framboð lækkar verð. Verð á íbúðarhúsnæði og framboð hefur áhrif á leiguverð. Má þétta byggð? Að sjálfsögðu. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera fleira. Það verður að vera til nægjanlegt byggingarland undir hagkvæmar íbúðir. Einstaklingum þarf að standa til boða að geta byggt. Þeir sem vilja búa þétt og borga okurverð fyrir eignir þar mega hafa það val. Unga fólkið þar hins vegar að geta keypt eða leigt húsnæði á eðlilegu verði. Girðið ykkur í brók! Borgarmeirihluti Reykjavíkur og nágrannasveitafélögin eru ekki að þjóna hagsmunum íbúa. Allt of litlu landi er úthlutað. Draumsýn um að byggja borgarlínu með háhýsahverfum í kring um hana þjónar ekki hagsmunum ungs fólks og tekjulágra. Afleiðingarnar eru þær að ungt og efnaminna fólk flýr í auknum mæli af höfuðborgarsvæðinu. Jón Pétursson er fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson formaður Miðflokksdeildar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Húsnæðismál Jón Pétursson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Um þróun byggðar og framtíðarsýn eru deildar meiningar. Á höfuðborgarsvæðinu hefur mikil áhersla verið á að þétta byggð gjarnan með þeim rökum að lítið sé til af byggingalandi. Þetta á við í sumum sveitarfélögum eins og Kópavogi og Seltjarnarnesi. Sé litið á höfuðborgarsvæðið í heild á þetta alls ekki við. Til þess að setja hlutina í samhengi, og án þess að ætlunin sé að gagnrýna þá er stunda golfíþróttina, er rétt að benda á að flatarmál golfvalla innan höfuðborgarsvæðisins er 50% meira en flatarmál Reykjavíkurflugvallar. Geldinganesið eitt og sér er 400 hektarar og nefna má að gríðarlegt landsvæði er óbyggt allt í kring um Úlfarsfell. Í dag er gjarnan miðað við að hægt sé að fara með byggð upp í 120 metra hæð yfir sjávarmál. Óbyggt land undir 120 metrum er að flatarmáli eftir sveitarfélögum: Garðabær 2286 ha, Kópavogsbær 299 ha, Mosfellsbær 3575 ha, Hafnarfjarðarkaupstaður 5221 ha, Seltjarnarneskaupstaður 60 ha, Reykjavíkurborg 6075 ha. Vitanlega er ekki hægt að byggja á öllu þessu landi fyrir því geta verið ýmsar ástæður sem ekki verða raktar hér. Það er hins vegar ekki hægt að bera fyrir sig skorti á landi þegar færð eru rök fyrir nauðsyn þéttingar byggðar. Hvernig kemurðu fimm fílum inn í Volkswagen bjöllu? Svarið við brandaranum tveir fram í og þrír aftur í er absúrd en minnir óneitanlega á annan brandara. Hvernig kemurðu borgarlínu fyrir í Reykjavík? Svarið við þeirri spurningu er: þrengja að umferð, neyða borgara til að leggja bílum, byggja dýr háhýsi sem næst vegstæðinu sem einungis efnafólk getur keypt. Sé markmið borgarlínu að draga úr mengun mun það markmið nást með tækniframförum. Ætli menn sér að draga úr umferð með því að vega að athafnarfrelsi er það óþarfi, „vinna að heiman“ mun leysa umferðarvanda að miklu leyti í framtíðinni svo ekki sé minnst á ljósastýringar og hreyfanlegan vinnutíma. Hver græðir mest á borgarlínu? Einföld spurning en flókið svar. Borgarlína er verkefni sem skattborgarar þurfa að leggja til meðgjöf í ár eða áratugi eftir að framkvæmd lýkur. Sú meðgjöf er fyrir utan beinan og afleiddan kostnað við framkvæmdina sjálfa. Þeir sem komast á spenann og hanna og byggja línuna munu eflaust hagnast vel. Vel að merkja er ekkert að því að menn græði það er hins vegar mest um vert að þeir sem borga brúsann af risaframkvæmd hafi eitthvað um hlutina það að segja. Það eru landsmenn allir. Hverjir tapa? Flókið svar en í einföldustu mynd tapa þeir sem eru að berjast við að koma yfir sig þaki. Ástæðan er í grunninn einföld. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, en skipulagsvald sem hefur það að markmiði að bjóða lítið land til bygginga, hefur mest áhrif á verð lóða og þar með húsnæðis. Húsnæði á skipulögðum þéttingasvæðum verður dýrt. Lögmálið um framboð og eftirspurn þekkja flestir. Með því að skapa umfram framboð lækkar verð. Verð á íbúðarhúsnæði og framboð hefur áhrif á leiguverð. Má þétta byggð? Að sjálfsögðu. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera fleira. Það verður að vera til nægjanlegt byggingarland undir hagkvæmar íbúðir. Einstaklingum þarf að standa til boða að geta byggt. Þeir sem vilja búa þétt og borga okurverð fyrir eignir þar mega hafa það val. Unga fólkið þar hins vegar að geta keypt eða leigt húsnæði á eðlilegu verði. Girðið ykkur í brók! Borgarmeirihluti Reykjavíkur og nágrannasveitafélögin eru ekki að þjóna hagsmunum íbúa. Allt of litlu landi er úthlutað. Draumsýn um að byggja borgarlínu með háhýsahverfum í kring um hana þjónar ekki hagsmunum ungs fólks og tekjulágra. Afleiðingarnar eru þær að ungt og efnaminna fólk flýr í auknum mæli af höfuðborgarsvæðinu. Jón Pétursson er fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson formaður Miðflokksdeildar Kópavogs.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun