„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 22:54 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hélt sína síðustu eldhúsdagsræðu fyrr í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. Steingrímur talar um eflingu nefndarsviðs og þá sérstaklega fjárstjórnar- og eftirlitshlutverksins. Þar hefur þremur viðbótarsérfræðingum verið bætt við hópinn. Lagaskrifstofa þingsins hefur verið efld með viðbótarlögfræðingi. Þá hefur starf þingflokkana verið eflt með sautján nýjum starfsmönnum og styrkingu fjárgrundvallar. Loks hrósar Steingrímur nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Traust og virðing áunnið fyrirbæri Hann talar um að traust til Alþingis hefði stokkið upp um heil sextán prósentustig. „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri,“ segir Steingrímur. Þá hrósar hann Alþingi fyrir vel unnin störf í Kórónuveirufaraldrinum. Þingið afgreiddi sextíu frumvörp og þingmál sem voru svokölluð Covid-mál, til viðbótar við sín venjulegu störf. Steingrímur segir það vera heiður að vera alþingismaður og varar þá við því að tala niður sitt eigið starf. Það sé eðlilegt að takast á og gagnrýna það sem er gagnrýnisvert, en það sé skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga, því fólki sem hingað er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins,“ segir Steingrímur. Margar eru áskoranir framtíðarinnar Hann nefnir loftslagsvána sem eina stærstu áskorun framtíðarinnar. Þar sé ábyrgð núverandi kynslóðar mest. „Það er stundum sagt að það fyrsta sem deyi í stríði sé sannleikurinn. En mér finnst ekki alltaf þurfa styrjaldir eða vopnuð átök til að sannleikurinn deyi eða lúti lægra haldi.“ Þá séu upplýsingaóreiða og falsfréttir sem flæði um heiminn í krafti tækninnar einnig hættulegar lýðræðinu. Hann segir ískyggilegt hvernig alþjóðleg auðfyrirtæki vakti okkur hvert fótmál, safni óhemju magni af upplýsingum um einkahagi fólks og misfari svo með þær. „Gervigreind er hættulegur húsbóndi, en getur gagnast sem þjónn,“ segir Steingrímur. Hann telur frið og samstöðu vera dýrmætasta djásn hvers samfélags og þá skipti engu máli hvaða magn af fánýtum hlutum er vegið þar á móti. Vinstri græn Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira
Steingrímur talar um eflingu nefndarsviðs og þá sérstaklega fjárstjórnar- og eftirlitshlutverksins. Þar hefur þremur viðbótarsérfræðingum verið bætt við hópinn. Lagaskrifstofa þingsins hefur verið efld með viðbótarlögfræðingi. Þá hefur starf þingflokkana verið eflt með sautján nýjum starfsmönnum og styrkingu fjárgrundvallar. Loks hrósar Steingrímur nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Traust og virðing áunnið fyrirbæri Hann talar um að traust til Alþingis hefði stokkið upp um heil sextán prósentustig. „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri,“ segir Steingrímur. Þá hrósar hann Alþingi fyrir vel unnin störf í Kórónuveirufaraldrinum. Þingið afgreiddi sextíu frumvörp og þingmál sem voru svokölluð Covid-mál, til viðbótar við sín venjulegu störf. Steingrímur segir það vera heiður að vera alþingismaður og varar þá við því að tala niður sitt eigið starf. Það sé eðlilegt að takast á og gagnrýna það sem er gagnrýnisvert, en það sé skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga, því fólki sem hingað er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins,“ segir Steingrímur. Margar eru áskoranir framtíðarinnar Hann nefnir loftslagsvána sem eina stærstu áskorun framtíðarinnar. Þar sé ábyrgð núverandi kynslóðar mest. „Það er stundum sagt að það fyrsta sem deyi í stríði sé sannleikurinn. En mér finnst ekki alltaf þurfa styrjaldir eða vopnuð átök til að sannleikurinn deyi eða lúti lægra haldi.“ Þá séu upplýsingaóreiða og falsfréttir sem flæði um heiminn í krafti tækninnar einnig hættulegar lýðræðinu. Hann segir ískyggilegt hvernig alþjóðleg auðfyrirtæki vakti okkur hvert fótmál, safni óhemju magni af upplýsingum um einkahagi fólks og misfari svo með þær. „Gervigreind er hættulegur húsbóndi, en getur gagnast sem þjónn,“ segir Steingrímur. Hann telur frið og samstöðu vera dýrmætasta djásn hvers samfélags og þá skipti engu máli hvaða magn af fánýtum hlutum er vegið þar á móti.
Vinstri græn Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira