Kristilegir demókratar höfðu sigur í Sachsen-Anhalt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2021 12:00 Reiner Haseloff forsætisráðherra hér með Sven Schulze, leiðtoga flokksins í Sachsen-Anhalt. EPA/Filip Singer Kristilegir demókratar í Þýskalandi fengu flest sæti í kosningum til ríkisþings í sambandsríkinu Sachsen-Anhalt í gær. Niðurstöðurnar fyrir flokkinn voru mun betri en kannanir bentu til. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, fengu rétt rúm 37 prósent atkvæða og þar með töluvert fleiri þingsæti en næststærsti flokkurinn, það er öfgahægriflokkurinn AfD. Kannanir bentu reyndar ekki til þessarar niðurstöðu. Síðasta könnun INSA fyrir kosningarnar sýndi Kristilega demókrata til dæmis með 27 prósenta fylgi en AfD 26 prósent. Svipuð staða birtist í öðrum könnunum á lokaspretti kosningabaráttunnar. Búist er við því að Reiner Haseloff haldi forsætisráðherrastólnum í Sachsen-Anhalt en sigurinn þykir afar þýðingarmikill fyrir Kristilega demókrata. Paul Ziemiak, framkvæmdastjóri flokksins, segir skilaboðin skýr. Kristilegir demókratar hafi fengið sterkt umboð, flokkurinn sé langsterkasta stjórnmálaafl sambandsríkisins og niðurstaðan sé stórkostleg. Tilefni til bjartsýni Flokknum hefur gengið nokkuð illa í undanförnum ríkisþingskosningum en þetta voru síðustu slíku kosningarnar áður en kosið er á þýska sambandsþingið í september. Það verða fyrstu kosningar Kristilegra demókrata án Merkel í leiðtogasætinu í sextán ár. Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu leiðir flokkinn. Könnun INSA sem birt var á föstudag sýndi Kristilega demókrata með 26 prósenta fylgi á landsvísu. Jafnaðarmenn með sautján prósent, AfD og Frjálsir demókratar tólf prósent hvor en Græningjar mælast næststærstir með 21 prósent. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, fengu rétt rúm 37 prósent atkvæða og þar með töluvert fleiri þingsæti en næststærsti flokkurinn, það er öfgahægriflokkurinn AfD. Kannanir bentu reyndar ekki til þessarar niðurstöðu. Síðasta könnun INSA fyrir kosningarnar sýndi Kristilega demókrata til dæmis með 27 prósenta fylgi en AfD 26 prósent. Svipuð staða birtist í öðrum könnunum á lokaspretti kosningabaráttunnar. Búist er við því að Reiner Haseloff haldi forsætisráðherrastólnum í Sachsen-Anhalt en sigurinn þykir afar þýðingarmikill fyrir Kristilega demókrata. Paul Ziemiak, framkvæmdastjóri flokksins, segir skilaboðin skýr. Kristilegir demókratar hafi fengið sterkt umboð, flokkurinn sé langsterkasta stjórnmálaafl sambandsríkisins og niðurstaðan sé stórkostleg. Tilefni til bjartsýni Flokknum hefur gengið nokkuð illa í undanförnum ríkisþingskosningum en þetta voru síðustu slíku kosningarnar áður en kosið er á þýska sambandsþingið í september. Það verða fyrstu kosningar Kristilegra demókrata án Merkel í leiðtogasætinu í sextán ár. Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu leiðir flokkinn. Könnun INSA sem birt var á föstudag sýndi Kristilega demókrata með 26 prósenta fylgi á landsvísu. Jafnaðarmenn með sautján prósent, AfD og Frjálsir demókratar tólf prósent hvor en Græningjar mælast næststærstir með 21 prósent.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira