Stefnt að því að gefa starfsfólki frí um miðjan júlí Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2021 11:54 Um klukkan tíu í morgun var löng röð við Laugardalshöll. Hátt í tólf þúsund verða bótusett í dag. vísir/arnar Hátt í tólf þúsund verða bólusettir í Laugardalshöll í dag. Stefnt er að því að gefa starfsfólkinu í höllinni frí um miðjan júlí. Enginn greindist með Covid-19 í gær. Nú eru 48 í einangrun og 247 í sóttkví. Rúmlega 100 þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allt að þrjátíu þúsund skömmtun af bóluefni er til að dreifa í þessari vikur og það er stór dagur í dag að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þetta eru tíu til tólf þúsund manns sem er verið að bólusetja í dag í heildina. Enn einn stór dagurinn hjá okkur. Í dag erum við að bólusetja með Pfizer og verðum í Laugardalshöllinni í allan dag þannig að fögnum því. Þetta eru bæði endurbólusetningar og fyrsti af þremur hópum þar sem var dregið út með tilviljunarkenndu úrtaki þannig að það er í dag og svo höldum við áfram á morgun með Astra Zeneca og svo á fimmtudag með Jansen,“ segir Sigríður Dóra. Jansen bóluefnið er ekki enn komið til landsins. „Nú hef ég bara ekki fengið fréttir í morgun en ég á nú alveg von á því að það komi, það hefur alltaf allt staðist sem sóttvarnalæknir hefur sagt þannig ég hef alveg trú á því,“ segir Sigríður Dóra. Komi sendingin ekki verði fundin lausn á því. „Við bólusetjum náttúrulega með öllu efni sem við höfum og það verður bara farið yfir hvað er til og svo verðum við bara að endurmeta það,“ segir Sigríður Dóra. Von er á miklu magni af efni frá Pfizer til landsins á næstu vikum. Sigríður Dóra segir að ef allt gangi eftir með bólusetningar verði þær komnar mjög langt í byrjun júlí. „Við verðum með seinni bólusetningar af Pfizer fyrstu vikuna í júlí eða aðra og þá vonumst við til að gera farið í frí. Það er komin þreyta í mannskapinn. En það er allt í lagi að fara í frí þegar við erum búin með allar þessar grunnbólusetningar. Þá erum við komin í góð mál.“ En þetta mun þá ekki hafa áhrif á það að þið seinkið seinni bólusetningu hjá einhverjum hópnum? „Nei, það er alveg gengið út frá því. Þess vegna erum við að keyra þetta svona hratt núna. Það verða næstu þrjár vikur mjög stórar í fyrstu bólusetningu með Pfizer til þess að við getum endurbólusett aftur og við förum ekki í frí fyrr en það er komið,“ segir Sigríður Dóra. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Nú eru 48 í einangrun og 247 í sóttkví. Rúmlega 100 þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allt að þrjátíu þúsund skömmtun af bóluefni er til að dreifa í þessari vikur og það er stór dagur í dag að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þetta eru tíu til tólf þúsund manns sem er verið að bólusetja í dag í heildina. Enn einn stór dagurinn hjá okkur. Í dag erum við að bólusetja með Pfizer og verðum í Laugardalshöllinni í allan dag þannig að fögnum því. Þetta eru bæði endurbólusetningar og fyrsti af þremur hópum þar sem var dregið út með tilviljunarkenndu úrtaki þannig að það er í dag og svo höldum við áfram á morgun með Astra Zeneca og svo á fimmtudag með Jansen,“ segir Sigríður Dóra. Jansen bóluefnið er ekki enn komið til landsins. „Nú hef ég bara ekki fengið fréttir í morgun en ég á nú alveg von á því að það komi, það hefur alltaf allt staðist sem sóttvarnalæknir hefur sagt þannig ég hef alveg trú á því,“ segir Sigríður Dóra. Komi sendingin ekki verði fundin lausn á því. „Við bólusetjum náttúrulega með öllu efni sem við höfum og það verður bara farið yfir hvað er til og svo verðum við bara að endurmeta það,“ segir Sigríður Dóra. Von er á miklu magni af efni frá Pfizer til landsins á næstu vikum. Sigríður Dóra segir að ef allt gangi eftir með bólusetningar verði þær komnar mjög langt í byrjun júlí. „Við verðum með seinni bólusetningar af Pfizer fyrstu vikuna í júlí eða aðra og þá vonumst við til að gera farið í frí. Það er komin þreyta í mannskapinn. En það er allt í lagi að fara í frí þegar við erum búin með allar þessar grunnbólusetningar. Þá erum við komin í góð mál.“ En þetta mun þá ekki hafa áhrif á það að þið seinkið seinni bólusetningu hjá einhverjum hópnum? „Nei, það er alveg gengið út frá því. Þess vegna erum við að keyra þetta svona hratt núna. Það verða næstu þrjár vikur mjög stórar í fyrstu bólusetningu með Pfizer til þess að við getum endurbólusett aftur og við förum ekki í frí fyrr en það er komið,“ segir Sigríður Dóra.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira