Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2021 11:15 Atvikið átti sér stað á leiksvæði við Funafold. Mynd/Google Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. Stúlkan var á leikvellinum með systkinum sínum þegar atvikið átti sér stað. Þegar þau brugðu sér frá til að fara á salernið kom maðurinn gangandi og bauð stúlkunni að koma að sjá hundana sína. „Hún sagði nei og þá brást hann þannig við að hann grípur utan um hana, lyftir henni upp og heldur henni að sér. Þá brestur hún í reiðigrát og gefur honum hnéspark í punginn,“ segir faðir stúlkunnar, Ragnar Örn Ottósson. Manninum virðist bregða við öskur og mótþróa stúlkunnar og lét sig hverfa. „Hann tekur á sprettinn í burtu. Það kom maður að sem sá hann ekki en sá í afturendann á honum og þá var hann á fleygiferð,“ segir Ragnar. Hann segir leit að manninum hafa farið strax af stað og lögreglu borið að garði um fimm mínútum eftir að atvikið. Ekkert hafi hins vegar sést til mannsins, sem Ragnar segir vekja grunsemdir um að tilraunin hafi verið skipulögð fyrirfram. Stúlkan gat gefið góða lýsingu af manninum; hann var dökkhærður með brún augu, um það bil 170 til 180 cm, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Þá er hann með bólur og freknur. Hefur þegar heyrt af öðru áþekku atviki Ragnar segist ekki síst vilja koma málinu á framfæri til að freista þess að fá fólk til að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Maður veltir því fyrir sér af hverju það er ekki hægt að setja upp einhverjar digital myndavélar á svona leiksvæðum,“ segir hann og bendir á að myndavélar hafi verið settar upp við grunnskóla. Ragnar er þakklátur lögreglu fyrir að bregðast skjótt við og taka málið alvarlega. Hún kannaðist ekki við önnur mál af þessu tagi en Ragnar hefur þegar fengið símtal frá konu sem sagði dóttur sína hafa lent í svipuðu. „Það var maður sem nálgaðist stúlku með hund og gaf henni ís. Svo bauð hann henni að koma seinna og sagðist þá ætla að gefa henni pening,“ segir hann um lýsingu konunnar. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Þau vilji ræða málin og benda henni á að hún hafi staðið sig eins og ofurhetja, frekar en að fela umræðuna fyrir henni. Það séu frekar foreldrarnir sem nú séu uggandi gagnvart því að leyfa börnunum sínum að leika sér úti án eftirlits. „Þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið slæmt þegar maður getur ekki sent barnið sitt út á róló á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð með klippu með viðtali við Ragnar í Reykjavík síðdegis. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Stúlkan var á leikvellinum með systkinum sínum þegar atvikið átti sér stað. Þegar þau brugðu sér frá til að fara á salernið kom maðurinn gangandi og bauð stúlkunni að koma að sjá hundana sína. „Hún sagði nei og þá brást hann þannig við að hann grípur utan um hana, lyftir henni upp og heldur henni að sér. Þá brestur hún í reiðigrát og gefur honum hnéspark í punginn,“ segir faðir stúlkunnar, Ragnar Örn Ottósson. Manninum virðist bregða við öskur og mótþróa stúlkunnar og lét sig hverfa. „Hann tekur á sprettinn í burtu. Það kom maður að sem sá hann ekki en sá í afturendann á honum og þá var hann á fleygiferð,“ segir Ragnar. Hann segir leit að manninum hafa farið strax af stað og lögreglu borið að garði um fimm mínútum eftir að atvikið. Ekkert hafi hins vegar sést til mannsins, sem Ragnar segir vekja grunsemdir um að tilraunin hafi verið skipulögð fyrirfram. Stúlkan gat gefið góða lýsingu af manninum; hann var dökkhærður með brún augu, um það bil 170 til 180 cm, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Þá er hann með bólur og freknur. Hefur þegar heyrt af öðru áþekku atviki Ragnar segist ekki síst vilja koma málinu á framfæri til að freista þess að fá fólk til að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Maður veltir því fyrir sér af hverju það er ekki hægt að setja upp einhverjar digital myndavélar á svona leiksvæðum,“ segir hann og bendir á að myndavélar hafi verið settar upp við grunnskóla. Ragnar er þakklátur lögreglu fyrir að bregðast skjótt við og taka málið alvarlega. Hún kannaðist ekki við önnur mál af þessu tagi en Ragnar hefur þegar fengið símtal frá konu sem sagði dóttur sína hafa lent í svipuðu. „Það var maður sem nálgaðist stúlku með hund og gaf henni ís. Svo bauð hann henni að koma seinna og sagðist þá ætla að gefa henni pening,“ segir hann um lýsingu konunnar. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Þau vilji ræða málin og benda henni á að hún hafi staðið sig eins og ofurhetja, frekar en að fela umræðuna fyrir henni. Það séu frekar foreldrarnir sem nú séu uggandi gagnvart því að leyfa börnunum sínum að leika sér úti án eftirlits. „Þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið slæmt þegar maður getur ekki sent barnið sitt út á róló á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð með klippu með viðtali við Ragnar í Reykjavík síðdegis.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent