Lofa djammþyrstum áður óþekktu skemmtanahaldi Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 14:22 Hjónin Katrín Ólafsson og Jón Bjarni Steinsson. Þau hafa nú tekið yfir reksturinn á Pablo Discobar og munu reka hann í nánu samstarfi við Secret Solstice-tónlistarhátíðina. aðsend Hjónin Jón Bjarni Steinsson og Katrín Ólafsson hafa yfirtekið reksturinn á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Veltusund og lofa því að bjóða djammþyrstum uppá áður óþekkt skemmtanahald. Þau Jón Bjarni og Katrín reka skemmtistaðinn Dillon við Laugaveg og eru jafnframt að opna veitingastað í Garðabæ. Það er því engan bilbug á þeim að finna þrátt fyrir að allur veitingageirinn hafi hlotið þungt högg vegna kórónuveirunnar. En nú horfir til betri tíðar. Jón Bjarni segist reyndar hafa lofað sjálfum sér því um síðustu áramót að losa sig út úr veitingabransanum, en það verður bið á því. Fyrirsjáanlega. Pablo Discobar verður rekinn í nánu samstarfi við Secret Solstice-tónlistarhátíðina. „Við höfum ekki fengið að skemmta Íslendingum síðan 2019 og getum ekki beðið eftir því að opna útibú í miðbæ Reykjavíkur þar sem við getum skemmt djammþyrstum alla daga vikunnar allt árum um kring,“ segir Jón Bjarni. Nú er unnið að því að standsetja staðinn og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí.aðsend Hann segir að staðurinn verði rekinn með sama sniði og áður. „Nema við munum nýta okkar sambönd til þess að gera hluti sem ekki hafa áður sést í skemmtanahaldi í miðbæ Reykjavíkur. Það rými sem áður hýsti veitingastaðinn Burro mun verða hluti af barnum auk þess sem hægt verður að leigja salina fyrir hópa.“ Hvað þýðir það? „Við höfum sambönd við erlenda aðila sem myndu kannski ekki undir venjulegum kringumstæðum ekki koma og spila á stað sem tekur rétt um 100 manns. En eru til í að koma og skemmta sér með okkur.“ Nú er unnið að því að koma staðnum í stand og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí. Spurður um hvernig horfi með Secret Solstice-hátíðina, en vandkvæðum hefur verið bundið að finna hátíðinni stað segir Jón Bjarni að Garðabær sé með málið til skoðunar. Og eftir því sem honum skilst eru menn þar jákvæðir þar á bæ en ekki er vert að tala um stöðuna fyrr en eitthvað liggur fyrir þar um. Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Þau Jón Bjarni og Katrín reka skemmtistaðinn Dillon við Laugaveg og eru jafnframt að opna veitingastað í Garðabæ. Það er því engan bilbug á þeim að finna þrátt fyrir að allur veitingageirinn hafi hlotið þungt högg vegna kórónuveirunnar. En nú horfir til betri tíðar. Jón Bjarni segist reyndar hafa lofað sjálfum sér því um síðustu áramót að losa sig út úr veitingabransanum, en það verður bið á því. Fyrirsjáanlega. Pablo Discobar verður rekinn í nánu samstarfi við Secret Solstice-tónlistarhátíðina. „Við höfum ekki fengið að skemmta Íslendingum síðan 2019 og getum ekki beðið eftir því að opna útibú í miðbæ Reykjavíkur þar sem við getum skemmt djammþyrstum alla daga vikunnar allt árum um kring,“ segir Jón Bjarni. Nú er unnið að því að standsetja staðinn og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí.aðsend Hann segir að staðurinn verði rekinn með sama sniði og áður. „Nema við munum nýta okkar sambönd til þess að gera hluti sem ekki hafa áður sést í skemmtanahaldi í miðbæ Reykjavíkur. Það rými sem áður hýsti veitingastaðinn Burro mun verða hluti af barnum auk þess sem hægt verður að leigja salina fyrir hópa.“ Hvað þýðir það? „Við höfum sambönd við erlenda aðila sem myndu kannski ekki undir venjulegum kringumstæðum ekki koma og spila á stað sem tekur rétt um 100 manns. En eru til í að koma og skemmta sér með okkur.“ Nú er unnið að því að koma staðnum í stand og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí. Spurður um hvernig horfi með Secret Solstice-hátíðina, en vandkvæðum hefur verið bundið að finna hátíðinni stað segir Jón Bjarni að Garðabær sé með málið til skoðunar. Og eftir því sem honum skilst eru menn þar jákvæðir þar á bæ en ekki er vert að tala um stöðuna fyrr en eitthvað liggur fyrir þar um.
Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira