Foreldrar kenni börnum sjálfsvörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karlmannsins“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júní 2021 22:25 Eyþór segir öll viðbrögð stúlkunnar hafa verið hárrétt; fyrst að neita að koma með manninum og síðan að öskra og sparka frá sér þegar hann reyndi að taka hana. lota/vísir/vilhelm Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur hjá Lotu ráðgjöf, hvetur foreldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt viðbrögð við því ef einhver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðlilegt að börnum sé kennd einhver sjálfsvörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karlmannsins“. Eyþór ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var fá því að maður hefði reynt að nema sjö ára stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi. Maðurinn bauð henni að koma og skoða hundinn sinn en þegar hún neitaði tók hann hana upp. Hún fór þá að öskra hástöfum og gaf honum hnéspark í punginn. Eyþór segir þetta hafa verið hárrétt viðbrögð stúlkunnar í þessum aðstæðum og að foreldrar hennar hafi greinilega kennt henni vel. Öskra og ráðast á klof eða augu Faðir stúlkunnar segist hafa kennt henni einhverja sjálfsvörn. „Það er alveg frábært í rauninni því að auðvitað má alveg kenna börnum undirstöðuatriði í því hvernig á að verja sig,“ segir Eyþór. Það þurfi þó auðvitað að brýna fyrir þeim að nota ofbeldi aðeins til að verja sig. Hann segir það einnig rétt viðbrögð stúlkunnar að gefa manninum hnéspark í punginn og telur eðlilegt að foreldrar kynni „þessa veiku punkta karlmannsins fyrir börnunum“. Þar nefnir hann til dæmis pung og augu sem dæmi. „Það er það sem maður gerir þegar einhver er stærri og sterkari en maður sjálfur, það er að fara í viðkvæmu punktana. Allt til að bjarga sér,“ segir Eyþór. Hann vill að foreldrar nýti tækifærið eftir fréttir dagsins í dag og ræði betur við börnin um hætturnar sem geta leynst úti. „Þegar þau eldast aðeins og byrja að fara frá manni, kannski á þessum aldri fimm, sex, sjö ára, einmitt út á róló eða eitthvað að þá þarf að ræða við þau viðbrögð við ókunnugu fólki og mönnum sem að lofa hundum og ís. Ég held að foreldrar megi alltaf tala meira um þetta.“ Öryggismyndavélar á leikvelli Faðir stúlkunnar kallaði eftir því að eftirlitsmyndavélum yrði komið fyrir á leikvöllum í borginni í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ sagði hann en maðurinn sem reyndi að nema dóttur hans á brott er enn ófundinn. Eyþór segist sammála föðurnum þarna. Hann nefnir sem dæmi að í London séu fjögur þúsund öryggismyndavélar í allri borginni. „Ég myndi vilja sjá öryggismyndavélar á svona leiksvæðum, bara eins og hægt er. Ég geri mér grein fyrir að það er kannski ekki alls staðar en já.“ Lögreglumál Reykjavík Barnavernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17 Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Eyþór ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var fá því að maður hefði reynt að nema sjö ára stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi. Maðurinn bauð henni að koma og skoða hundinn sinn en þegar hún neitaði tók hann hana upp. Hún fór þá að öskra hástöfum og gaf honum hnéspark í punginn. Eyþór segir þetta hafa verið hárrétt viðbrögð stúlkunnar í þessum aðstæðum og að foreldrar hennar hafi greinilega kennt henni vel. Öskra og ráðast á klof eða augu Faðir stúlkunnar segist hafa kennt henni einhverja sjálfsvörn. „Það er alveg frábært í rauninni því að auðvitað má alveg kenna börnum undirstöðuatriði í því hvernig á að verja sig,“ segir Eyþór. Það þurfi þó auðvitað að brýna fyrir þeim að nota ofbeldi aðeins til að verja sig. Hann segir það einnig rétt viðbrögð stúlkunnar að gefa manninum hnéspark í punginn og telur eðlilegt að foreldrar kynni „þessa veiku punkta karlmannsins fyrir börnunum“. Þar nefnir hann til dæmis pung og augu sem dæmi. „Það er það sem maður gerir þegar einhver er stærri og sterkari en maður sjálfur, það er að fara í viðkvæmu punktana. Allt til að bjarga sér,“ segir Eyþór. Hann vill að foreldrar nýti tækifærið eftir fréttir dagsins í dag og ræði betur við börnin um hætturnar sem geta leynst úti. „Þegar þau eldast aðeins og byrja að fara frá manni, kannski á þessum aldri fimm, sex, sjö ára, einmitt út á róló eða eitthvað að þá þarf að ræða við þau viðbrögð við ókunnugu fólki og mönnum sem að lofa hundum og ís. Ég held að foreldrar megi alltaf tala meira um þetta.“ Öryggismyndavélar á leikvelli Faðir stúlkunnar kallaði eftir því að eftirlitsmyndavélum yrði komið fyrir á leikvöllum í borginni í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ sagði hann en maðurinn sem reyndi að nema dóttur hans á brott er enn ófundinn. Eyþór segist sammála föðurnum þarna. Hann nefnir sem dæmi að í London séu fjögur þúsund öryggismyndavélar í allri borginni. „Ég myndi vilja sjá öryggismyndavélar á svona leiksvæðum, bara eins og hægt er. Ég geri mér grein fyrir að það er kannski ekki alls staðar en já.“
Lögreglumál Reykjavík Barnavernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17 Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17
Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. 8. júní 2021 11:15