Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2021 11:37 Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um átta komma eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi 2021 miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. „En á sama tíma hafa skattar ekki hækkað heldur til dæmis lækkað á lægstu laun og svo hafa vextir vissulega verið að lækka og eru nú í sögulegu lágmarki, þannig að þetta eru mjög jákvæð tíðindi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Launahækkanir algjörlega á skjön við nágrannaríkin Launahækkanir á borð við þær sem ráðist var í í fyrra samkvæmt kjarasamningum séu hins vegar ekki sjálfbærar þegar jafnmikill samdráttur mælist í hagkerfinu og nú. Aukning kaupmáttar og ráðstöfunartekna breyti því ekki. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum,“ segir Ásdís. Hún segir ekki hafa verið rætt hvort semja eigi um krónutölu- eða prósentuhækkanir þegar samningar losna eftir átján mánuði. „Við þurfum að horfa til undirliggjandi stöðu hverju sinni og vega og meta hvert svigrúm er til launahækkana því ef við göngum of langt að þá með einhverjum hætti þarf slík aðlögun að eiga sér stað.“ Kjaramál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um átta komma eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi 2021 miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. „En á sama tíma hafa skattar ekki hækkað heldur til dæmis lækkað á lægstu laun og svo hafa vextir vissulega verið að lækka og eru nú í sögulegu lágmarki, þannig að þetta eru mjög jákvæð tíðindi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Launahækkanir algjörlega á skjön við nágrannaríkin Launahækkanir á borð við þær sem ráðist var í í fyrra samkvæmt kjarasamningum séu hins vegar ekki sjálfbærar þegar jafnmikill samdráttur mælist í hagkerfinu og nú. Aukning kaupmáttar og ráðstöfunartekna breyti því ekki. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum,“ segir Ásdís. Hún segir ekki hafa verið rætt hvort semja eigi um krónutölu- eða prósentuhækkanir þegar samningar losna eftir átján mánuði. „Við þurfum að horfa til undirliggjandi stöðu hverju sinni og vega og meta hvert svigrúm er til launahækkana því ef við göngum of langt að þá með einhverjum hætti þarf slík aðlögun að eiga sér stað.“
Kjaramál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira