Stjórn Biden heldur áfram að verja Trump í meiðyrðamáli Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2021 16:58 E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna heldur því enn fram að þegar Donald Trump kallaði konu sem sakaði hann um nauðgun „dræsu“ og „lygari“ hafi það verið hluti af störfum hans sem forseti. Afstaða ráðuneytisins er óbreytt þrátt fyrir stjórnarskiptin í janúar. E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, steig fram á sínum tíma og hélt því fram að Trump hefði nauðgað sér í stórverslun á Manhattan í New York á 10. áratugnum. Trump brást við með því að kalla Carroll „lygara“, „dræsu“ og „ekki mína týpu“. Carroll stefndi honum þá fyrir meiðyrði. Í tíð Williams Barr, dómsmálaráðherra Trump, gengu lögfræðingar ráðuneytisins inn í málið og kröfðust þess að stefnu Carroll yrði beint að bandaríska ríkinu en ekki Trump persónulega. Trump hefði nefnilega kallað Carroll nöfnunum umdeildu sem hluti af opinberum störfum sínum sem forseti Bandaríkjanna. Joe Biden, núverandi forseti, gagnrýndi inngrip ráðuneytisins í kosningabaráttunni í fyrra og sagði það óviðeigandi að það skipti sér af einkamáli sem varðaði persónulega hegðun Trump. Hann lofaði þó einnig að reyna ekki að hafa áhrif á ákvarðanir ráðuneytisins sem forseti. Donald Trump hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn fjölda kvenna í gegnum tíðina.AP/Alex Brandon Fyrirlitleg hegðun geti verið hluti af starfinu AP-fréttastofan segir að lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins hafi haldið sig við fyrri afstöðu um að Trump ætti ekki að sæta persónulegri ábyrgð á ummælum sínum þegar meiðyrðamálið var tekið fyrir hjá áfrýjunardómstóli í gær. Héldu lögfræðingarnir því fram að það rúmaðist innan verklýsingar forsetans að bregðast við ásökunum um persónulega hegðun þeirra sem geti skapað efa um hæfni þeirra til að gegna embætti. „Jafnvel fyrirlitleg hegðun getur fallið innan sviðs starfsins,“ sögðu lögfræðingarnar í greinargerð sinni þar sem þeir viðurkenndu að Trump hefði notað „groddaraleg og dónaleg“ orð um Carroll. Dómari á neðra dómstigi hafði áður úrskurðað að Trump gæti ekki skýlt sér bak við að hafa verið forseti þegar hann lét ummælin umdeildu falla. Lögmaður Carroll fordæmdi ákvörðun ráðuneytisins um að sitja fast við sinn keip og leyfa Trump að komast upp með að ljúga um hana. „Á sama tíma og konur um allt landið stíga fram og draga menn til ábyrgðar fyrir árásir er dómsmálaráðuneytið að reyna að koma í veg fyrir að ég hafi sama rétt. Ég er reið! Ég er móðguð!“ sagði Carroll sjálf í yfirlýsingu. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur ætíð hafnað sök, oft með gífuryrðum um ásakendur sína. Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50 Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. 4. nóvember 2019 21:45 Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump New York Times hefur rætt við tvær konur sem E. Jean Carroll trúði fyrir frásögn af kynferðislegri árás sem hún segist hafa orðið fyrir að hálfu Bandaríkjaforseta um miðjan 10. áratuginn. 27. júní 2019 12:06 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, steig fram á sínum tíma og hélt því fram að Trump hefði nauðgað sér í stórverslun á Manhattan í New York á 10. áratugnum. Trump brást við með því að kalla Carroll „lygara“, „dræsu“ og „ekki mína týpu“. Carroll stefndi honum þá fyrir meiðyrði. Í tíð Williams Barr, dómsmálaráðherra Trump, gengu lögfræðingar ráðuneytisins inn í málið og kröfðust þess að stefnu Carroll yrði beint að bandaríska ríkinu en ekki Trump persónulega. Trump hefði nefnilega kallað Carroll nöfnunum umdeildu sem hluti af opinberum störfum sínum sem forseti Bandaríkjanna. Joe Biden, núverandi forseti, gagnrýndi inngrip ráðuneytisins í kosningabaráttunni í fyrra og sagði það óviðeigandi að það skipti sér af einkamáli sem varðaði persónulega hegðun Trump. Hann lofaði þó einnig að reyna ekki að hafa áhrif á ákvarðanir ráðuneytisins sem forseti. Donald Trump hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn fjölda kvenna í gegnum tíðina.AP/Alex Brandon Fyrirlitleg hegðun geti verið hluti af starfinu AP-fréttastofan segir að lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins hafi haldið sig við fyrri afstöðu um að Trump ætti ekki að sæta persónulegri ábyrgð á ummælum sínum þegar meiðyrðamálið var tekið fyrir hjá áfrýjunardómstóli í gær. Héldu lögfræðingarnir því fram að það rúmaðist innan verklýsingar forsetans að bregðast við ásökunum um persónulega hegðun þeirra sem geti skapað efa um hæfni þeirra til að gegna embætti. „Jafnvel fyrirlitleg hegðun getur fallið innan sviðs starfsins,“ sögðu lögfræðingarnar í greinargerð sinni þar sem þeir viðurkenndu að Trump hefði notað „groddaraleg og dónaleg“ orð um Carroll. Dómari á neðra dómstigi hafði áður úrskurðað að Trump gæti ekki skýlt sér bak við að hafa verið forseti þegar hann lét ummælin umdeildu falla. Lögmaður Carroll fordæmdi ákvörðun ráðuneytisins um að sitja fast við sinn keip og leyfa Trump að komast upp með að ljúga um hana. „Á sama tíma og konur um allt landið stíga fram og draga menn til ábyrgðar fyrir árásir er dómsmálaráðuneytið að reyna að koma í veg fyrir að ég hafi sama rétt. Ég er reið! Ég er móðguð!“ sagði Carroll sjálf í yfirlýsingu. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur ætíð hafnað sök, oft með gífuryrðum um ásakendur sína.
Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50 Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. 4. nóvember 2019 21:45 Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump New York Times hefur rætt við tvær konur sem E. Jean Carroll trúði fyrir frásögn af kynferðislegri árás sem hún segist hafa orðið fyrir að hálfu Bandaríkjaforseta um miðjan 10. áratuginn. 27. júní 2019 12:06 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25
Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50
Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. 4. nóvember 2019 21:45
Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump New York Times hefur rætt við tvær konur sem E. Jean Carroll trúði fyrir frásögn af kynferðislegri árás sem hún segist hafa orðið fyrir að hálfu Bandaríkjaforseta um miðjan 10. áratuginn. 27. júní 2019 12:06
Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21