Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2021 09:45 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, en hún ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Um klukkan fjögur sjáum við breytingar í óróanum og þeir sem hafa verið að rýna í vefmyndavélina sjá að það er eins og það sé ekki jafn mikill kraftur og renni frekar jafnt úr gígnum núna,“ segir Kristín. Hún segir að þegar rýnt sé í óróann þá sjáist að þessir púlsar sem hafa einkennt virknina frá 2. maí eru orðnir þéttari og kannski aðeins lækkað. „En eru þéttari í tíma. Þetta hefur svo sem gerst áður, að við fáum svona tímabil og þetta virðist vera tengt einhverjum grunnstæðum breytingum. Það sem við höfum verið að sjá þegar við erum að skoða magnið af hrauninu sem er að koma, mæla þetta rúmmál sem er að koma úr gosinu, þá erum við að sjá mjög stöðugt flæði, einmitt frá 2. maí. Það er eins og gosrásin stækki, eða komi meira efni inn frá 2. maí, þannig að það varð aukning í framleiðslu á hrauni 2. maí. Við vitum ekki betur en að það sé þannig ennþá.“ Gosopið virðist vera að þrengjast Kristín segir að vísindaráð almannavarna muni funda í dag, þar sem breytingar á sjálfum gígnum verða meðal annars til umræðu. „Það er eins og gosopið efst hafði aðeins verið að þrengjast.“ Hún segir að alltaf sé verið að ræða um einhverjar breytingar sem eru þarna næst yfirborði. „Stóra myndin er sú að við erum komin með þennan stórkostlega gíg sem er orðinn yfir hundrað metra hár og það myndast einhvers konar hellir undir honum, eða einhver konar svæði þar sem kvikan nær að safnast saman. Þetta svæði er bara rétt hundrað metra djúpt eða eitthvað svoleiðis. Svo þaðan liggur bara hreinlega einhver strompur niður marga, marga, marga kílómetra, niður á um tuttugu kílómetra dýpa. Á því dýpi vitum við að er nægt efni þannig að það er erfitt að segja hvað það er sem muni stoppa þetta gos.[…] Við erum með þennan skorstein niður úr öllu og það er búið að vera stöðugt streymi upp um hann og upp úr Fagradalsfjalli.“ Mun renna í pípum faldar í hrauninu Kristín segist ekki að sjá neitt í kortunum sem bendi til að gosið sé að hætta. „Það sem við höfum séð í vikunni er mikil framleiðsla á þessu helluhrauni sem er þunnfljótandi og þetta hraun hefur verið að flæða og mynda mjög fallega breiðu í Meradölum og svo líka búið að flæða í Nátthaga. Það sem má búast við er að hraun fari meira og meira að renna í pípum sem liggja og eru faldar inni í hrauninu.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bítið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Þetta segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, en hún ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Um klukkan fjögur sjáum við breytingar í óróanum og þeir sem hafa verið að rýna í vefmyndavélina sjá að það er eins og það sé ekki jafn mikill kraftur og renni frekar jafnt úr gígnum núna,“ segir Kristín. Hún segir að þegar rýnt sé í óróann þá sjáist að þessir púlsar sem hafa einkennt virknina frá 2. maí eru orðnir þéttari og kannski aðeins lækkað. „En eru þéttari í tíma. Þetta hefur svo sem gerst áður, að við fáum svona tímabil og þetta virðist vera tengt einhverjum grunnstæðum breytingum. Það sem við höfum verið að sjá þegar við erum að skoða magnið af hrauninu sem er að koma, mæla þetta rúmmál sem er að koma úr gosinu, þá erum við að sjá mjög stöðugt flæði, einmitt frá 2. maí. Það er eins og gosrásin stækki, eða komi meira efni inn frá 2. maí, þannig að það varð aukning í framleiðslu á hrauni 2. maí. Við vitum ekki betur en að það sé þannig ennþá.“ Gosopið virðist vera að þrengjast Kristín segir að vísindaráð almannavarna muni funda í dag, þar sem breytingar á sjálfum gígnum verða meðal annars til umræðu. „Það er eins og gosopið efst hafði aðeins verið að þrengjast.“ Hún segir að alltaf sé verið að ræða um einhverjar breytingar sem eru þarna næst yfirborði. „Stóra myndin er sú að við erum komin með þennan stórkostlega gíg sem er orðinn yfir hundrað metra hár og það myndast einhvers konar hellir undir honum, eða einhver konar svæði þar sem kvikan nær að safnast saman. Þetta svæði er bara rétt hundrað metra djúpt eða eitthvað svoleiðis. Svo þaðan liggur bara hreinlega einhver strompur niður marga, marga, marga kílómetra, niður á um tuttugu kílómetra dýpa. Á því dýpi vitum við að er nægt efni þannig að það er erfitt að segja hvað það er sem muni stoppa þetta gos.[…] Við erum með þennan skorstein niður úr öllu og það er búið að vera stöðugt streymi upp um hann og upp úr Fagradalsfjalli.“ Mun renna í pípum faldar í hrauninu Kristín segist ekki að sjá neitt í kortunum sem bendi til að gosið sé að hætta. „Það sem við höfum séð í vikunni er mikil framleiðsla á þessu helluhrauni sem er þunnfljótandi og þetta hraun hefur verið að flæða og mynda mjög fallega breiðu í Meradölum og svo líka búið að flæða í Nátthaga. Það sem má búast við er að hraun fari meira og meira að renna í pípum sem liggja og eru faldar inni í hrauninu.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bítið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira