Hvenær er ég gömul? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 9. júní 2021 07:30 Það er ljóst að þjóðin er að eldast í árum og sífellt fleiri tilheyra hópi eldri borgara á blaði án þess að upplifa sig sem slíka. Það er augljóst að þessi ört stækkandi hópur er ekki mjög einsleitur, lífsskoðanir sem og heilsa mismunandi og því er löngu orðið tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir þennan fjölbreytta hóp. Við þurfum að fara að horfa heildstæðar á þennan málaflokk með fjölda mismunandi úrræða við hæfi. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögunum þá hefur fólk á öllum aldri fengið tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Þannig hefur hið opinbera skapað fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Aukum fjármuni til lýðheilsumála Það er óumdeilt að fjármunir sem varið er til lýðheilsu eru sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Með því að lýðheilsusjónarmið færist ofar hjá fólki þá getur verið svolítið á reiki hvenær kona upplifir sig eldri borgara og hvenær ekki? Amman sem skellir sér í Landvættina er ólíkleg til þess að þurfa á mikilli aðstoð frá ríki eða sveitarfélagi. Það eru aftur á móti ekki allir svo heppnir að geta stundað afreksíþróttir eftir miðjan aldur. Þess vegna þurfum við að geta boðið upp á mismunandi úrræði fyrir mismunandi hópa fólks. Hættum þessu rugli Við verðum að finna leiðir til að koma til móts við einstaklinga út frá þörfum þeirra hverju sinni. Þegar horft er á þá þjónustu sem eldra fólki stendur til boða stingur í stúf að hluti af þjónustunni er á herðum sveitarfélaga en hluti hjá ríkinu. Þetta veldur því að flækjustigið er meira og einstaklingurinn fellur stundum á milli. Átökin snúast þannig oft um fjármagn á milli ríkis og sveitarfélaga, - því rugli þarf að linna. Hér er í öllum tilfellum um skattfé okkar að ræða og algjörlega óásættanlegt að tvö stjórnsýslustig landsins eyði tíma, orku og fjármunum í að takast á í stað þess að einblína á að bæta þjónustuna. Það er því eðlilegt að spyrja eftirfarandi spurningar: Eiga sveitarfélögin að taka yfir málefni aldraðra, eða á málaflokkurinn að vera á herðum ríkisins? Þjónustuna geta svo ýmsir aðilar veitt bæði opinberir og einkaaðilar. Þó fjármagnið komi úr sjóðum okkar allra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að þjóðin er að eldast í árum og sífellt fleiri tilheyra hópi eldri borgara á blaði án þess að upplifa sig sem slíka. Það er augljóst að þessi ört stækkandi hópur er ekki mjög einsleitur, lífsskoðanir sem og heilsa mismunandi og því er löngu orðið tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir þennan fjölbreytta hóp. Við þurfum að fara að horfa heildstæðar á þennan málaflokk með fjölda mismunandi úrræða við hæfi. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögunum þá hefur fólk á öllum aldri fengið tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Þannig hefur hið opinbera skapað fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Aukum fjármuni til lýðheilsumála Það er óumdeilt að fjármunir sem varið er til lýðheilsu eru sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Með því að lýðheilsusjónarmið færist ofar hjá fólki þá getur verið svolítið á reiki hvenær kona upplifir sig eldri borgara og hvenær ekki? Amman sem skellir sér í Landvættina er ólíkleg til þess að þurfa á mikilli aðstoð frá ríki eða sveitarfélagi. Það eru aftur á móti ekki allir svo heppnir að geta stundað afreksíþróttir eftir miðjan aldur. Þess vegna þurfum við að geta boðið upp á mismunandi úrræði fyrir mismunandi hópa fólks. Hættum þessu rugli Við verðum að finna leiðir til að koma til móts við einstaklinga út frá þörfum þeirra hverju sinni. Þegar horft er á þá þjónustu sem eldra fólki stendur til boða stingur í stúf að hluti af þjónustunni er á herðum sveitarfélaga en hluti hjá ríkinu. Þetta veldur því að flækjustigið er meira og einstaklingurinn fellur stundum á milli. Átökin snúast þannig oft um fjármagn á milli ríkis og sveitarfélaga, - því rugli þarf að linna. Hér er í öllum tilfellum um skattfé okkar að ræða og algjörlega óásættanlegt að tvö stjórnsýslustig landsins eyði tíma, orku og fjármunum í að takast á í stað þess að einblína á að bæta þjónustuna. Það er því eðlilegt að spyrja eftirfarandi spurningar: Eiga sveitarfélögin að taka yfir málefni aldraðra, eða á málaflokkurinn að vera á herðum ríkisins? Þjónustuna geta svo ýmsir aðilar veitt bæði opinberir og einkaaðilar. Þó fjármagnið komi úr sjóðum okkar allra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun