Milljóna tjón vegna myglu Una María Óskarsdóttir skrifar 9. júní 2021 09:31 Á undanförnum árum hefur tilfellum vegna raka- og mygluskemmda í húsum fjölgað. Stór vandamál hafa komið upp vegna þessa, m.a. í skólum, á heimilum og vinnustöðum með tilheyrandi kostnaði og áhrifum á fólk og fyrirtæki. Flest verjum við stærstum hluta æfi okkar innanhúss og því skiptir það miklu að loftgæði séu góð og þau skaði ekki heilsu okkar. Óheilnæmt innloft getur t.d. valdið höfuðverk, þreytu, þurrki í augum, sviða í hálsi og nefi og aukið á ofnæmiseinkenni og öndunarfærasjúkdóma. Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar um inniloft, raka og myglu í híbýlum þar sem almenningur getur kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óheilnæmt loft innandyra. Eitt er að almenningur geti kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óhollt inniloft og annað það að hönnun og bygging húsa sé með þeim hætti að það sá hrein ávísun á myglu. Í nýgengnum dómi héraðsdóms Reykjanes er fjallað um myglu og baráttu húseigenda við hönnuði, tryggingafélag og bæjarfélag við bót sinna mála. Niðurstaða dómsins er sú að húseignandinn var talinn eiga 4,5 milljón króna kröfu á hendur vátryggingafélagi hönnuðar hússins vegna myglu sem leiddi af galla í einangrun hússins (kuldabrúar). Ásamt þingmönnum Miðflokksins var sú sem þetta ritar fyrsti flutningsmaður þingsályktunar um gerð leiðbeininga um úttektir og mat á rakaskemmdum og myglu og heilsukvillum af þeirra völdum sem lögð var fram á 49. löggjafarþingi 2018–2019. Í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af raka og myglu í húsum er brýnt að sem fyrst verði brugðist við og þar með reynt að koma í veg fyrir fjár- og heilsutjón og fólks sem verður veikt sökum ólofts, raka og myglu. Þeir sem koma að hönnun, byggingu og eftirliti húsbygginga þurfa að vanda vinnu sína og stöðva framleiðslu gallaðs húsnæðis. Höfundur er lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur tilfellum vegna raka- og mygluskemmda í húsum fjölgað. Stór vandamál hafa komið upp vegna þessa, m.a. í skólum, á heimilum og vinnustöðum með tilheyrandi kostnaði og áhrifum á fólk og fyrirtæki. Flest verjum við stærstum hluta æfi okkar innanhúss og því skiptir það miklu að loftgæði séu góð og þau skaði ekki heilsu okkar. Óheilnæmt innloft getur t.d. valdið höfuðverk, þreytu, þurrki í augum, sviða í hálsi og nefi og aukið á ofnæmiseinkenni og öndunarfærasjúkdóma. Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar um inniloft, raka og myglu í híbýlum þar sem almenningur getur kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óheilnæmt loft innandyra. Eitt er að almenningur geti kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óhollt inniloft og annað það að hönnun og bygging húsa sé með þeim hætti að það sá hrein ávísun á myglu. Í nýgengnum dómi héraðsdóms Reykjanes er fjallað um myglu og baráttu húseigenda við hönnuði, tryggingafélag og bæjarfélag við bót sinna mála. Niðurstaða dómsins er sú að húseignandinn var talinn eiga 4,5 milljón króna kröfu á hendur vátryggingafélagi hönnuðar hússins vegna myglu sem leiddi af galla í einangrun hússins (kuldabrúar). Ásamt þingmönnum Miðflokksins var sú sem þetta ritar fyrsti flutningsmaður þingsályktunar um gerð leiðbeininga um úttektir og mat á rakaskemmdum og myglu og heilsukvillum af þeirra völdum sem lögð var fram á 49. löggjafarþingi 2018–2019. Í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af raka og myglu í húsum er brýnt að sem fyrst verði brugðist við og þar með reynt að koma í veg fyrir fjár- og heilsutjón og fólks sem verður veikt sökum ólofts, raka og myglu. Þeir sem koma að hönnun, byggingu og eftirliti húsbygginga þurfa að vanda vinnu sína og stöðva framleiðslu gallaðs húsnæðis. Höfundur er lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun