Hvenær er ég gömul? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 9. júní 2021 07:30 Það er ljóst að þjóðin er að eldast í árum og sífellt fleiri tilheyra hópi eldri borgara á blaði án þess að upplifa sig sem slíka. Það er augljóst að þessi ört stækkandi hópur er ekki mjög einsleitur, lífsskoðanir sem og heilsa mismunandi og því er löngu orðið tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir þennan fjölbreytta hóp. Við þurfum að fara að horfa heildstæðar á þennan málaflokk með fjölda mismunandi úrræða við hæfi. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögunum þá hefur fólk á öllum aldri fengið tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Þannig hefur hið opinbera skapað fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Aukum fjármuni til lýðheilsumála Það er óumdeilt að fjármunir sem varið er til lýðheilsu eru sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Með því að lýðheilsusjónarmið færist ofar hjá fólki þá getur verið svolítið á reiki hvenær kona upplifir sig eldri borgara og hvenær ekki? Amman sem skellir sér í Landvættina er ólíkleg til þess að þurfa á mikilli aðstoð frá ríki eða sveitarfélagi. Það eru aftur á móti ekki allir svo heppnir að geta stundað afreksíþróttir eftir miðjan aldur. Þess vegna þurfum við að geta boðið upp á mismunandi úrræði fyrir mismunandi hópa fólks. Hættum þessu rugli Við verðum að finna leiðir til að koma til móts við einstaklinga út frá þörfum þeirra hverju sinni. Þegar horft er á þá þjónustu sem eldra fólki stendur til boða stingur í stúf að hluti af þjónustunni er á herðum sveitarfélaga en hluti hjá ríkinu. Þetta veldur því að flækjustigið er meira og einstaklingurinn fellur stundum á milli. Átökin snúast þannig oft um fjármagn á milli ríkis og sveitarfélaga, - því rugli þarf að linna. Hér er í öllum tilfellum um skattfé okkar að ræða og algjörlega óásættanlegt að tvö stjórnsýslustig landsins eyði tíma, orku og fjármunum í að takast á í stað þess að einblína á að bæta þjónustuna. Það er því eðlilegt að spyrja eftirfarandi spurningar: Eiga sveitarfélögin að taka yfir málefni aldraðra, eða á málaflokkurinn að vera á herðum ríkisins? Þjónustuna geta svo ýmsir aðilar veitt bæði opinberir og einkaaðilar. Þó fjármagnið komi úr sjóðum okkar allra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að þjóðin er að eldast í árum og sífellt fleiri tilheyra hópi eldri borgara á blaði án þess að upplifa sig sem slíka. Það er augljóst að þessi ört stækkandi hópur er ekki mjög einsleitur, lífsskoðanir sem og heilsa mismunandi og því er löngu orðið tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir þennan fjölbreytta hóp. Við þurfum að fara að horfa heildstæðar á þennan málaflokk með fjölda mismunandi úrræða við hæfi. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögunum þá hefur fólk á öllum aldri fengið tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Þannig hefur hið opinbera skapað fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Aukum fjármuni til lýðheilsumála Það er óumdeilt að fjármunir sem varið er til lýðheilsu eru sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Með því að lýðheilsusjónarmið færist ofar hjá fólki þá getur verið svolítið á reiki hvenær kona upplifir sig eldri borgara og hvenær ekki? Amman sem skellir sér í Landvættina er ólíkleg til þess að þurfa á mikilli aðstoð frá ríki eða sveitarfélagi. Það eru aftur á móti ekki allir svo heppnir að geta stundað afreksíþróttir eftir miðjan aldur. Þess vegna þurfum við að geta boðið upp á mismunandi úrræði fyrir mismunandi hópa fólks. Hættum þessu rugli Við verðum að finna leiðir til að koma til móts við einstaklinga út frá þörfum þeirra hverju sinni. Þegar horft er á þá þjónustu sem eldra fólki stendur til boða stingur í stúf að hluti af þjónustunni er á herðum sveitarfélaga en hluti hjá ríkinu. Þetta veldur því að flækjustigið er meira og einstaklingurinn fellur stundum á milli. Átökin snúast þannig oft um fjármagn á milli ríkis og sveitarfélaga, - því rugli þarf að linna. Hér er í öllum tilfellum um skattfé okkar að ræða og algjörlega óásættanlegt að tvö stjórnsýslustig landsins eyði tíma, orku og fjármunum í að takast á í stað þess að einblína á að bæta þjónustuna. Það er því eðlilegt að spyrja eftirfarandi spurningar: Eiga sveitarfélögin að taka yfir málefni aldraðra, eða á málaflokkurinn að vera á herðum ríkisins? Þjónustuna geta svo ýmsir aðilar veitt bæði opinberir og einkaaðilar. Þó fjármagnið komi úr sjóðum okkar allra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun