Björgvin um sparkið í höfuð Péturs: Allir hoppa aðeins lengra og aldrei viljaverk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 11:00 Björgvin Páll Gústavsson ræddi atvikið umdeilda sem sést hér á skjámyndinni hér fyrir ofan. S2 Sport Björgvin Páll Gústavsson var flottur í marki Hauka í gærkvöldi þegar liðið fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu í Olís deild karla í handbolta með fimm marka útisigri á Stjörnunni. Björgvin var líka í aðalhlutverki í umdeildasta atviki leiksins. Björgvin Páll fékk að koma á háborð Seinni bylgjunnar eftir leikinn sem besti maður leiksins en Haukarnir hafa nú unnið fjórtán leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Björgvin Páll fór yfir leikinn með Henry Birgi Gunnarssyni og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. Markvörðurinn snjalli ræddi meðal annars stöðugleika Hauka sem sýna fá veikleikamerki. „Þegar þú ert búinn að vinna svona marka leiki í röð þá ertu kominn með fullt sjálfstraust. Ofan á það þá erum við að æfa eins og rottur. Við erum að spila með tvö lið á æfingum og stundum með þrjú lið ef U-liðið okkar kemur líka. Við erum alltaf á tánum og erum búnir að vera á tánum í þessum pásum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson. S2 Sport Björgvin Páll er búinn að vera að verja mjög vel í marki Hauka síðustu vikur. „Við byrjum ekki vel og ég byrja ekki vel en ég kem mér inn í leikinn. Það er vörninni að þakka. Þessi bolti kemur mér inn í leikinn, frábær vörn hjá Heimi og þá koma hinir boltarnir í framhaldinu,“ sagði Björgvin og hrósaði vörninni fyrir að þrengja fyrsta skotið sem hann varði. „Ég er í formi og ég veit að ég get treyst vörninni og þú getur treyst gæjanum við hliðina á þér. Þá er maður alltaf með sjálfstraust og klár í hvað sem er,“ sagði Björgvin Páll. Björgvin Páll ræddi meðal annars atvikið umdeilda þegar margir vildu að hann fengi rautt spjald en hann slapp með tveggja mínútna brottvísun. „Það er svo mikill vilji og það er svo mikill kraftur. Eins og þegar við (Pétur) lendum saman í sex metra færinu eða Dagur Gauti í hraðaupphlaupinu. Það eru allir að hoppa aðeins lengra, gera aðeins meira og stíga aðeins nær. Það er ástríðan sem er í gangi því þú færð allt í einu fulla höll sem hefur ekki sést í tvö ár. Þá kemur mikil orka og mikil læti. Menn eiga kannski í erfiðleikum með að beisla hana,“ sagði Björgvin Páll. S2 Sport Henry Birgir spurði Björgvin beint út í atvikið þegar hann hoppar á Stjörnumanninn Pétur Árna Hauksson. „Ég get lofað því að þetta er ekki viljaverk. Uppáhaldsskotið hans er að setja hann þarna uppi og hann veit það sjálfur. Þess vegna fer fóturinn svona hátt upp. Málið er það að þegar maður er í svona leik og ég sjálfur er gíraður þá hoppar maður aðeins meira á móti,“ sagði Björgvin Páll og nefndi líka atvikið með Dag Gautason í seinni hálfleiknum. „Ef ég geri sömu hreyfingu þar þá fer ég líka í andlitinu á honum en ég þar náði ég að bremsa mig af svona andlega. Það eru bara lætin og stemmningin sem gera það að verkum að maður er aðeins agressífari. Kannski fer hálfu skrefi lengra en það er aldrei til í dæminu að þetta sé viljaverk. Það má sjá allt viðtalið og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Björgvin Páll á háborðinu eftir sigur á Stjörnunni Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira
Björgvin Páll fékk að koma á háborð Seinni bylgjunnar eftir leikinn sem besti maður leiksins en Haukarnir hafa nú unnið fjórtán leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Björgvin Páll fór yfir leikinn með Henry Birgi Gunnarssyni og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. Markvörðurinn snjalli ræddi meðal annars stöðugleika Hauka sem sýna fá veikleikamerki. „Þegar þú ert búinn að vinna svona marka leiki í röð þá ertu kominn með fullt sjálfstraust. Ofan á það þá erum við að æfa eins og rottur. Við erum að spila með tvö lið á æfingum og stundum með þrjú lið ef U-liðið okkar kemur líka. Við erum alltaf á tánum og erum búnir að vera á tánum í þessum pásum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson. S2 Sport Björgvin Páll er búinn að vera að verja mjög vel í marki Hauka síðustu vikur. „Við byrjum ekki vel og ég byrja ekki vel en ég kem mér inn í leikinn. Það er vörninni að þakka. Þessi bolti kemur mér inn í leikinn, frábær vörn hjá Heimi og þá koma hinir boltarnir í framhaldinu,“ sagði Björgvin og hrósaði vörninni fyrir að þrengja fyrsta skotið sem hann varði. „Ég er í formi og ég veit að ég get treyst vörninni og þú getur treyst gæjanum við hliðina á þér. Þá er maður alltaf með sjálfstraust og klár í hvað sem er,“ sagði Björgvin Páll. Björgvin Páll ræddi meðal annars atvikið umdeilda þegar margir vildu að hann fengi rautt spjald en hann slapp með tveggja mínútna brottvísun. „Það er svo mikill vilji og það er svo mikill kraftur. Eins og þegar við (Pétur) lendum saman í sex metra færinu eða Dagur Gauti í hraðaupphlaupinu. Það eru allir að hoppa aðeins lengra, gera aðeins meira og stíga aðeins nær. Það er ástríðan sem er í gangi því þú færð allt í einu fulla höll sem hefur ekki sést í tvö ár. Þá kemur mikil orka og mikil læti. Menn eiga kannski í erfiðleikum með að beisla hana,“ sagði Björgvin Páll. S2 Sport Henry Birgir spurði Björgvin beint út í atvikið þegar hann hoppar á Stjörnumanninn Pétur Árna Hauksson. „Ég get lofað því að þetta er ekki viljaverk. Uppáhaldsskotið hans er að setja hann þarna uppi og hann veit það sjálfur. Þess vegna fer fóturinn svona hátt upp. Málið er það að þegar maður er í svona leik og ég sjálfur er gíraður þá hoppar maður aðeins meira á móti,“ sagði Björgvin Páll og nefndi líka atvikið með Dag Gautason í seinni hálfleiknum. „Ef ég geri sömu hreyfingu þar þá fer ég líka í andlitinu á honum en ég þar náði ég að bremsa mig af svona andlega. Það eru bara lætin og stemmningin sem gera það að verkum að maður er aðeins agressífari. Kannski fer hálfu skrefi lengra en það er aldrei til í dæminu að þetta sé viljaverk. Það má sjá allt viðtalið og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Björgvin Páll á háborðinu eftir sigur á Stjörnunni
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira