Stjórn Biden heldur áfram að verja Trump í meiðyrðamáli Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2021 16:58 E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna heldur því enn fram að þegar Donald Trump kallaði konu sem sakaði hann um nauðgun „dræsu“ og „lygari“ hafi það verið hluti af störfum hans sem forseti. Afstaða ráðuneytisins er óbreytt þrátt fyrir stjórnarskiptin í janúar. E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, steig fram á sínum tíma og hélt því fram að Trump hefði nauðgað sér í stórverslun á Manhattan í New York á 10. áratugnum. Trump brást við með því að kalla Carroll „lygara“, „dræsu“ og „ekki mína týpu“. Carroll stefndi honum þá fyrir meiðyrði. Í tíð Williams Barr, dómsmálaráðherra Trump, gengu lögfræðingar ráðuneytisins inn í málið og kröfðust þess að stefnu Carroll yrði beint að bandaríska ríkinu en ekki Trump persónulega. Trump hefði nefnilega kallað Carroll nöfnunum umdeildu sem hluti af opinberum störfum sínum sem forseti Bandaríkjanna. Joe Biden, núverandi forseti, gagnrýndi inngrip ráðuneytisins í kosningabaráttunni í fyrra og sagði það óviðeigandi að það skipti sér af einkamáli sem varðaði persónulega hegðun Trump. Hann lofaði þó einnig að reyna ekki að hafa áhrif á ákvarðanir ráðuneytisins sem forseti. Donald Trump hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn fjölda kvenna í gegnum tíðina.AP/Alex Brandon Fyrirlitleg hegðun geti verið hluti af starfinu AP-fréttastofan segir að lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins hafi haldið sig við fyrri afstöðu um að Trump ætti ekki að sæta persónulegri ábyrgð á ummælum sínum þegar meiðyrðamálið var tekið fyrir hjá áfrýjunardómstóli í gær. Héldu lögfræðingarnir því fram að það rúmaðist innan verklýsingar forsetans að bregðast við ásökunum um persónulega hegðun þeirra sem geti skapað efa um hæfni þeirra til að gegna embætti. „Jafnvel fyrirlitleg hegðun getur fallið innan sviðs starfsins,“ sögðu lögfræðingarnar í greinargerð sinni þar sem þeir viðurkenndu að Trump hefði notað „groddaraleg og dónaleg“ orð um Carroll. Dómari á neðra dómstigi hafði áður úrskurðað að Trump gæti ekki skýlt sér bak við að hafa verið forseti þegar hann lét ummælin umdeildu falla. Lögmaður Carroll fordæmdi ákvörðun ráðuneytisins um að sitja fast við sinn keip og leyfa Trump að komast upp með að ljúga um hana. „Á sama tíma og konur um allt landið stíga fram og draga menn til ábyrgðar fyrir árásir er dómsmálaráðuneytið að reyna að koma í veg fyrir að ég hafi sama rétt. Ég er reið! Ég er móðguð!“ sagði Carroll sjálf í yfirlýsingu. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur ætíð hafnað sök, oft með gífuryrðum um ásakendur sína. Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50 Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. 4. nóvember 2019 21:45 Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump New York Times hefur rætt við tvær konur sem E. Jean Carroll trúði fyrir frásögn af kynferðislegri árás sem hún segist hafa orðið fyrir að hálfu Bandaríkjaforseta um miðjan 10. áratuginn. 27. júní 2019 12:06 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, steig fram á sínum tíma og hélt því fram að Trump hefði nauðgað sér í stórverslun á Manhattan í New York á 10. áratugnum. Trump brást við með því að kalla Carroll „lygara“, „dræsu“ og „ekki mína týpu“. Carroll stefndi honum þá fyrir meiðyrði. Í tíð Williams Barr, dómsmálaráðherra Trump, gengu lögfræðingar ráðuneytisins inn í málið og kröfðust þess að stefnu Carroll yrði beint að bandaríska ríkinu en ekki Trump persónulega. Trump hefði nefnilega kallað Carroll nöfnunum umdeildu sem hluti af opinberum störfum sínum sem forseti Bandaríkjanna. Joe Biden, núverandi forseti, gagnrýndi inngrip ráðuneytisins í kosningabaráttunni í fyrra og sagði það óviðeigandi að það skipti sér af einkamáli sem varðaði persónulega hegðun Trump. Hann lofaði þó einnig að reyna ekki að hafa áhrif á ákvarðanir ráðuneytisins sem forseti. Donald Trump hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn fjölda kvenna í gegnum tíðina.AP/Alex Brandon Fyrirlitleg hegðun geti verið hluti af starfinu AP-fréttastofan segir að lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins hafi haldið sig við fyrri afstöðu um að Trump ætti ekki að sæta persónulegri ábyrgð á ummælum sínum þegar meiðyrðamálið var tekið fyrir hjá áfrýjunardómstóli í gær. Héldu lögfræðingarnir því fram að það rúmaðist innan verklýsingar forsetans að bregðast við ásökunum um persónulega hegðun þeirra sem geti skapað efa um hæfni þeirra til að gegna embætti. „Jafnvel fyrirlitleg hegðun getur fallið innan sviðs starfsins,“ sögðu lögfræðingarnar í greinargerð sinni þar sem þeir viðurkenndu að Trump hefði notað „groddaraleg og dónaleg“ orð um Carroll. Dómari á neðra dómstigi hafði áður úrskurðað að Trump gæti ekki skýlt sér bak við að hafa verið forseti þegar hann lét ummælin umdeildu falla. Lögmaður Carroll fordæmdi ákvörðun ráðuneytisins um að sitja fast við sinn keip og leyfa Trump að komast upp með að ljúga um hana. „Á sama tíma og konur um allt landið stíga fram og draga menn til ábyrgðar fyrir árásir er dómsmálaráðuneytið að reyna að koma í veg fyrir að ég hafi sama rétt. Ég er reið! Ég er móðguð!“ sagði Carroll sjálf í yfirlýsingu. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur ætíð hafnað sök, oft með gífuryrðum um ásakendur sína.
Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50 Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. 4. nóvember 2019 21:45 Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump New York Times hefur rætt við tvær konur sem E. Jean Carroll trúði fyrir frásögn af kynferðislegri árás sem hún segist hafa orðið fyrir að hálfu Bandaríkjaforseta um miðjan 10. áratuginn. 27. júní 2019 12:06 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25
Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50
Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. 4. nóvember 2019 21:45
Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump New York Times hefur rætt við tvær konur sem E. Jean Carroll trúði fyrir frásögn af kynferðislegri árás sem hún segist hafa orðið fyrir að hálfu Bandaríkjaforseta um miðjan 10. áratuginn. 27. júní 2019 12:06
Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21