„Ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks“ Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2021 10:26 Friðrik Rafnsson, leiðsögumaður og þýðandi, var kjörinn nýr formaður Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna á aðalfundi í gær. Vísir/Vilhelm Friðrik Rafnsson var kjörinn nýr formaður Leiðsagnar - Stéttarfélags leiðsögumanna á aðalfundi í gær. Friðrik hefur verið ritari félagsins síðasta árið og tekur við starfinu af Pétri Gauta Valgeirssyni. Tveir voru í framboði til formanns – Friðrik og Óskar Kristjánsson sem hefur verið gjaldkeri félagsins. Friðrik segir í samtali við Vísi að stétt leiðsögumanna hafi verið algerlega lömuð síðasta rúma árið, líkt og margar aðrar stéttir í ferðaþjónustu. „Við sjáum skýr merki þess að þetta sé að breytast. Fólk er farið að bóka sig og það er allt að síga af stað. Við höfum notað tímann mjög vel, í endurskipulagningu innan félagsins og gera okkur klár. Við höfum líka verið að endurmennta og bæta í fróðleikssarpinn. Við erum klár í viðspyrnuna og viljum gera það mjög faglega og vel. Við höfum aðeins verið vör við það – það eru náttúrulega svartir sauðir alls staðar – en það eru einhver fyrirtæki sem vilja fá menn eingöngu í verktöku eða eru með smá tilbrigði til að nýta sér þetta ástand. Svo hefur maður líka heyrt fleiri fréttir sem betur fer að menn vilji faglærða og reynda leiðsögumenn sem taka vel á móti okkar erlendu vinum,“ segir Friðrik. Lykilfólk Friðrik segir leiðsögumenn líta svo á að þeir séu lykilfólk í ferðaþjónustunni. „Við erum gestgjafar. Ef fólk kemur til landsins og leiðsögumaðurinn nær í það út á flugvöll þá er hann sá Íslendingur sem þau eru með í viku, er andlit íslensku þjóðarinnar út á við. Svo eru að sjálfsögðu hótelstarfsmenn, fólk í veitingageira og svo framvegis, en við erum samfellan og berum ansi mikla ábyrgð á að frí þessa fólkjs takist sem best. Þetta er ofboðslega skemmtilegt starf, en í því felst mikil ábyrgð sem við tökum alvarlega. Eftir að hafa, má segja, hlaupið á færibandi í tíu ár, og margir orðnir ansi langþreyttir í bransanum, þá var þetta auðvitað ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks,“ segir Friðrik. Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Sjá meira
Tveir voru í framboði til formanns – Friðrik og Óskar Kristjánsson sem hefur verið gjaldkeri félagsins. Friðrik segir í samtali við Vísi að stétt leiðsögumanna hafi verið algerlega lömuð síðasta rúma árið, líkt og margar aðrar stéttir í ferðaþjónustu. „Við sjáum skýr merki þess að þetta sé að breytast. Fólk er farið að bóka sig og það er allt að síga af stað. Við höfum notað tímann mjög vel, í endurskipulagningu innan félagsins og gera okkur klár. Við höfum líka verið að endurmennta og bæta í fróðleikssarpinn. Við erum klár í viðspyrnuna og viljum gera það mjög faglega og vel. Við höfum aðeins verið vör við það – það eru náttúrulega svartir sauðir alls staðar – en það eru einhver fyrirtæki sem vilja fá menn eingöngu í verktöku eða eru með smá tilbrigði til að nýta sér þetta ástand. Svo hefur maður líka heyrt fleiri fréttir sem betur fer að menn vilji faglærða og reynda leiðsögumenn sem taka vel á móti okkar erlendu vinum,“ segir Friðrik. Lykilfólk Friðrik segir leiðsögumenn líta svo á að þeir séu lykilfólk í ferðaþjónustunni. „Við erum gestgjafar. Ef fólk kemur til landsins og leiðsögumaðurinn nær í það út á flugvöll þá er hann sá Íslendingur sem þau eru með í viku, er andlit íslensku þjóðarinnar út á við. Svo eru að sjálfsögðu hótelstarfsmenn, fólk í veitingageira og svo framvegis, en við erum samfellan og berum ansi mikla ábyrgð á að frí þessa fólkjs takist sem best. Þetta er ofboðslega skemmtilegt starf, en í því felst mikil ábyrgð sem við tökum alvarlega. Eftir að hafa, má segja, hlaupið á færibandi í tíu ár, og margir orðnir ansi langþreyttir í bransanum, þá var þetta auðvitað ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks,“ segir Friðrik.
Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun