Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. júní 2021 12:04 Þingmenn Miðflokksins eru óhræddir við að vera að störfum fram á mitt sumar. vísir/vilhelm Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hreyfing á viðræðum um þinglok en þær stranda enn nokkrum atriðum. Miðflokkurinn hefur lagt áherslu á að frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um samræmda móttöku flóttafólks verði tekið af dagskrá. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir það eitt stóru málanna. „Við teljum að það sé mál sem feli í sér gríðarlega mikinn samfélagslega aukinn kostnað fyrir okkur Íslendinga sem ekki er gert ráð fyrir í frumvarpinu,“ segir Gunnar Bragi. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa talið að það að muni auka straum flóttamanna til landsins en þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu hafa hins vegar andmælt því. Aftarlega á dagskrá þingfundar í dag er önnur umræða um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð en meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að því verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Gunnar Bragi segir þingmenn flokksins mótfallna því að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar. „Því að það virðist vera að það eigi einfaldlega bara að fresta því og halda síðan áfram með það. Að ríkisstjórnin sé að skuldbinda sig til þess,“ segir Gunnar Bragi. „Að okkar mati eru svo rosalegir gallar á þessu máli að það hefði verið nær að geyma það bara og sjá til hvort ný ríkisstjórn hefði einhvern áhuga á því að halda áfram með það. En þetta er svo sem ágætis yfirlýsing, það virðist svo sem núverandi ríkisstjórn geri ráð fyrir að starfa áfram saman og ætli þá bara að halda áfram með þetta mál. Það er ágætt að menn séu ekkert að fela það.“ Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Miðflokknum hugnast það ekki.vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma um frumvarpið í dag. „Það er bara okkar ósk sem við eigum fullan rétt á en auðvitað er það þannig að ef samið verður um þinglok kann að vera að það þurfi að semja um umræðuna. Við skoðum það bara.“ Að lokum verða greidd atkvæði um að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar en Gunnar segir tímasetningu þess velta á lengd umræðna. „Einhvern tímann verða greidd atkvæði um það en ég veit ekki hvort það verði í þessari viku, næstu eða um mitt sumar. Það fer bara eftir því hvernig málin þróast.“ Um mitt sumar - eruð þið að gera ráð fyrir að vera svo lengi að störfum? „Við verðum hér í sumar ef þarf. Við erum ágætlega stemmd í því. Það er líka spáð rigningarsumri þannig það er bara ágætt að vera hérna.“ Alþingi Miðflokkurinn Hálendisþjóðgarður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er hreyfing á viðræðum um þinglok en þær stranda enn nokkrum atriðum. Miðflokkurinn hefur lagt áherslu á að frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um samræmda móttöku flóttafólks verði tekið af dagskrá. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir það eitt stóru málanna. „Við teljum að það sé mál sem feli í sér gríðarlega mikinn samfélagslega aukinn kostnað fyrir okkur Íslendinga sem ekki er gert ráð fyrir í frumvarpinu,“ segir Gunnar Bragi. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa talið að það að muni auka straum flóttamanna til landsins en þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu hafa hins vegar andmælt því. Aftarlega á dagskrá þingfundar í dag er önnur umræða um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð en meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að því verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Gunnar Bragi segir þingmenn flokksins mótfallna því að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar. „Því að það virðist vera að það eigi einfaldlega bara að fresta því og halda síðan áfram með það. Að ríkisstjórnin sé að skuldbinda sig til þess,“ segir Gunnar Bragi. „Að okkar mati eru svo rosalegir gallar á þessu máli að það hefði verið nær að geyma það bara og sjá til hvort ný ríkisstjórn hefði einhvern áhuga á því að halda áfram með það. En þetta er svo sem ágætis yfirlýsing, það virðist svo sem núverandi ríkisstjórn geri ráð fyrir að starfa áfram saman og ætli þá bara að halda áfram með þetta mál. Það er ágætt að menn séu ekkert að fela það.“ Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Miðflokknum hugnast það ekki.vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma um frumvarpið í dag. „Það er bara okkar ósk sem við eigum fullan rétt á en auðvitað er það þannig að ef samið verður um þinglok kann að vera að það þurfi að semja um umræðuna. Við skoðum það bara.“ Að lokum verða greidd atkvæði um að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar en Gunnar segir tímasetningu þess velta á lengd umræðna. „Einhvern tímann verða greidd atkvæði um það en ég veit ekki hvort það verði í þessari viku, næstu eða um mitt sumar. Það fer bara eftir því hvernig málin þróast.“ Um mitt sumar - eruð þið að gera ráð fyrir að vera svo lengi að störfum? „Við verðum hér í sumar ef þarf. Við erum ágætlega stemmd í því. Það er líka spáð rigningarsumri þannig það er bara ágætt að vera hérna.“
Alþingi Miðflokkurinn Hálendisþjóðgarður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira