Trump-stjórnin fékk aðgang að símagögnum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 11:04 Donald Trump sakaði Adam Schiff ítrekað um að leka upplýsingum sig. Dómsmálaráðuneyti Trump fékk upplýsingar úr fjarskiptatækjum Schiff og að minnsta kosti ellefu annarra sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar í tengslum við rannsókn á upplýsingaleka. AP/J. Scott Applewhite Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tíð Donalds Trump sem forseta fékk aðgang að upplýsingum úr fjarskiptatækjum að minnsta kosti tveggja þingmanna Demókrataflokksins þegar það rannsakaði leka á trúnaðarupplýsingum. Fáheyrt er sagt að saksóknarar sækist eftir slíkum upplýsingum um þingmenn. Allt kapp var lagt á að finna hverjir væru heimildarmenn fjölmiðla í fréttum um samskipti forsetaframboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar 2016 á fyrsta ári Trump í embætti. Engu að síður er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að stefna tæknirisanum Apple til að komast yfir upplýsingar um fjarskipti tveggja þingmanna Demókrataflokksins, aðstoðarmanna þeirra og fjölskyldu sögð í hæsta máta óvanalega. Stefna dómsmálaráðuneytisins varðaði að minnsta kosti tólf manns sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, þar á meðal Adam Schiff, oddvita demókrata í nefndinni og núverandi formann hennar, að sögn New York Times. Eric Swalwell, fulltrúadeildarþingmaður frá Kaliforníu, segir að hann hafi einnig verið látinn vita að ráðuneytið hafi fengið aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum hans með stefnu. Einn þeirra sem dómsmálaráðuneytið fékk upplýsingar um var undir lögaldri. Upplýsingarnar sem ráðuneytið fékk í hendur voru svonefnd lýsigögn en í þeim felast upplýsingar um innihald gagna, til dæmis um höfunda textaskjala og hvenær þau voru búin til. AP-fréttastofan segir að ráðuneytið hafi ekki fengið önnur gögn af tækjunum eins og myndir, skilaboð eða tölvupósta. Nær óþekkt er sagt að yfirvöld sækist eftir upplýsingum sem þessum um þingmenn nema í spillingarrannsóknum. Bannað að ræða um stefnuna þar til nýlega Rannsókn ráðuneytisins leiddi ekki í ljós nein tengsl leyniþjónustunefndarinnar við upplýsingaleka og stóð jafnvel til að loka henni. Eftir að William Barr tók við embætti dómsmálaráðherra setti hann aukinn kraft í rannsóknir á lekum og skipaði saksóknurum að halda áfram að rannsaka Schiff og fleiri, þrátt fyrir efasemdir saksóknaranna sjálfra. Áður hefur verið greint frá því að ráðuneyti Barr rannsakaði fjölmiðla til að afhjúpa heimildarmenn þeirra. Líkt og í tilfelli fjölmiðlanna fékk dómsmálaráðuneyti lögbann sem kom í veg fyrir að Apple gæti greint þingmönnunum frá því að það hefði afhent gögn um þá. Lögbannið rann nýlega út og lét Apple þá vita. Schiff hefur í gegnum tíðina ítrekað verið skotspónn bræði Trump. Sakaði þáverandi forsetinn Schiff ítrekað um að leka skaðlegum upplýsingum um sig. Schiff hefur nú kallað eftir því að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsaki hvernig því var beitt gegn gagnrýnendum Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í yfirlýsingu að aðgerðir dómsmálaráðuneytisins virtust „enn ein svívirðilega árásin á lýðræðið okkar af hálfu fyrrverandi forsetans“. Donald Trump Bandaríkin Apple Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Allt kapp var lagt á að finna hverjir væru heimildarmenn fjölmiðla í fréttum um samskipti forsetaframboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar 2016 á fyrsta ári Trump í embætti. Engu að síður er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að stefna tæknirisanum Apple til að komast yfir upplýsingar um fjarskipti tveggja þingmanna Demókrataflokksins, aðstoðarmanna þeirra og fjölskyldu sögð í hæsta máta óvanalega. Stefna dómsmálaráðuneytisins varðaði að minnsta kosti tólf manns sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, þar á meðal Adam Schiff, oddvita demókrata í nefndinni og núverandi formann hennar, að sögn New York Times. Eric Swalwell, fulltrúadeildarþingmaður frá Kaliforníu, segir að hann hafi einnig verið látinn vita að ráðuneytið hafi fengið aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum hans með stefnu. Einn þeirra sem dómsmálaráðuneytið fékk upplýsingar um var undir lögaldri. Upplýsingarnar sem ráðuneytið fékk í hendur voru svonefnd lýsigögn en í þeim felast upplýsingar um innihald gagna, til dæmis um höfunda textaskjala og hvenær þau voru búin til. AP-fréttastofan segir að ráðuneytið hafi ekki fengið önnur gögn af tækjunum eins og myndir, skilaboð eða tölvupósta. Nær óþekkt er sagt að yfirvöld sækist eftir upplýsingum sem þessum um þingmenn nema í spillingarrannsóknum. Bannað að ræða um stefnuna þar til nýlega Rannsókn ráðuneytisins leiddi ekki í ljós nein tengsl leyniþjónustunefndarinnar við upplýsingaleka og stóð jafnvel til að loka henni. Eftir að William Barr tók við embætti dómsmálaráðherra setti hann aukinn kraft í rannsóknir á lekum og skipaði saksóknurum að halda áfram að rannsaka Schiff og fleiri, þrátt fyrir efasemdir saksóknaranna sjálfra. Áður hefur verið greint frá því að ráðuneyti Barr rannsakaði fjölmiðla til að afhjúpa heimildarmenn þeirra. Líkt og í tilfelli fjölmiðlanna fékk dómsmálaráðuneyti lögbann sem kom í veg fyrir að Apple gæti greint þingmönnunum frá því að það hefði afhent gögn um þá. Lögbannið rann nýlega út og lét Apple þá vita. Schiff hefur í gegnum tíðina ítrekað verið skotspónn bræði Trump. Sakaði þáverandi forsetinn Schiff ítrekað um að leka skaðlegum upplýsingum um sig. Schiff hefur nú kallað eftir því að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsaki hvernig því var beitt gegn gagnrýnendum Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í yfirlýsingu að aðgerðir dómsmálaráðuneytisins virtust „enn ein svívirðilega árásin á lýðræðið okkar af hálfu fyrrverandi forsetans“.
Donald Trump Bandaríkin Apple Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira