Fasteignamarkaður fjármagnseigenda Eiður Stefánsson skrifar 15. júní 2021 12:01 Húsnæðismál hafa verið stéttarfélögunum hugleikin í ríflega hundrað ár. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörfum mannsins, skjól og griðastaður. Helstu baráttumál hafa snúið að húsnæðisframboði, byggingargæðum, hagstæðum fjármögnunarmöguleikum og sanngjörnu leiguverði. En nú kveður við nýjan tón, vextir eru í sögulegu lágmarki, skrefið inn á eignarmarkaðinn orðið auðveldara og húsnæðiskostnaður vegur lægra af útgjöldum heimilana, eða hvað? Samkvæmt öllu ætti breyting á lánakjörum að koma einstaklingum vel; vaxtalækkanir hafa í för með sér lægri greiðslubyrði á húsnæðislánum auk þess sem einstaklingar eiga frekar kost á að taka skrefið yfir í eigin fasteign og tryggja sér þar með húsnæðisöryggi. Að auki buðu stjórnvöld upp á nýtt úrræði til að brúa eigið fé fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga, svokölluð hlutdeildarlán, ætluð til kaupa á nýjum eða nýlegum eignum. Á dögunum tilkynnti Bjarg íbúðafélag svo að í kjölfar endurfjármögnunar félagsins myndi leiga á 190 íbúðum félagsins lækka. Hagræðing í rekstri skilar sér þannig til tekjulágra fjölskyldna sem leigja íbúðir á kostnaðarverði hjá Bjargi. Framboð og eftirspurn En með lækkun vaxta hefur eftirspurn eftir húsnæði aukist umtalsvert en svo virðist sem framboð á eignum fylgi ekki með. Skipulagsmál stærri sveitarfélaga eru í ólestri og einkennast m.a. af lóðaskorti. Auk þess er lóðarverð til nýbygginga töluvert hærra í þéttbýli en dreifbýli, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að byggja eigin eign með hagkvæmum hætti á eigin forsendum. Af því leiðir að fjölskyldur flytja frekar í nærliggjandi sveitarfélög með tilheyrandi fórnarkostnaði sem telur í tíma, fjármagni og hærra kolefnisspori sem fylgir því að sækja vinnu lengra frá heimilinu. Þessar fjölskyldur greiða ekki lengur útsvar til þess sveitarfélags sem þau starfa í, eitthvað sem er umhugsunarvert fyrir ráðamenn. Samkvæmt þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki um 11,3% á þessu ári, 6,7% árið 2022 og 4,4% árið 2023. Þá hefur fasteignamat eigna hækkað umtalsvert, eða um 7,4% á landsvísu milli ára, með tilheyrandi hækkunum á fasteignagjöldum, auk þess sem bankarnir eru nú fljótir að hækka vexti á ný. Þessum hækkunum á útgjöldum fylgja engar fyrirséðar launahækkanir, aðeins hærri kostnaður fyrir heimilin. Það gefur auga leið að útborgun fyrir fasteign er orðin óyfirstíganleg hindrun fyrir margar fjölskyldur og ég hef enn ekki heyrt af fasteignafélagi öðru en Bjargi tilkynna lækkun á leigu. Gósentíð fjármagnseigenda En það er gósentíð fyrir ákveðna aðila; fjárfesta, byggingaraðila og fasteignasala. Innlánsvextir eru sögulega lágir og fjárfestar sjá hag sinn í því að færa innistæður af bankareikningum og fjárfesta í fasteignum. Ávöxtun upp á annan tug prósenta er margfalt það sem bankarnir bjóða og þeim er hægt um vik að yfirbjóða uppsett verð og sprengja um leið upp söluverð á öðrum fasteignum. Það er ógerningur fyrir almenning að keppa á slíkum markaði og margir freistast jafnvel til að bjóða hærra en þeir á endanum standa undir, eða kaupa lélegar eignir undir þeirri pressu að loka samning og tryggja sér húsnæði. Óðagot á markaði og uppsprengt verð kemur fasteignasölum og fjárfestum vel á meðan heimilin sitja eftir með sárt ennið. En hvað er til ráða? Sveitarfélög geta sett takmarkanir á eignarhald fasteigna þannig að t.d. einungis 15% íbúða í hverju sveitarfélagi geti verið í eigu fyrirtækja og aðila sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Þá væri eðlilegra að fasteignasalar sætu ekki beggja vegna borðs hvað varðar hagsmuni kaupenda og seljenda. Einnig er brýnt að taka upp virkara eftirlit með fasteignum og færa í lög ástandsskoðun eigna fyrir sölu þannig að kaupendur sitji ekki uppi með ófyrirséðan viðhaldskostnað sökum t.d. myglu eða annara skemmda. Fyrir hinn almenna launamann er það stór ákvörðun að kaupa fasteign, með því skuldbindur hann ekki bara sparnað sinn í útborgun heldur líka stóran hluta launa sinna til næstu 30-40 ára. Það ætti að vera kappsmál ríkisstjórnarinnar, lánveitenda og sveitarfélaga að búa þannig um að hinn almenni launamaður geti fest kaup á þaki yfir höfuðið án þess að keppa sífellt við fjársterkari aðila sem nýta fasteignir til að ávaxta peningana sína og sprengja upp fasteignaverð. Höfundur er formaður Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið stéttarfélögunum hugleikin í ríflega hundrað ár. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörfum mannsins, skjól og griðastaður. Helstu baráttumál hafa snúið að húsnæðisframboði, byggingargæðum, hagstæðum fjármögnunarmöguleikum og sanngjörnu leiguverði. En nú kveður við nýjan tón, vextir eru í sögulegu lágmarki, skrefið inn á eignarmarkaðinn orðið auðveldara og húsnæðiskostnaður vegur lægra af útgjöldum heimilana, eða hvað? Samkvæmt öllu ætti breyting á lánakjörum að koma einstaklingum vel; vaxtalækkanir hafa í för með sér lægri greiðslubyrði á húsnæðislánum auk þess sem einstaklingar eiga frekar kost á að taka skrefið yfir í eigin fasteign og tryggja sér þar með húsnæðisöryggi. Að auki buðu stjórnvöld upp á nýtt úrræði til að brúa eigið fé fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga, svokölluð hlutdeildarlán, ætluð til kaupa á nýjum eða nýlegum eignum. Á dögunum tilkynnti Bjarg íbúðafélag svo að í kjölfar endurfjármögnunar félagsins myndi leiga á 190 íbúðum félagsins lækka. Hagræðing í rekstri skilar sér þannig til tekjulágra fjölskyldna sem leigja íbúðir á kostnaðarverði hjá Bjargi. Framboð og eftirspurn En með lækkun vaxta hefur eftirspurn eftir húsnæði aukist umtalsvert en svo virðist sem framboð á eignum fylgi ekki með. Skipulagsmál stærri sveitarfélaga eru í ólestri og einkennast m.a. af lóðaskorti. Auk þess er lóðarverð til nýbygginga töluvert hærra í þéttbýli en dreifbýli, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að byggja eigin eign með hagkvæmum hætti á eigin forsendum. Af því leiðir að fjölskyldur flytja frekar í nærliggjandi sveitarfélög með tilheyrandi fórnarkostnaði sem telur í tíma, fjármagni og hærra kolefnisspori sem fylgir því að sækja vinnu lengra frá heimilinu. Þessar fjölskyldur greiða ekki lengur útsvar til þess sveitarfélags sem þau starfa í, eitthvað sem er umhugsunarvert fyrir ráðamenn. Samkvæmt þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki um 11,3% á þessu ári, 6,7% árið 2022 og 4,4% árið 2023. Þá hefur fasteignamat eigna hækkað umtalsvert, eða um 7,4% á landsvísu milli ára, með tilheyrandi hækkunum á fasteignagjöldum, auk þess sem bankarnir eru nú fljótir að hækka vexti á ný. Þessum hækkunum á útgjöldum fylgja engar fyrirséðar launahækkanir, aðeins hærri kostnaður fyrir heimilin. Það gefur auga leið að útborgun fyrir fasteign er orðin óyfirstíganleg hindrun fyrir margar fjölskyldur og ég hef enn ekki heyrt af fasteignafélagi öðru en Bjargi tilkynna lækkun á leigu. Gósentíð fjármagnseigenda En það er gósentíð fyrir ákveðna aðila; fjárfesta, byggingaraðila og fasteignasala. Innlánsvextir eru sögulega lágir og fjárfestar sjá hag sinn í því að færa innistæður af bankareikningum og fjárfesta í fasteignum. Ávöxtun upp á annan tug prósenta er margfalt það sem bankarnir bjóða og þeim er hægt um vik að yfirbjóða uppsett verð og sprengja um leið upp söluverð á öðrum fasteignum. Það er ógerningur fyrir almenning að keppa á slíkum markaði og margir freistast jafnvel til að bjóða hærra en þeir á endanum standa undir, eða kaupa lélegar eignir undir þeirri pressu að loka samning og tryggja sér húsnæði. Óðagot á markaði og uppsprengt verð kemur fasteignasölum og fjárfestum vel á meðan heimilin sitja eftir með sárt ennið. En hvað er til ráða? Sveitarfélög geta sett takmarkanir á eignarhald fasteigna þannig að t.d. einungis 15% íbúða í hverju sveitarfélagi geti verið í eigu fyrirtækja og aðila sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Þá væri eðlilegra að fasteignasalar sætu ekki beggja vegna borðs hvað varðar hagsmuni kaupenda og seljenda. Einnig er brýnt að taka upp virkara eftirlit með fasteignum og færa í lög ástandsskoðun eigna fyrir sölu þannig að kaupendur sitji ekki uppi með ófyrirséðan viðhaldskostnað sökum t.d. myglu eða annara skemmda. Fyrir hinn almenna launamann er það stór ákvörðun að kaupa fasteign, með því skuldbindur hann ekki bara sparnað sinn í útborgun heldur líka stóran hluta launa sinna til næstu 30-40 ára. Það ætti að vera kappsmál ríkisstjórnarinnar, lánveitenda og sveitarfélaga að búa þannig um að hinn almenni launamaður geti fest kaup á þaki yfir höfuðið án þess að keppa sífellt við fjársterkari aðila sem nýta fasteignir til að ávaxta peningana sína og sprengja upp fasteignaverð. Höfundur er formaður Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun