„Þú ert ekki foreldri, þið eruð ekki fjölskylda“ Lúðvík Júlíusson skrifar 8. júní 2021 12:00 Stjórnvöld eru mjög sérstök í barnamálum. Allt á að gera fyrir fjölskyldur. Í stjórnarskrá eru réttindi barna tryggð(1), í lögum eru réttindi fjölskyldna tryggð, í reglum fá fjölskyldur þjónustu og svo framvegis. Alþingi vill gera allt fyrir fjölskyldur Á Alþingi hafa verið samþykkt frumvörp sem gagnast eiga fjölskyldum. Til dæmis leikskólalög, grunnskólalög, lög um þjónustu við fatlað fólk(2), barnasáttmáli SÞ(3)(4) og barnalög(5). Alþingismenn tala oft um nauðsyn þess að aðstoða barnafjölskyldur, hækkun barnabóta, skóla án aðgreiningar og svo framvegis. Allt skal gera fyrir barnafjölskyldur. Samfélagábyrgð og hagaðilar Samfélagsábyrgð vísar til þess að þegar ákvarðanir eru teknar að þá skuli ekki aðeins horfa til eigin nærtækustu hagsmuna heldur líta til allra aðila sem ákvörðunin hefur áhrif á, hvort sem þeir eru tengdir þeim sem tekur ákvörðunina eða ekki.(6) Þegar ákvarðanir eru teknar eða lög eru sett sem varða börn þá eru bæði börn og foreldrar hagaðilar. Það er því samfélagsábyrgð að líta til þess hvaða áhrif ákvörðunin eða lagasetningin hefur á daglegt líf þeirra. Alþingi ætti því að meta áhrif lagasetninga á líf barna og foreldra. Börn eftir skilnað Nú gerist það nokkuð oft að foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa foreldrar að taka ákvörðum um lögheimili barns, forsjá(sameiginleg eða ekki) og umgengni. Þetta eru þrjú atriði sem þarf að taka ákvörðun um. Lögheimili snýst um skráða búsetu í Þjóðskrá og fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera, forsjá snýst um ábyrgð og umgengni um samveru með barni eftir skilnað. Þú ert ekki fjölskylda barnsins Þegar foreldrar skilja þá þurfa foreldrar einnig að ákveða hvort þeirra skuli vera fjölskylda barnsins. Þetta gera þeir oftast óafvitandi. Það foreldri sem ekki hefur lögheimili barnsins er ekki lengur fjölskylda barnsins. Þegar barn fer til foreldris og ættingja sinna þá er það ekki að fara til fjölskyldu sinnar heldur til einhleyps barnslauss einstaklings. Merkilegt. Á Íslandi á 21. öldinni þá getur barn aðeins tilheyrt einni fjölskyldu búi foreldrar ekki saman. Þjónusta til fjölskyldu barnsins Öll þjónusta hins opinbera, réttindi, aðild, stuðningur, aðstoð og fleira sem veita á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglum fer til fjölskyldu barnsins. Það þýðir að annað foreldrið er án allra réttinda og barnið er í lakari stöðu á því heimili en börn almennt. Leyfi til að vera með þýðir ekki það sama og hafa réttindi. Oft mega báðir foreldrar vera með en þegar á reynir þá eru engin lög sem tryggja þátttöku þess foreldris sem ekki hefur lögheimili barnsins þrátt fyrir að forsjá sé sameiginleg. Það er ekki talin stjórnvaldsákvörðun að útiloka annað foreldri barnsins. Þetta telja stjórnvöld og eftirlitsaðilar vera í lagi. „Þú ert ekki foreldri barnsins, þú ert ekki fjölskylda barnsins“ Þegar foreldri barns með mikla fötlun(andlega og/eða líkamlega) óskar eftir aðgangi að málastjóra/tengilið, þjónustu, stuðningi, aðild og að fá upplýsingar með eðlilegum hætti þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki foreldri barnsins.“ Þegar foreldrið segir að það sé nú foreldri samkvæmt barnalögum(5) þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki fjölskylda barnsins.“ Umboðsmaður barna og Umboðsmaður Alþingis hafa ekki gagnrýnt þessa túlkun stjórnvalda. Aldrei er litið til þarfa barnsins, til réttinda barnsins, til stjórnarskrárinnar, laga eða barnasáttmála SÞ. Þetta virðast marklaus plögg þegar kemur að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum. Réttindi fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum eru því mun lakari en annarra barna. Staðan er næstum því vonlaus. Styrkur foreldris Treysta þarf á styrk, úthald, úrræðasemi og getu foreldra til að aðstoða barnið því enga aðstoð er að fá. Barnið er sett í geymslu í hvert skipti sem það fer í umgengni. Þetta finnst alþingismönnum almennt bara fínt. Getur einhver sagt mér hvernig þetta getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvernig svona framkoma getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvað er barnvænt við þetta? Hvað ef foreldri getur ekki sinnt barni sínu án aðstoðar? Getur einhver sagt mér hvers vegna enginn flokkur á þingi vill breyta þessu og vinna í þágu barna? Nú er tækifæri til breytinga. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um „samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna“.(7) Með því að bæta við skilgreiningu um foreldra í lögunum sem þá sem fara með „forsjá barna sinna eða hafa reglulega umgengni“ þá fá öll börn fá viðeigandi stuðning, allir foreldrar fá að styðja barnið sitt og barn verður þungamiðja þjónustu. Ég skora á þingmenn að taka frumkvæðið, setja börn í fyrsta sætið og í þungamiðju þjónustu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru mjög sérstök í barnamálum. Allt á að gera fyrir fjölskyldur. Í stjórnarskrá eru réttindi barna tryggð(1), í lögum eru réttindi fjölskyldna tryggð, í reglum fá fjölskyldur þjónustu og svo framvegis. Alþingi vill gera allt fyrir fjölskyldur Á Alþingi hafa verið samþykkt frumvörp sem gagnast eiga fjölskyldum. Til dæmis leikskólalög, grunnskólalög, lög um þjónustu við fatlað fólk(2), barnasáttmáli SÞ(3)(4) og barnalög(5). Alþingismenn tala oft um nauðsyn þess að aðstoða barnafjölskyldur, hækkun barnabóta, skóla án aðgreiningar og svo framvegis. Allt skal gera fyrir barnafjölskyldur. Samfélagábyrgð og hagaðilar Samfélagsábyrgð vísar til þess að þegar ákvarðanir eru teknar að þá skuli ekki aðeins horfa til eigin nærtækustu hagsmuna heldur líta til allra aðila sem ákvörðunin hefur áhrif á, hvort sem þeir eru tengdir þeim sem tekur ákvörðunina eða ekki.(6) Þegar ákvarðanir eru teknar eða lög eru sett sem varða börn þá eru bæði börn og foreldrar hagaðilar. Það er því samfélagsábyrgð að líta til þess hvaða áhrif ákvörðunin eða lagasetningin hefur á daglegt líf þeirra. Alþingi ætti því að meta áhrif lagasetninga á líf barna og foreldra. Börn eftir skilnað Nú gerist það nokkuð oft að foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa foreldrar að taka ákvörðum um lögheimili barns, forsjá(sameiginleg eða ekki) og umgengni. Þetta eru þrjú atriði sem þarf að taka ákvörðun um. Lögheimili snýst um skráða búsetu í Þjóðskrá og fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera, forsjá snýst um ábyrgð og umgengni um samveru með barni eftir skilnað. Þú ert ekki fjölskylda barnsins Þegar foreldrar skilja þá þurfa foreldrar einnig að ákveða hvort þeirra skuli vera fjölskylda barnsins. Þetta gera þeir oftast óafvitandi. Það foreldri sem ekki hefur lögheimili barnsins er ekki lengur fjölskylda barnsins. Þegar barn fer til foreldris og ættingja sinna þá er það ekki að fara til fjölskyldu sinnar heldur til einhleyps barnslauss einstaklings. Merkilegt. Á Íslandi á 21. öldinni þá getur barn aðeins tilheyrt einni fjölskyldu búi foreldrar ekki saman. Þjónusta til fjölskyldu barnsins Öll þjónusta hins opinbera, réttindi, aðild, stuðningur, aðstoð og fleira sem veita á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglum fer til fjölskyldu barnsins. Það þýðir að annað foreldrið er án allra réttinda og barnið er í lakari stöðu á því heimili en börn almennt. Leyfi til að vera með þýðir ekki það sama og hafa réttindi. Oft mega báðir foreldrar vera með en þegar á reynir þá eru engin lög sem tryggja þátttöku þess foreldris sem ekki hefur lögheimili barnsins þrátt fyrir að forsjá sé sameiginleg. Það er ekki talin stjórnvaldsákvörðun að útiloka annað foreldri barnsins. Þetta telja stjórnvöld og eftirlitsaðilar vera í lagi. „Þú ert ekki foreldri barnsins, þú ert ekki fjölskylda barnsins“ Þegar foreldri barns með mikla fötlun(andlega og/eða líkamlega) óskar eftir aðgangi að málastjóra/tengilið, þjónustu, stuðningi, aðild og að fá upplýsingar með eðlilegum hætti þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki foreldri barnsins.“ Þegar foreldrið segir að það sé nú foreldri samkvæmt barnalögum(5) þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki fjölskylda barnsins.“ Umboðsmaður barna og Umboðsmaður Alþingis hafa ekki gagnrýnt þessa túlkun stjórnvalda. Aldrei er litið til þarfa barnsins, til réttinda barnsins, til stjórnarskrárinnar, laga eða barnasáttmála SÞ. Þetta virðast marklaus plögg þegar kemur að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum. Réttindi fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum eru því mun lakari en annarra barna. Staðan er næstum því vonlaus. Styrkur foreldris Treysta þarf á styrk, úthald, úrræðasemi og getu foreldra til að aðstoða barnið því enga aðstoð er að fá. Barnið er sett í geymslu í hvert skipti sem það fer í umgengni. Þetta finnst alþingismönnum almennt bara fínt. Getur einhver sagt mér hvernig þetta getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvernig svona framkoma getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvað er barnvænt við þetta? Hvað ef foreldri getur ekki sinnt barni sínu án aðstoðar? Getur einhver sagt mér hvers vegna enginn flokkur á þingi vill breyta þessu og vinna í þágu barna? Nú er tækifæri til breytinga. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um „samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna“.(7) Með því að bæta við skilgreiningu um foreldra í lögunum sem þá sem fara með „forsjá barna sinna eða hafa reglulega umgengni“ þá fá öll börn fá viðeigandi stuðning, allir foreldrar fá að styðja barnið sitt og barn verður þungamiðja þjónustu. Ég skora á þingmenn að taka frumkvæðið, setja börn í fyrsta sætið og í þungamiðju þjónustu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html
Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun