Foreldrar kenni börnum sjálfsvörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karlmannsins“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júní 2021 22:25 Eyþór segir öll viðbrögð stúlkunnar hafa verið hárrétt; fyrst að neita að koma með manninum og síðan að öskra og sparka frá sér þegar hann reyndi að taka hana. lota/vísir/vilhelm Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur hjá Lotu ráðgjöf, hvetur foreldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt viðbrögð við því ef einhver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðlilegt að börnum sé kennd einhver sjálfsvörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karlmannsins“. Eyþór ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var fá því að maður hefði reynt að nema sjö ára stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi. Maðurinn bauð henni að koma og skoða hundinn sinn en þegar hún neitaði tók hann hana upp. Hún fór þá að öskra hástöfum og gaf honum hnéspark í punginn. Eyþór segir þetta hafa verið hárrétt viðbrögð stúlkunnar í þessum aðstæðum og að foreldrar hennar hafi greinilega kennt henni vel. Öskra og ráðast á klof eða augu Faðir stúlkunnar segist hafa kennt henni einhverja sjálfsvörn. „Það er alveg frábært í rauninni því að auðvitað má alveg kenna börnum undirstöðuatriði í því hvernig á að verja sig,“ segir Eyþór. Það þurfi þó auðvitað að brýna fyrir þeim að nota ofbeldi aðeins til að verja sig. Hann segir það einnig rétt viðbrögð stúlkunnar að gefa manninum hnéspark í punginn og telur eðlilegt að foreldrar kynni „þessa veiku punkta karlmannsins fyrir börnunum“. Þar nefnir hann til dæmis pung og augu sem dæmi. „Það er það sem maður gerir þegar einhver er stærri og sterkari en maður sjálfur, það er að fara í viðkvæmu punktana. Allt til að bjarga sér,“ segir Eyþór. Hann vill að foreldrar nýti tækifærið eftir fréttir dagsins í dag og ræði betur við börnin um hætturnar sem geta leynst úti. „Þegar þau eldast aðeins og byrja að fara frá manni, kannski á þessum aldri fimm, sex, sjö ára, einmitt út á róló eða eitthvað að þá þarf að ræða við þau viðbrögð við ókunnugu fólki og mönnum sem að lofa hundum og ís. Ég held að foreldrar megi alltaf tala meira um þetta.“ Öryggismyndavélar á leikvelli Faðir stúlkunnar kallaði eftir því að eftirlitsmyndavélum yrði komið fyrir á leikvöllum í borginni í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ sagði hann en maðurinn sem reyndi að nema dóttur hans á brott er enn ófundinn. Eyþór segist sammála föðurnum þarna. Hann nefnir sem dæmi að í London séu fjögur þúsund öryggismyndavélar í allri borginni. „Ég myndi vilja sjá öryggismyndavélar á svona leiksvæðum, bara eins og hægt er. Ég geri mér grein fyrir að það er kannski ekki alls staðar en já.“ Lögreglumál Reykjavík Barnavernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17 Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Eyþór ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var fá því að maður hefði reynt að nema sjö ára stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi. Maðurinn bauð henni að koma og skoða hundinn sinn en þegar hún neitaði tók hann hana upp. Hún fór þá að öskra hástöfum og gaf honum hnéspark í punginn. Eyþór segir þetta hafa verið hárrétt viðbrögð stúlkunnar í þessum aðstæðum og að foreldrar hennar hafi greinilega kennt henni vel. Öskra og ráðast á klof eða augu Faðir stúlkunnar segist hafa kennt henni einhverja sjálfsvörn. „Það er alveg frábært í rauninni því að auðvitað má alveg kenna börnum undirstöðuatriði í því hvernig á að verja sig,“ segir Eyþór. Það þurfi þó auðvitað að brýna fyrir þeim að nota ofbeldi aðeins til að verja sig. Hann segir það einnig rétt viðbrögð stúlkunnar að gefa manninum hnéspark í punginn og telur eðlilegt að foreldrar kynni „þessa veiku punkta karlmannsins fyrir börnunum“. Þar nefnir hann til dæmis pung og augu sem dæmi. „Það er það sem maður gerir þegar einhver er stærri og sterkari en maður sjálfur, það er að fara í viðkvæmu punktana. Allt til að bjarga sér,“ segir Eyþór. Hann vill að foreldrar nýti tækifærið eftir fréttir dagsins í dag og ræði betur við börnin um hætturnar sem geta leynst úti. „Þegar þau eldast aðeins og byrja að fara frá manni, kannski á þessum aldri fimm, sex, sjö ára, einmitt út á róló eða eitthvað að þá þarf að ræða við þau viðbrögð við ókunnugu fólki og mönnum sem að lofa hundum og ís. Ég held að foreldrar megi alltaf tala meira um þetta.“ Öryggismyndavélar á leikvelli Faðir stúlkunnar kallaði eftir því að eftirlitsmyndavélum yrði komið fyrir á leikvöllum í borginni í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ sagði hann en maðurinn sem reyndi að nema dóttur hans á brott er enn ófundinn. Eyþór segist sammála föðurnum þarna. Hann nefnir sem dæmi að í London séu fjögur þúsund öryggismyndavélar í allri borginni. „Ég myndi vilja sjá öryggismyndavélar á svona leiksvæðum, bara eins og hægt er. Ég geri mér grein fyrir að það er kannski ekki alls staðar en já.“
Lögreglumál Reykjavík Barnavernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17 Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17
Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. 8. júní 2021 11:15