Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2021 16:27 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málsins í fullum gangi. Vísir/Einar Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. Lögreglan fékk tilkynningu um átök milli manna fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í miðbænum á öðrum tímanum í nótt. „Við áttuðum okkur á því að þarna hefði orðið hnífstunga. Maður verið stunginn í kviðinn. Hann fluttur á slysadeild og er enn þá í krítísku ástandi eins og læknar kalla það, sem ég held að sé hægt að túlka þannig að sé enn þá í lífshættu, og síðan var sá sem er grunaður um verknaðinn handtekinn undir morgun,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan kannar hvort að bílbruni í Kópavogi tengist málinu. „Það voru tveir bílbrunar í nótt og þessi bílbruni í Árbænum tengist þessu ekki neitt en það var bílbruni í Kópavogi og það er til rannsóknar hvort þetta tengist: bílbruninn í Kópavogi og þetta mál í miðbænum.“ Grímur segir báða mennina um tvítugt og vera Íslendinga. Hann telur ekki að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum ekkert að rannsaka þetta mál með tilliti til þess sérstaklega. Það er svo sem bara alltaf allt undir þegar verið er að rannsaka og við leggjum ekkert af stað í neina rannsókn með eitthvað fyrir fram ákveðnar hugmyndir en ekkert sérstaklega upp í þessu tilefni.“ Árásin átti sér stað í Hafnarstræti í nótt.Vísir/Einar Grímur segir enn leitað að vopninu sem notað var í nótt. „Vopnið sem kann að hafa verið notað við þennan verknað er ekki fundið. Það var lagt hald á hníf í miðbænum en við erum bara ekki viss um það að það hafi verið vopnið sem var notað við þennan verknað þannig að við erum enn þá með það til skoðunar.“ Aðspurður um hvort að málið eigi sér aðdraganda og hvort mennirnir hafi áður átt í deilum segir Grímur það á meðal þess sem verið er að skoða. „Það er náttúrulega bara það sem við erum að reyna að varpa ljósi á hver vegna þetta gerðist.“ Lögreglumál Reykjavík Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Lögreglan fékk tilkynningu um átök milli manna fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í miðbænum á öðrum tímanum í nótt. „Við áttuðum okkur á því að þarna hefði orðið hnífstunga. Maður verið stunginn í kviðinn. Hann fluttur á slysadeild og er enn þá í krítísku ástandi eins og læknar kalla það, sem ég held að sé hægt að túlka þannig að sé enn þá í lífshættu, og síðan var sá sem er grunaður um verknaðinn handtekinn undir morgun,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan kannar hvort að bílbruni í Kópavogi tengist málinu. „Það voru tveir bílbrunar í nótt og þessi bílbruni í Árbænum tengist þessu ekki neitt en það var bílbruni í Kópavogi og það er til rannsóknar hvort þetta tengist: bílbruninn í Kópavogi og þetta mál í miðbænum.“ Grímur segir báða mennina um tvítugt og vera Íslendinga. Hann telur ekki að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum ekkert að rannsaka þetta mál með tilliti til þess sérstaklega. Það er svo sem bara alltaf allt undir þegar verið er að rannsaka og við leggjum ekkert af stað í neina rannsókn með eitthvað fyrir fram ákveðnar hugmyndir en ekkert sérstaklega upp í þessu tilefni.“ Árásin átti sér stað í Hafnarstræti í nótt.Vísir/Einar Grímur segir enn leitað að vopninu sem notað var í nótt. „Vopnið sem kann að hafa verið notað við þennan verknað er ekki fundið. Það var lagt hald á hníf í miðbænum en við erum bara ekki viss um það að það hafi verið vopnið sem var notað við þennan verknað þannig að við erum enn þá með það til skoðunar.“ Aðspurður um hvort að málið eigi sér aðdraganda og hvort mennirnir hafi áður átt í deilum segir Grímur það á meðal þess sem verið er að skoða. „Það er náttúrulega bara það sem við erum að reyna að varpa ljósi á hver vegna þetta gerðist.“
Lögreglumál Reykjavík Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11