Kölluðu eftir fleira fólki í bólusetningu undir lok dags Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2021 18:24 Röðin í bólusetningu fyrr í dag var löng. Vísir/Egill Um tíu þúsund manns fengu seinni skammt af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni segir daginn hafa verið nokkuð tvískiptan. Hluta dags var mikil umferð og nánast örtröð í og við höllina en seinna um daginn þurfti að auglýsa skammta sem annars hefðu farið til spillis. „Þetta gekk bara vel. Það var dálítið löng biðröð sem varð því það voru svo margir sem mættu án þess að vera með strikamerki,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við fréttastofu. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalinn í dag, án þess að hafa fengið boðun í bólusetningu, til þess að freista þess að fá seinni skammt af bóluefni AstraZeneca. Fólk sem var bólusett með efninu fyrir átta vikum eða meira fékk boðun í dag, en Ragnheiður segir best að svo langur tími líði milli fyrri og seinni bólusetningar til að tryggja sem besta virkni efnisins. Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 í síðustu viku. Ragnheiður Ósk stýrði drættinum.Vísir/Vilhelm Starfsmenn heilsugæslunnar brugðu á það ráð að beina þeim skilaboðum til fólks sem ekki hafði verið boðað að það gæti snúið aftur síðar um daginn, eftir klukkan tvö, og freistað þess að næla sér í skammt af efninu þá. „Þá áttum við alveg eftir slatta af bóluefni og gátum boðið mjög mörgum. Svo á milli þrjú og fjögur enduðum við á því að eiga um 700 skammta og engin röð. Þá var það komið á hinn vænginn og við hefðum getað verið að missa skammta. Þá tilkynntum við að við ættum 700 skammta eftir og þá kom hellingur af fólki og við náðum að klára allt,“ segir Ragnheiður. Sum sitja eftir með sárt ennið Ragnheiður gerir ráð fyrir að á milli tíu og tuttugu manns hafi enn beðið bólusetningar þegar síðasti skammturinn hafði verið gefinn og bóluefnið því búið í bili. Hún segir það alvanalegt að færri komist að en vilji á gefnum bólusetningardegi, enda sé sett í forgang að koma öllu bóluefni út og ekkert fari til spillis. Hún gerir ráð fyrir að um tvö þúsund manns hafi fengið seinni skammt af bóluefni í dag án þess að hafa haft strikamerki en vonar að sem flest þeirra sem fengu boðun í dag hafi komist og getað fengið sprautu. Á morgun verður bólusett með bóluefni Janssen. Það er eina bóluefnið sem er í notkun hér á landi sem gefið er í einum skammti. Ragnheiður gerir ráð fyrir að tíu þúsund skammtar af efninu verði gefnir á morgun. Meirihluti þeirra sem fá bóluefni á morgun hafa verið boðuð eftir að árganga- og kynjahópar voru dregnir í handahófskenndri röð til bólusetningarboðunar. Þó verða einhver sem fá bóluefni í krafti starfa sinna, svo sem kennarar í grunn- og leikskólum og skipa- og flugáhafnir. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. 9. júní 2021 10:19 Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. 9. júní 2021 12:17 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Þetta gekk bara vel. Það var dálítið löng biðröð sem varð því það voru svo margir sem mættu án þess að vera með strikamerki,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við fréttastofu. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalinn í dag, án þess að hafa fengið boðun í bólusetningu, til þess að freista þess að fá seinni skammt af bóluefni AstraZeneca. Fólk sem var bólusett með efninu fyrir átta vikum eða meira fékk boðun í dag, en Ragnheiður segir best að svo langur tími líði milli fyrri og seinni bólusetningar til að tryggja sem besta virkni efnisins. Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 í síðustu viku. Ragnheiður Ósk stýrði drættinum.Vísir/Vilhelm Starfsmenn heilsugæslunnar brugðu á það ráð að beina þeim skilaboðum til fólks sem ekki hafði verið boðað að það gæti snúið aftur síðar um daginn, eftir klukkan tvö, og freistað þess að næla sér í skammt af efninu þá. „Þá áttum við alveg eftir slatta af bóluefni og gátum boðið mjög mörgum. Svo á milli þrjú og fjögur enduðum við á því að eiga um 700 skammta og engin röð. Þá var það komið á hinn vænginn og við hefðum getað verið að missa skammta. Þá tilkynntum við að við ættum 700 skammta eftir og þá kom hellingur af fólki og við náðum að klára allt,“ segir Ragnheiður. Sum sitja eftir með sárt ennið Ragnheiður gerir ráð fyrir að á milli tíu og tuttugu manns hafi enn beðið bólusetningar þegar síðasti skammturinn hafði verið gefinn og bóluefnið því búið í bili. Hún segir það alvanalegt að færri komist að en vilji á gefnum bólusetningardegi, enda sé sett í forgang að koma öllu bóluefni út og ekkert fari til spillis. Hún gerir ráð fyrir að um tvö þúsund manns hafi fengið seinni skammt af bóluefni í dag án þess að hafa haft strikamerki en vonar að sem flest þeirra sem fengu boðun í dag hafi komist og getað fengið sprautu. Á morgun verður bólusett með bóluefni Janssen. Það er eina bóluefnið sem er í notkun hér á landi sem gefið er í einum skammti. Ragnheiður gerir ráð fyrir að tíu þúsund skammtar af efninu verði gefnir á morgun. Meirihluti þeirra sem fá bóluefni á morgun hafa verið boðuð eftir að árganga- og kynjahópar voru dregnir í handahófskenndri röð til bólusetningarboðunar. Þó verða einhver sem fá bóluefni í krafti starfa sinna, svo sem kennarar í grunn- og leikskólum og skipa- og flugáhafnir.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. 9. júní 2021 10:19 Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. 9. júní 2021 12:17 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. 9. júní 2021 10:19
Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. 9. júní 2021 12:17