Dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa selt unglingsstúlkum fíkniefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 14:28 Héraðsdómur Austurlands á Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm Karlmaður var sakfelldur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa selt þremur stúlkum, sem voru fjórtán og sextán ára gamlar, kannabis og gefið einni þeirra amfetamín heima hjá sér. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir brotin sem framin voru í Fjarðabyggð. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 5,14 grömm af kannabisi, 1,42 grömm af amfetamíni og 98 skammta af LSD í sölu- og dreifingarskyni. Fíkniefnin fundust á heimili mannsins við húsleit. Maðurinn neitaði því að hafa selt og gefið stúlkunum fíkniefni en játaði að hafa haft fíkniefni í vörslum sínum. Hann neitaði því hins vegar að hafa verið með fíkniefnin í sölu- og dreifingarskyni. Þann 8. nóvember síðastliðinn barst lögreglu tilkynning frá foreldrum stúlknanna þriggja, sem þá voru fjórtán og sextán ára, um að maðurinn hefði selt stúlkunum kannabis kvöldið áður. Lögregla fór þá að heimili mannsins, og ræddu við hann, en mikil kannabislykt var í íbúð hans. Var þá lagt hald á fyrrnefnd fíkniefni sem fundust við húsleit. Við lögreglurannsókn kom meðal annars í ljós að frá 1. janúar 2019 til 13. nóvember 2020 höfðu hátt í 60 ótengdir einstaklingar lagt peninga inn á bankareikning mannsins í 124 færslum. Alls voru það 1.926.333 krónur. Vantaði reykingatól og sneru því aftur Í yfirheyrslum játaði maðurinn það að stúlkurnar hafi komið heim til hans umrætt grömm til þess að fá hjá honum eitt gramm af kannabisi, eða grasi. Þær hafi hins vegar ekki keypt það. Stúlkurnar hafi svo reykt grasið á svölunum hjá manninum. Þar að auki hafi ein stúlknanna neytt amfetamíns. Við lögregluyfirheyrslur báru lögreglumenn gögn úr síma mannsins undir hann. Þar á meðal voru samskipti á milli hans og stúlknanna, þar sem umræðuefnið varðaði kaupverð á fíkniefnum. Maðurinn staðfesti að hann hafi átt í þessum samskiptum en þegar á hólminn hafi verið komið hafi hann ekki rukkað þær um gjaldið. Stúlkurnar hins vegar voru sammála um það að þær hafi greitt 4.000 krónur fyrir grammið af grasi sem þær keyptu af manninum. Þær hafi ætlað að fara annað til að reykja grasið en þær hafi þá uppgötvað að þær vanhagaði um bréfsefni til að reykja efnið. Maðurinn hafi þá boðið þeim aftur til sín og leyft þeim að reykja efnið á svölunum. Dómsmál Fjarðabyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Áforma að vinnuvélar verði komnar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Sjá meira
Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 5,14 grömm af kannabisi, 1,42 grömm af amfetamíni og 98 skammta af LSD í sölu- og dreifingarskyni. Fíkniefnin fundust á heimili mannsins við húsleit. Maðurinn neitaði því að hafa selt og gefið stúlkunum fíkniefni en játaði að hafa haft fíkniefni í vörslum sínum. Hann neitaði því hins vegar að hafa verið með fíkniefnin í sölu- og dreifingarskyni. Þann 8. nóvember síðastliðinn barst lögreglu tilkynning frá foreldrum stúlknanna þriggja, sem þá voru fjórtán og sextán ára, um að maðurinn hefði selt stúlkunum kannabis kvöldið áður. Lögregla fór þá að heimili mannsins, og ræddu við hann, en mikil kannabislykt var í íbúð hans. Var þá lagt hald á fyrrnefnd fíkniefni sem fundust við húsleit. Við lögreglurannsókn kom meðal annars í ljós að frá 1. janúar 2019 til 13. nóvember 2020 höfðu hátt í 60 ótengdir einstaklingar lagt peninga inn á bankareikning mannsins í 124 færslum. Alls voru það 1.926.333 krónur. Vantaði reykingatól og sneru því aftur Í yfirheyrslum játaði maðurinn það að stúlkurnar hafi komið heim til hans umrætt grömm til þess að fá hjá honum eitt gramm af kannabisi, eða grasi. Þær hafi hins vegar ekki keypt það. Stúlkurnar hafi svo reykt grasið á svölunum hjá manninum. Þar að auki hafi ein stúlknanna neytt amfetamíns. Við lögregluyfirheyrslur báru lögreglumenn gögn úr síma mannsins undir hann. Þar á meðal voru samskipti á milli hans og stúlknanna, þar sem umræðuefnið varðaði kaupverð á fíkniefnum. Maðurinn staðfesti að hann hafi átt í þessum samskiptum en þegar á hólminn hafi verið komið hafi hann ekki rukkað þær um gjaldið. Stúlkurnar hins vegar voru sammála um það að þær hafi greitt 4.000 krónur fyrir grammið af grasi sem þær keyptu af manninum. Þær hafi ætlað að fara annað til að reykja grasið en þær hafi þá uppgötvað að þær vanhagaði um bréfsefni til að reykja efnið. Maðurinn hafi þá boðið þeim aftur til sín og leyft þeim að reykja efnið á svölunum.
Dómsmál Fjarðabyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Áforma að vinnuvélar verði komnar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent