Kölluðu eftir fleira fólki í bólusetningu undir lok dags Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2021 18:24 Röðin í bólusetningu fyrr í dag var löng. Vísir/Egill Um tíu þúsund manns fengu seinni skammt af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni segir daginn hafa verið nokkuð tvískiptan. Hluta dags var mikil umferð og nánast örtröð í og við höllina en seinna um daginn þurfti að auglýsa skammta sem annars hefðu farið til spillis. „Þetta gekk bara vel. Það var dálítið löng biðröð sem varð því það voru svo margir sem mættu án þess að vera með strikamerki,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við fréttastofu. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalinn í dag, án þess að hafa fengið boðun í bólusetningu, til þess að freista þess að fá seinni skammt af bóluefni AstraZeneca. Fólk sem var bólusett með efninu fyrir átta vikum eða meira fékk boðun í dag, en Ragnheiður segir best að svo langur tími líði milli fyrri og seinni bólusetningar til að tryggja sem besta virkni efnisins. Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 í síðustu viku. Ragnheiður Ósk stýrði drættinum.Vísir/Vilhelm Starfsmenn heilsugæslunnar brugðu á það ráð að beina þeim skilaboðum til fólks sem ekki hafði verið boðað að það gæti snúið aftur síðar um daginn, eftir klukkan tvö, og freistað þess að næla sér í skammt af efninu þá. „Þá áttum við alveg eftir slatta af bóluefni og gátum boðið mjög mörgum. Svo á milli þrjú og fjögur enduðum við á því að eiga um 700 skammta og engin röð. Þá var það komið á hinn vænginn og við hefðum getað verið að missa skammta. Þá tilkynntum við að við ættum 700 skammta eftir og þá kom hellingur af fólki og við náðum að klára allt,“ segir Ragnheiður. Sum sitja eftir með sárt ennið Ragnheiður gerir ráð fyrir að á milli tíu og tuttugu manns hafi enn beðið bólusetningar þegar síðasti skammturinn hafði verið gefinn og bóluefnið því búið í bili. Hún segir það alvanalegt að færri komist að en vilji á gefnum bólusetningardegi, enda sé sett í forgang að koma öllu bóluefni út og ekkert fari til spillis. Hún gerir ráð fyrir að um tvö þúsund manns hafi fengið seinni skammt af bóluefni í dag án þess að hafa haft strikamerki en vonar að sem flest þeirra sem fengu boðun í dag hafi komist og getað fengið sprautu. Á morgun verður bólusett með bóluefni Janssen. Það er eina bóluefnið sem er í notkun hér á landi sem gefið er í einum skammti. Ragnheiður gerir ráð fyrir að tíu þúsund skammtar af efninu verði gefnir á morgun. Meirihluti þeirra sem fá bóluefni á morgun hafa verið boðuð eftir að árganga- og kynjahópar voru dregnir í handahófskenndri röð til bólusetningarboðunar. Þó verða einhver sem fá bóluefni í krafti starfa sinna, svo sem kennarar í grunn- og leikskólum og skipa- og flugáhafnir. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. 9. júní 2021 10:19 Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. 9. júní 2021 12:17 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Þetta gekk bara vel. Það var dálítið löng biðröð sem varð því það voru svo margir sem mættu án þess að vera með strikamerki,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við fréttastofu. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalinn í dag, án þess að hafa fengið boðun í bólusetningu, til þess að freista þess að fá seinni skammt af bóluefni AstraZeneca. Fólk sem var bólusett með efninu fyrir átta vikum eða meira fékk boðun í dag, en Ragnheiður segir best að svo langur tími líði milli fyrri og seinni bólusetningar til að tryggja sem besta virkni efnisins. Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 í síðustu viku. Ragnheiður Ósk stýrði drættinum.Vísir/Vilhelm Starfsmenn heilsugæslunnar brugðu á það ráð að beina þeim skilaboðum til fólks sem ekki hafði verið boðað að það gæti snúið aftur síðar um daginn, eftir klukkan tvö, og freistað þess að næla sér í skammt af efninu þá. „Þá áttum við alveg eftir slatta af bóluefni og gátum boðið mjög mörgum. Svo á milli þrjú og fjögur enduðum við á því að eiga um 700 skammta og engin röð. Þá var það komið á hinn vænginn og við hefðum getað verið að missa skammta. Þá tilkynntum við að við ættum 700 skammta eftir og þá kom hellingur af fólki og við náðum að klára allt,“ segir Ragnheiður. Sum sitja eftir með sárt ennið Ragnheiður gerir ráð fyrir að á milli tíu og tuttugu manns hafi enn beðið bólusetningar þegar síðasti skammturinn hafði verið gefinn og bóluefnið því búið í bili. Hún segir það alvanalegt að færri komist að en vilji á gefnum bólusetningardegi, enda sé sett í forgang að koma öllu bóluefni út og ekkert fari til spillis. Hún gerir ráð fyrir að um tvö þúsund manns hafi fengið seinni skammt af bóluefni í dag án þess að hafa haft strikamerki en vonar að sem flest þeirra sem fengu boðun í dag hafi komist og getað fengið sprautu. Á morgun verður bólusett með bóluefni Janssen. Það er eina bóluefnið sem er í notkun hér á landi sem gefið er í einum skammti. Ragnheiður gerir ráð fyrir að tíu þúsund skammtar af efninu verði gefnir á morgun. Meirihluti þeirra sem fá bóluefni á morgun hafa verið boðuð eftir að árganga- og kynjahópar voru dregnir í handahófskenndri röð til bólusetningarboðunar. Þó verða einhver sem fá bóluefni í krafti starfa sinna, svo sem kennarar í grunn- og leikskólum og skipa- og flugáhafnir.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. 9. júní 2021 10:19 Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. 9. júní 2021 12:17 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. 9. júní 2021 10:19
Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. 9. júní 2021 12:17