Trump-stjórnin fékk aðgang að símagögnum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 11:04 Donald Trump sakaði Adam Schiff ítrekað um að leka upplýsingum sig. Dómsmálaráðuneyti Trump fékk upplýsingar úr fjarskiptatækjum Schiff og að minnsta kosti ellefu annarra sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar í tengslum við rannsókn á upplýsingaleka. AP/J. Scott Applewhite Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tíð Donalds Trump sem forseta fékk aðgang að upplýsingum úr fjarskiptatækjum að minnsta kosti tveggja þingmanna Demókrataflokksins þegar það rannsakaði leka á trúnaðarupplýsingum. Fáheyrt er sagt að saksóknarar sækist eftir slíkum upplýsingum um þingmenn. Allt kapp var lagt á að finna hverjir væru heimildarmenn fjölmiðla í fréttum um samskipti forsetaframboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar 2016 á fyrsta ári Trump í embætti. Engu að síður er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að stefna tæknirisanum Apple til að komast yfir upplýsingar um fjarskipti tveggja þingmanna Demókrataflokksins, aðstoðarmanna þeirra og fjölskyldu sögð í hæsta máta óvanalega. Stefna dómsmálaráðuneytisins varðaði að minnsta kosti tólf manns sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, þar á meðal Adam Schiff, oddvita demókrata í nefndinni og núverandi formann hennar, að sögn New York Times. Eric Swalwell, fulltrúadeildarþingmaður frá Kaliforníu, segir að hann hafi einnig verið látinn vita að ráðuneytið hafi fengið aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum hans með stefnu. Einn þeirra sem dómsmálaráðuneytið fékk upplýsingar um var undir lögaldri. Upplýsingarnar sem ráðuneytið fékk í hendur voru svonefnd lýsigögn en í þeim felast upplýsingar um innihald gagna, til dæmis um höfunda textaskjala og hvenær þau voru búin til. AP-fréttastofan segir að ráðuneytið hafi ekki fengið önnur gögn af tækjunum eins og myndir, skilaboð eða tölvupósta. Nær óþekkt er sagt að yfirvöld sækist eftir upplýsingum sem þessum um þingmenn nema í spillingarrannsóknum. Bannað að ræða um stefnuna þar til nýlega Rannsókn ráðuneytisins leiddi ekki í ljós nein tengsl leyniþjónustunefndarinnar við upplýsingaleka og stóð jafnvel til að loka henni. Eftir að William Barr tók við embætti dómsmálaráðherra setti hann aukinn kraft í rannsóknir á lekum og skipaði saksóknurum að halda áfram að rannsaka Schiff og fleiri, þrátt fyrir efasemdir saksóknaranna sjálfra. Áður hefur verið greint frá því að ráðuneyti Barr rannsakaði fjölmiðla til að afhjúpa heimildarmenn þeirra. Líkt og í tilfelli fjölmiðlanna fékk dómsmálaráðuneyti lögbann sem kom í veg fyrir að Apple gæti greint þingmönnunum frá því að það hefði afhent gögn um þá. Lögbannið rann nýlega út og lét Apple þá vita. Schiff hefur í gegnum tíðina ítrekað verið skotspónn bræði Trump. Sakaði þáverandi forsetinn Schiff ítrekað um að leka skaðlegum upplýsingum um sig. Schiff hefur nú kallað eftir því að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsaki hvernig því var beitt gegn gagnrýnendum Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í yfirlýsingu að aðgerðir dómsmálaráðuneytisins virtust „enn ein svívirðilega árásin á lýðræðið okkar af hálfu fyrrverandi forsetans“. Donald Trump Bandaríkin Apple Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Allt kapp var lagt á að finna hverjir væru heimildarmenn fjölmiðla í fréttum um samskipti forsetaframboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar 2016 á fyrsta ári Trump í embætti. Engu að síður er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að stefna tæknirisanum Apple til að komast yfir upplýsingar um fjarskipti tveggja þingmanna Demókrataflokksins, aðstoðarmanna þeirra og fjölskyldu sögð í hæsta máta óvanalega. Stefna dómsmálaráðuneytisins varðaði að minnsta kosti tólf manns sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, þar á meðal Adam Schiff, oddvita demókrata í nefndinni og núverandi formann hennar, að sögn New York Times. Eric Swalwell, fulltrúadeildarþingmaður frá Kaliforníu, segir að hann hafi einnig verið látinn vita að ráðuneytið hafi fengið aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum hans með stefnu. Einn þeirra sem dómsmálaráðuneytið fékk upplýsingar um var undir lögaldri. Upplýsingarnar sem ráðuneytið fékk í hendur voru svonefnd lýsigögn en í þeim felast upplýsingar um innihald gagna, til dæmis um höfunda textaskjala og hvenær þau voru búin til. AP-fréttastofan segir að ráðuneytið hafi ekki fengið önnur gögn af tækjunum eins og myndir, skilaboð eða tölvupósta. Nær óþekkt er sagt að yfirvöld sækist eftir upplýsingum sem þessum um þingmenn nema í spillingarrannsóknum. Bannað að ræða um stefnuna þar til nýlega Rannsókn ráðuneytisins leiddi ekki í ljós nein tengsl leyniþjónustunefndarinnar við upplýsingaleka og stóð jafnvel til að loka henni. Eftir að William Barr tók við embætti dómsmálaráðherra setti hann aukinn kraft í rannsóknir á lekum og skipaði saksóknurum að halda áfram að rannsaka Schiff og fleiri, þrátt fyrir efasemdir saksóknaranna sjálfra. Áður hefur verið greint frá því að ráðuneyti Barr rannsakaði fjölmiðla til að afhjúpa heimildarmenn þeirra. Líkt og í tilfelli fjölmiðlanna fékk dómsmálaráðuneyti lögbann sem kom í veg fyrir að Apple gæti greint þingmönnunum frá því að það hefði afhent gögn um þá. Lögbannið rann nýlega út og lét Apple þá vita. Schiff hefur í gegnum tíðina ítrekað verið skotspónn bræði Trump. Sakaði þáverandi forsetinn Schiff ítrekað um að leka skaðlegum upplýsingum um sig. Schiff hefur nú kallað eftir því að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsaki hvernig því var beitt gegn gagnrýnendum Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í yfirlýsingu að aðgerðir dómsmálaráðuneytisins virtust „enn ein svívirðilega árásin á lýðræðið okkar af hálfu fyrrverandi forsetans“.
Donald Trump Bandaríkin Apple Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent